Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Page 4

Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Page 4
 6 Lánsama eyland, þar sem allir menn eru jafnir, en ekki grófir, ekki enn. W. H. Auden, Ísland heimsótt á ný (1964). Ein kona...neitaði að svara. Hún sagði: „Það eru bara til tvær stéttir, kurteist og kúltiverað fólk af góðum ættum og hinir.“ Hún neitaði að ræða þetta frekar því, „ég er alls ekki snobbuð“. Dóra S. Bjarnason, Jafnræði í lagskiptu samfélagi (1976). Það hafa alltaf verið til ríkir og ekki ríkir og jafnvel fátækir í þessu landi. Fyrir stuttu var samt ekki meiri munur en svo að talað var um stéttlaust samfélag. Það sjá allir að það er hlægilegt kjaftæði að halda því fram í dag. Dr. Gunni (DV 2006). Inngangur Félagsfræðingar hafa löngum verið uppteknir af hugmyndum almennings um stéttakerfi og eigin stéttarstöðu. Mikilvægustu frumkvöðlar félagsfræðinnar, Karl Marx (1972), Max Weber (1978) og Emile Durkheim (1933), settu t.a.m. allir fram kenningar sem lúta að téðum hug- myndum. Allar götur síðan hafa félagsfræðingar lagt áherslu á að rannsaka huglæga hlið stéttakerfa. Meðal rannsóknarefna eru stéttarviðhorf (Fichter, 1972), skynjun stéttaátaka (Visher, 1983), stéttavitund (Jackman og Jackman, 1983), stéttarvitund (Wright, 1989), stéttarímyndir (Kelley og Evans, 1992) og stéttarsjálfsmyndir (Edlund, 2003), svo eitthvað sé nefnt. Hins vegar hefur lítið farið fyrir rannsóknum af þessu tagi hér á landi, burtséð frá nokkrum áhugaverðum rannsóknum sem gerðar voru á áttunda áratugnum og koma inn á þetta svið (Dóra S. Bjarnason, 1974; Sigurjón Björnsson o.fl., 1977; Tomasson, 1980; Þorbjörn Broddason og Webb, 1975). Hérlendis hefur auk þess ekki tíðkast að leggja fyrir sígildar spurningar alþjóðlegra viðhorfskannana um „huglæga stéttarstöðu― (Centers, 1949), m.ö.o. að spyrja svarendur hvaða þjóðfélagsstétt þeir tilheyra. Í ár urðu þó ákveðin tímamót hvað þetta varðar með þátttöku Íslands í alþjóðlegu viðhorfskönnuninni International Social Survey Programme. Í ljósi þess sem nefnt hefur verið hér að framan og örra þjóðfélagsbreytinga síðustu ára, sér í lagi mikillar aukningar efnahagslegs ójafnaðar (Arnaldur Kristjánsson og Stefán Ólafsson, 2009) og efnahagshrunsins, er löngu tímabært að bæta úr fyrrgreindri van- rækslu rannsókna á huglægri hlið íslenska stéttakerfisins. Markmið þessarar greinar er tvíþætt: Fyrst og fremst er markmiðið að skoða stéttavitund (e. class awareness) Íslendinga með því að greina svör við spurningu um huglæga stéttarstöðu sem safnað var í viðhorfskönnun í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008 (Guðni Th. Jóhannesson, 2009) og bera síðan svörin saman við sams konar svör frá 49 löndum sem tóku þátt í Alþjóðlegu lífsgildakönnuninni (e. World Values Survey) árið 2005. Í öðru lagi er ætlunin að setja fram kenningu um huglæga stéttarstöðu, sem skeytir saman kenningu Webers (1978) um þjóðfélagsstéttir og kenningum um viðmiðunarhópa (Bott, 1957; Lockwood, 1966; Merton, 1968; Stouffer o.fl., 1949). Jafnframt greini ég gögnin út frá umræddum kenninga- ramma. Að auki reifa ég tilgátu um tengsl einstaklingsvæðingar og aukinna áhrifa við- miðunarhópa á huglæga stéttarstöðu. Stéttavitund skírskotar hér til þeirrar tilhneigingar fólks að sjá þjóðfélag sitt skiptast upp í tvær eða fleiri þjóðfélagsstéttir (Rothman, 2002). Fyrsta skrefið í rannsókn á stéttavitund er því að grafast fyrir um hvort viðmælendur kannist við stéttaheiti, hvort þeir séu tilbúnir að

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.