Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Blaðsíða 50
52
2008). Rit ungversk-breska félagsfræðingsins Jim Kemeny hafa haft einna mest mótandi áhrif
í þessum efnum (Kemeny, 1981, 1992, 2002).1 Kemeny hefur um þriggja áratug skeið greint
mun húsnæðiskerfa ólíkra landa, fyrst undir marxískum formerkjum en í seinni tíð í anda
félagslegrar mótunarhyggju. Áherslur Kemenys hafa verið á sundurleitni (divergence)
húsnæðiskerfa og hefur hann á þeim áratug sem nú er að líða m.a. rannsakað hin tiltölulega
stóru og samfelldu leigukerfi landa eins og Hollands, Þýskalands, Sviss og Austurríkis og
borið þau saman við sérhópalausnir leigukerfa flestra engilsaxnesku landanna.. Kemeny hefur
verið afar gagnrýninn á sjálfseignarstefnu í húsnæðismálum allt frá því að fyrsta bók hans um
húsnæðismál, The Myth of Homeownership, kom út árið 1981 (Kemeny, 1981). Hann benti
m.a. sérstaklega á þá staðreynd að ríki sem búa við lökust velferðarkerfi eru oft þau lönd sem
lagt hafa mikla áherslu á sjálfseignarstefnu í húsnæðismálum. Þekktur rannsakandi velferðar
kerfa, Francis G. Castles, hefur sýnt fram á tölfræðilega marktækt samband hvað þetta varðar
(Castles, 1998).
Sterkasta rannsóknarhefðin hefur þó verið sú sem leggur áherslu á samleitni (con
vergence) húsnæðiskerfa í átt að svipuðum húsnæðislausnum, í seinni tíð einkum í áttina að
auknu vægi markaðsafla. Breski félagsfræðingurinn Michael Harloe er þekktasti fulltrúi þessa
viðhorfs (Harloe, 1995). Samleitnikenningar innan húsnæðisrannsókna eiga rætur í ákveðinni
þróunarhyggju sem oft hefur gætt innan félagsvísinda og ekki síður innan marxískrar hugs
unar. Skýr samleitnikenning um þróun húsnæðismála kemur t.d. fram strax á sjöunda áratug
liðinnar aldar hjá fræðimanni eins og David Donnison (Donnison, 1967) og síðar hjá hinum
þekkta formgerðar-marxista Manuel Castells (1977).
Á allra síðustu árum beittu fræðimenn kenningum um vegartryggð (path dependence) á
þróun húsnæðiskerfa og húsnæðistefnu ólíkra þjóðríkja. Vegartryggðarkenningar byggja í
einföldustu mynd á setningunni „sagan skiptir máli“ og beina sjónum að því hvernig flókin
tæknikerfi og söguleg þróunarferli mótast og skilyrðast af upphafsstöðu viðkomandi kerfis.
Dæmi um þetta er hvernig tölvutækni dagsins í dag býr enn að einhverju leyti við þá
hugbúnaðarþróun sem átti sér stað á fyrstu áratugum tölvutækninnar. Oftast er þó tilfært
hvernig hið svonefnda QWERTY-lyklaborð ritvéla frá 19, öld er enn við lýði, þó svo að
önnur niðurröðun bókstafanna væri mun heppilegri (Diamond, 1997; Mahoney, 2000). Ljóst
má vera að húsnæðiskerfi mismunandi landa eru mjög skýrt dæmi um vegartryggð. Í upphafi
þess áratugar sem nú er að líða beitti norrænn fræðimannahópur (sem greinarhöfundur tók þátt
í) vegartryggðarkenningunni til þess að greina hina mjög svo ólíku húsnæðisþróun Norður
landaríkjanna fimm. Þar kom í ljós að fyrri húsnæðisstefna og formgerð fyrirliggjandi
húsnæðismarkaðar og húsnæðisforða bindur hendur stjórnvalda hverju sinni við innleiðingu
breytinga og nýjunga á sviði húsnæðismála (Bengtsson, 2006b; Jón Rúnar Sveinsson, 2006).
Á Íslandi einkenndust húsnæðislausnir eftirstríðstímans lengi af öflugri sjálfsbjargar-
og séreignarstefnu. Hér á landi voru það einkum ýmis samfélagsöfl – fjölskyldan, ættingjar og
byggingarsamvinnufélög – sem leystu meginhluta húsnæðisvandans. Ríkisafskipti af hús-
næðismálum voru hér minni og komu seinna til sögunnar en í nálægum löndum. Jaðarstaða
húsnæðismála í íslenska velferðarríkinu var þannig áberandi og það var fyrst um 1990 að
uppbygging félagslegs húsnæðiskerfis að skandinavískri fyrirmynd hófst hér á landi (Jón
Rúnar Sveinsson, 1992; Húsnæðisstofnun ríkisins, 1994b). Þá hafði nýfrjálshyggjan hafist til
vegs og valda sem leiðandi hugmyndafræði víða um heim, en sú stefna hóf einmitt göngu sína
með einkavæðingu mikils hluta félagslega húsnæðiskerfisins í Bretlandi.