Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Qupperneq 34

Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Qupperneq 34
 36 gerist eftir hrunið 2008. Hvað gerir það að verkum að Ísland fer úr fjórða sæti í það fyrsta eftir slíkar hremmingar? Skoðum fyrst almenna stöðu kynjanna í byrjun 21. aldar. Atvinnuþátttaka kvenna á Íslandi er með því mesta sem gerist í heiminum, eða um 78% á móti 85% hjá körlum (Hagstofa Íslands, 2010). Ísland nær þó aðeins um 0,75 stigum af 1,0 í mælingu WEF árið 2010 á efnahagslegri þátttöku og tækifærum í heild og er þar í 18. sæti. Þótt atvinnuþátttaka sé mikil verða aðrir þættir til þess að draga mælinguna niður. Þar má nefna launamun fyrir sambærileg störf og hlutfall kvenna meðal stjórnenda og embættis- manna. Hlutfall kvenna meðal sérfræðinga ýtir vísitölunni hins vegar upp, enda menntun þeirra mikil (Haussman o.fl., 2010). Íslendingar vinna langa vinnuviku og með því lengsta á byggðu bóli. Karlar á aldrinum 16-74 ára vinna um 44 stundir á viku en konur á sama aldri um 35 stundir (Hagstofa Íslands, 2010). Það er athyglisvert að konur vinni svo langa vinnu- viku þrátt fyrir að um þriðjungur þeirra sé í hlutastarfi (Hagstofa Íslands, 2004) og að konur á Íslandi eigi að meðaltali fleiri börn en konur í nokkru öðru Evrópuríki (Félags- og trygginga- málaráðuneytið, 2009). Opinber dagvistun barna er hér sambærileg við Norðurlöndin og yfir 93% forskólabarna, tveggja ára og eldri, eru á leikskóla (Hagstofa Íslands, 2010). Dagvistun er ekki í mælingum eða vísitölu WEF. Viðtekið er að hafa stjórnmálaþátttöku til marks um samfélagslega stöðu kvenna. Ísland skipar 1. sæti í mælingu WEF í stjórnmálum árin 2009 og 2010, enda þótt stigin þar árið 2010 séu einungis 0,68 af 1,0 (Hausmann o.fl., 2010). Athyglisvert er að það land sem mælist hæst á þessu sviði nái ekki hærra en svo. Sterk staða Íslands er ekki síður athyglisverð með hliðsjón af því að pólitísk staða kvenna á Íslandi hefur löngum verið öllu lakari en annars staðar á Norðurlöndum. Eins og fram kom hér að framan voru íslenskir stjórnmálaflokkar seinir að treysta konum til þingsetu og ráðherraembætta (Þorgerður Einarsdóttir og Guðbjörg Lilja Hjartardóttir, 2009). WEF mælir hlutfall kvenna á þingi og meðal ráðherra, sem og þann árafjölda síðastliðna hálfa öld sem kona hefur verið þjóðhöfðingi (Hausmann o.fl., 2010: 5). Forsetatíð Vigdísar Finnbogadóttur fleytir Íslandi hér helmingi lengra en annars staðar á Norðurlöndum, eða í 3. sæti með 0,53 stig af 1,0 (Hausmann o.fl., 2010), þrátt fyrir að íslenska forsetaembættið sé valdalaust í hefðbundnum pólitískum skilningi. Það er umhugsunarvert að menntun og heilsa eru þeir þættir þar sem kynjabilinu hefur víðast verið lokað af löndum heims, eins og það er mælt af WEF, enda mælistikan fremur þröng. Jafnvel þau lönd sem lægst standa ná næstum að loka þessu bili (Hausmann o.fl., 2010: 5). Á Íslandi hafa konur verið fleiri en karlar á háskólastigi frá árinu 1984. Menntun þeirra, mæld í útskriftum og prófgráðum úr háskóla, hefur því verið meiri en karla um árabil (Menntamálaráðuneytið, 2002; Þorgerður Einarsdóttir og Berglind Rós Magnúsdóttir, 2005). Það kemur því ekki á óvart að Ísland sé í hópi þeirra 25 landa í skýrslu WEF sem hafa lokað kynjabilinu í menntun. Í mörgum þeirra landa er menntun kvenna orðin meiri en karla, bæði í árum og gráðum talið (Hausmann o.fl., 2010). Menntun ein og sér tryggir konum hins vegar ekki völd og áhrif. Rannsóknir sýna að menntun skilar körlum lengra áleiðis en konum, hvert sem litið er í samfélagi og menningu (Þorgerður Einarsdóttir og Berglind Rós Magnúsdóttir, 2005). Þær eru í minnihluta í áhrifa- stöðum í atvinnulífi, hvort sem um er að ræða einkageirann eða opinbera geirann, meðal for- stjóra, framkvæmdastjóra, í stjórnum fyrirtækja eða stofnana. Ennfremur í opinberri stjórn- sýslu hjá félagasamtökum, meðal aðila vinnumarkaðarins, nefndum og ráðum á vegum ríkis- ins, utanríkisþjónustu, bankaráðum, dómskerfi og trúarlífi (Félags- og tryggingamálaráðu-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.