Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Blaðsíða 53
55
Jón Rúnar Sveinsson
Hæg þróun verkamannabústaðanna
Verkamannabústaðirnir voru fyrsta skipulega opinbera húsnæðisátakið í þágu íbúa þéttbýlis
staða á Íslandi.2 Ýmislegt varð þó þess valdandi að byggingar þeirra urðu aldrei umfangs
miklar og voru lengst af aðeins jaðarfyrirbæri í fremur fábreyttri íslenskri húsnæðisflóru.
Þessu olli ekki síst heimskreppa fjórða áratugarins, sem skall á í þann mund sem lögin um
verkamannabústaði voru samþykkt. Vissulega tókst að koma málinu í gegn á Alþingi áður en
heimskreppan skall á, en á hinn bóginn er einnig sennilegt að kreppan hafi dregið úr bygg
ingum á vegum þeirra byggingarfélaga sem stofnuð höfðu verið, einkum þó er leið á fjórða
áratuginn. Einnig stóð verulegur styr um áhrif verkalýðsflokkanna innan byggingarfélaganna,
sem náðu hámarki þegar félagið sem Héðinn Valdimarsson stýrði í Reykjavík, Byggingar
félag alþýðu, var svipt byggingarrétti, sem færður var til nýs Byggingarfélags verkamanna þar
sem Guðmundur Í. Guðmundsson, síðar utanríkisráðherra, var formaður (Ingólfur Kristjáns
son, 1964). Atburðir þessir urðu eftir að Héðinn Valdimarsson hafði yfirgefið Alþýðuflokkinn
árið 1938 og gengið til liðs við nýstofnaðan Sósíalistaflokk.
Í töflu 2 má sjá yfirlit yfir byggingar verkamannabústaða frá 1930 til 1990 og síðan
byggingar félagslegra eignaríbúða 1990-1998.
Taflan sýnir að uppbygging verkamannabústaðanna var tiltölulega hæg fyrstu þrjá
áratugina. Árabilið 1931-1940 voru þannig byggðar rúmlega 200 íbúðir í verkamannabústöð-
um, á sama tíma og byggðar voru vel á sjötta þúsund íbúðir á landinu öllu. Verkamanna-
bústaðir náðu (sjá 4. dálk töflunnar) að verða 4% allra nýrra íbúðabygginga landsmanna á
fjórða áratugnum, 4,6% á þeim fimmta og 3,5% á þeim sjötta. Síðasti dálkur töflu 2 sýnir
hvernig hlutfall verkamannabústaðanna hækkar smátt og smátt sem hlutfall alls húsnæðis
landsmanna á hverjum tíma. Undir lok sjötta áratugarins var það aðeins orðið sem svaraði til
2,4% alls húsnæðisins.
Uppbygging verkamannabústaðanna var þannig frekar hæg lengi framan af. Leiða má
að því sterkar líkur að byggingarstarfsemi byggingarsamvinnufélaga hafi á sama tíma verið að
minnsta kosti af svipuðu umfangi, en um hana skortir heildstæðar tölfræðilegar upplýsingar.
Byggingarsamvinnufélögin voru oft stofnuð af stéttarfélögum og þar með tengd verkalýðs
hreyfingunni sterkum böndum, ekki síður en einstök byggingarfélög verkamanna. Sem dæmi
um byggingarsamvinnufélag sem um árabil starfaði af miklum krafti má nefna Byggingarsam
vinnufélag prentara, en það stóð fyrir byggingu 192 íbúða á árunum 1945-1959 (Ingi Rúnar
Eðvarðsson, 1997).
Samkvæmt yfirliti Jóns Blöndals yfir starfsemi byggingarfélaga verkamanna til ársins
1941 (Jón Blöndal, 1942) höfðu þá verið byggðir verkamannabústaðir fyrir rúmar 3 milljónir
króna. Á sama tíma var um 5 milljónum króna varið til byggingar og endurbyggingar
íbúðarhúsa í sveitum landsins (Steingrímur Steinþórsson, 1942). Þá námu heildarlánveitingar
Veðdeildar Landsbanka Íslands til íbúðabygginga á landinu öllu 14 milljónum króna ára-
tuginn frá 1930 til 1940 (Landsbanki Íslands, 1960). Hlutdeild verkamannabústaða var því
21,4% af öllum lánveitingum. Um 1960 höfðu innan við 1000 íbúðir verið byggðar í
verkamannabústöðum og er ljóst að er hér var komið sögu voru stóðu Íslendingar langt að
baki hinum Norðurlöndunum við uppbyggingu félagslegra húsnæðisúrræða.