Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Page 52
54
ingarfélag sjálfstæðra verkamanna (Morgunblaðið 1946, 22. janúar, bls. 2). Árið 1932 voru,
að frumkvæði Framsóknarflokksins, sett sérstök lög um byggingarsamvinnufélög og starfsemi
þeirra (Stjórnartíðindi 1932, lög nr. 71) sem mótuði samvinnufélagaforminu skýran farveg í
íslenskum húsnæðismálum til næstu áratuga. Húsnæði það sem íslensku byggingarsamvinnu
félögin byggðu var eingöngu eignarhúsnæði, sem einnig stingur í stúf við leigu- eða hlutar
eignaryrirkomulag húsnæðissamvinnufélaga og leigufélaga á hinum Norðurlöndunum.
Tafla 1 gefur til kynna að hlutfall eigin húsnæðis sé mun hærra á Íslandi en í nokkru
nágrannalanda okkar um þessar mundir. Hlutur félagslegs húsnæðis er að sama skapi með því
allra lægsta sem þekkist í þessum löndum. Geta má þess að hlutfall eigin húsnæðis í Finnlandi
hefur lækkað um 6% frá því fyrir efnahagskreppuna þar í landi upp úr 1990 (Bengtsson,
2006b).
Tafla 1 Eignarform húsnæðis í löndum Norður- og Vestur-Evrópu. Hlutfallstölur
Heimildir: Whitehead og Scanlon, 2007:9,148, Bengtsson, 2006b:161,221. Nýleg gögn skortir
fyrir Ísland og eru tölur því áætlaðar af greinarhöfundi.
Eigið hús-
næði
Búsetu-
réttur
Almenn
leiga
Félagsleg
leiga
Annað Samtals
Austurríki 55 20 25 100
Danmörk 52 17 21 100
England 71 11 18 100
Finnland 62 1 17 16 4 100
Frakkland 57 20 17 6 100
Holland 54 11 35 100
Írland 81 11 8 100
Ísland 85-88 um 1 7-10 um 5 100
Noregur 64 14 18 4 100
Svíþjóð 40 19 21 20 100
Þýskaland 46 49 6 100