Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Blaðsíða 16

Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Blaðsíða 16
 18 löndum. Það að Ísland er þróað jafnaðarþjóðfélag skýrir þetta að stórum hluta (Evans og Kell- Kelley, 2004). Aðrar mögulegar skýringar á „millistéttar-tilhneigingu― Íslendinga eru eftirfarandi: Svarendur forðast „gildishlaðin― stéttarheiti á borð við „verkalýðsstétt―. Í öðru lagi gæti það að velja aðra hvora millistéttina verið leið svarenda til þess að samsama sig ekki ákveðinni þjóðfélagsstétt eða jafnvel hafna öllu tali um þjóðfélagsstéttir (Savage, 2000). Þá bendir hlutfall þeirra sem svöruðu ekki spurningunni um huglæga stéttarstöðu til þess að goðsögnin um „stéttleysi― sé útbreiddari á Íslandi en víðast hvar annars staðar. Enn- fremur virðist sem goðsögnin lifi bestu lífi meðal þeirra sem eru ofar í stéttakerfinu. Sam- kvæmt kenningum Bourdieu (1977) er ráðandi þjóðfélagshópum hagkvæmt að halda á lofti hugmyndum sem viðhalda óbreyttu ástandi. Kreppur grafa undan hugmyndum sem þessum og gefa andstæðum hugmyndum aukinn meðbyr. Ráðandi þjóðfélagshópar reyna þó leynt og ljóst að verja hugsmíð sína ásókn og koma því þannig fyrir að hún þyki aftur „sjálfsögð― og „eðlileg“ (Bourdieu, 1977). Líklegt er að efnahagshrunið og kreppan sem fylgdi í kjölfarið hafi aukið stéttavitund frá því sem áður var. Væri það í samræmi við tilgátur og kenningar fræðimanna (t.d. Bourdieu, 1977; Centers, 1949; Jackman og Jackman, 1983). Til að fá vísbendingu um þetta má t.a.m. horfa til almennrar orðræðu í kjölfar falls bankanna. Eftir hrun hefur almenn orð- ræða bersýnilega meiri stéttarlegan undirtón en áður og umræða um „auðstétt―, „nýríka― o.þ.h. hefur ágerst. Bourdieu vitnar í Sartre: „Orð valda usla þegar þau finna nafn yfir það sem áður var nafnlaust― (1977: 170). Fyrir vikið má ætla að tímasetning rannsóknarinnar hafi haft einhver áhrif á niðurstöður, en spurningakönnunin sem byggt er á var framkvæmd rúmum þremur mánuðum eftir að kreppan skall á. Ein takmörkun þessarar rannsóknar felst í því að spurningakönnunin náði einungis til íslensku- mælandi einstaklinga. Fólki af erlendu bergi brotnu hefur fjölgað mikið á Íslandi á undanförnum árum (Hagstofa Íslands, 2009). Stór hluti þessa fólks talar ekki íslensku og vinnur auk þess verkamanna- störf í ríkari mæli en innfæddir (Hagstofa Íslands, 2006). Hugsanlegt er að útilokun einstaklinga sem tala ekki íslensku hafi skekkt úrtakið m.t.t. verkalýðsstéttarinnar. Þetta er mikilvægt í ljósi þess að stéttavitund er mest meðal verkalýðsstéttarinnar. Skekkt úrtak gæti mögulega hafa ýkt „millistéttar-tilhneigingu― úr- taksins. Óhætt er að halda því fram að ákveðin „stéttafælni― hafi plagað íslenskar félagsvísinda- rannsóknir síðustu áratugi. Þær fáu rannsóknir sem gerðar hafa verið hérlendis síðan á áttunda áratugnum og fjalla opinskátt um þjóðfélagsstéttir eru fyrst og fremst sögulegs eðlis (t.d. Finnur Magnússon, 1986; Hermann Óskarsson, 1997; Ingólfur V. Gíslason, 1990; Jón Gunnar Grjetarsson, 1993; sjá þó Ívar Jónsson, 2008, bíður birtingar). Jafnframt hafa fæstar rann- sóknir á efnahagslegum ójöfnuði á Íslandi nútímans tekið á þjóðfélagsstéttum. Þó líta margir leiðandi fræðimenn á efnahagslegan ójöfnuð sem hornstein stéttarannsókna (Adonis og Poll- ard, 1997; Scase, 1992; Westergaard, 1995). Þetta er óheppilegt fyrir margra hluta sakir, ekki síst vegna þess að langflestar stéttarannsóknir eru gerðar í mjög stéttskiptum þjóðfélögum, s.s. Bretlandi (Marshall o.fl., 1988) og Bandaríkjunum (Gilbert, 2008). Hins vegar má halda því fram að við lærum einna mest um gangverk stéttakerfa með því að skoða þjóðfélög þar sem stéttaskipting er ekki mikil, s.s. á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.05.2010)
https://timarit.is/issue/441905

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.05.2010)

Aðgerðir: