Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Blaðsíða 1

Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Blaðsíða 1
 3 Fyrsta árgangi fylgt úr hlaði Frá ritstjórum Félagsfræðingafélag Íslands var stofnað 30. nóvember árið 1995. Allt frá stofnun félagsins dreymdi félagsfræðinga um það að hefja útgáfu á fræðitímariti sem fjallaði um íslenskt þjóð- félag. Sá draumur er nú orðinn að veruleika, eftir nokkurra ára undirbúningsstarf. Fyrsta rit- stjórnin kemur frá Háskólanum á Akureyri og er ætlunin að ritstjórnin færist á milli háskóla- stofnana á þriggja ára fresti. Fyrsti árgangur verður prentaður og fá félagsmenn í Félagsfræð- ingafélaginu eintak, en jafnframt er tímaritið öllum opið á vefslóðinni www.thjodfelagid.is. Stefna tímaritsins Íslenska þjóðfélagið er að efla rannsóknir og fræðilega umræðu um íslenskt þjóðfélag sem félagsfræðilegt viðfangsefni. Því er ætlað að vera fremsta tímaritið á sérsviði íslenskra þjóðfélagsrannsókna og er það ritrýnt samkvæmt sömu kröfum og tíðkast meðal viðurkenndra alþjóðlegra tímarita í félagsvísindum. Íslenska þjóðfélagið er vettvangur fyrir fjölbreytilegar rannsóknir á íslenska þjóðfélaginu og er opið öllum sérsviðum félags- fræðinnar og öðrum greinum félagsvísindanna sem hafa íslenskan félagsveruleika að við- fangsefni. Þar má nefna stjórnmálafræði, mannfræði, þjóðfræði, afbrotafræði og kynjafræði. Tímaritið er jafnframt opið fyrir framlögum fræðimanna úr öðrum fræðigreinum (t.d. land- fræði, sagnfræði, menningarfræði eða hagfræði) sem aukið geta skilning á íslenska þjóðfélag- inu sem félagsfræðilegu viðfangsefni. Það ætti ekki að koma á óvart að allar greinar hins fyrsta árgangs tímaritsins snerta kreppu og efnahagshrun með einum eða öðrum hætti. Svo mjög hefur efnahagshrunið breytt venjum, lífsviðurværi og stjórnmálaskoðunum að fyrir þá sem fjalla um samfélagsmál er ógerlegt annað en að gera þessum stórstígu breytingum skil í rannsóknum sínum. Grein Guðmundar Ævars Oddssonar fjallar um stéttavitund Íslendinga í kjölfar efnahags­ hrunsins haustið 2008. Niðurstöður hans benda til þess að stéttavitund á Íslandi sé töluvert mikil. Flestir kannast við stéttarheiti og eru fúsir til þess að segja til um hvaða þjóðfélagsstétt þeir telja sig tilheyra. Í samræmi við kenningar um viðmiðunarhópa benda niðurstöðurnar til þess að Íslendingar hafi ríka tilhneigingu til að sjá sig í „millistétt“. Þá hafa Íslendingar meiri „millistéttarsýn“ á eigin stéttarstöðu og sjá hana almennt hærra í stéttarkerfinu en flestar aðrar þjóðir. Þorgerður Einarsdóttir skoðar í grein sinni þegnrétt og kyngervi í okkar samtíma í samanburði við tímabilið við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar. Í greininni er leitast við að draga fram hliðstæður þessara tímaskeiða en einnig hugmyndarof og uppbrot í því skyni að skilja okkar eigin samtíma. Skoðuð er samfélagsleg þátttaka og hlutdeild kvenna og hvaða menn­ ingarlegu hugmyndir hafa legið þar til grundvallar. Með því að skoða þá farvegi sem þegnrétti kvenna hefur verið beint í er hægt að skilja betur þversagnakennd kynjatengsl samtímans og hvaða lærdóm er hægt að draga af sögunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.05.2010)
https://timarit.is/issue/441905

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.05.2010)

Aðgerðir: