Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Blaðsíða 4

Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Blaðsíða 4
 6 Lánsama eyland, þar sem allir menn eru jafnir, en ekki grófir, ekki enn. W. H. Auden, Ísland heimsótt á ný (1964). Ein kona...neitaði að svara. Hún sagði: „Það eru bara til tvær stéttir, kurteist og kúltiverað fólk af góðum ættum og hinir.“ Hún neitaði að ræða þetta frekar því, „ég er alls ekki snobbuð“. Dóra S. Bjarnason, Jafnræði í lagskiptu samfélagi (1976). Það hafa alltaf verið til ríkir og ekki ríkir og jafnvel fátækir í þessu landi. Fyrir stuttu var samt ekki meiri munur en svo að talað var um stéttlaust samfélag. Það sjá allir að það er hlægilegt kjaftæði að halda því fram í dag. Dr. Gunni (DV 2006). Inngangur Félagsfræðingar hafa löngum verið uppteknir af hugmyndum almennings um stéttakerfi og eigin stéttarstöðu. Mikilvægustu frumkvöðlar félagsfræðinnar, Karl Marx (1972), Max Weber (1978) og Emile Durkheim (1933), settu t.a.m. allir fram kenningar sem lúta að téðum hug- myndum. Allar götur síðan hafa félagsfræðingar lagt áherslu á að rannsaka huglæga hlið stéttakerfa. Meðal rannsóknarefna eru stéttarviðhorf (Fichter, 1972), skynjun stéttaátaka (Visher, 1983), stéttavitund (Jackman og Jackman, 1983), stéttarvitund (Wright, 1989), stéttarímyndir (Kelley og Evans, 1992) og stéttarsjálfsmyndir (Edlund, 2003), svo eitthvað sé nefnt. Hins vegar hefur lítið farið fyrir rannsóknum af þessu tagi hér á landi, burtséð frá nokkrum áhugaverðum rannsóknum sem gerðar voru á áttunda áratugnum og koma inn á þetta svið (Dóra S. Bjarnason, 1974; Sigurjón Björnsson o.fl., 1977; Tomasson, 1980; Þorbjörn Broddason og Webb, 1975). Hérlendis hefur auk þess ekki tíðkast að leggja fyrir sígildar spurningar alþjóðlegra viðhorfskannana um „huglæga stéttarstöðu― (Centers, 1949), m.ö.o. að spyrja svarendur hvaða þjóðfélagsstétt þeir tilheyra. Í ár urðu þó ákveðin tímamót hvað þetta varðar með þátttöku Íslands í alþjóðlegu viðhorfskönnuninni International Social Survey Programme. Í ljósi þess sem nefnt hefur verið hér að framan og örra þjóðfélagsbreytinga síðustu ára, sér í lagi mikillar aukningar efnahagslegs ójafnaðar (Arnaldur Kristjánsson og Stefán Ólafsson, 2009) og efnahagshrunsins, er löngu tímabært að bæta úr fyrrgreindri van- rækslu rannsókna á huglægri hlið íslenska stéttakerfisins. Markmið þessarar greinar er tvíþætt: Fyrst og fremst er markmiðið að skoða stéttavitund (e. class awareness) Íslendinga með því að greina svör við spurningu um huglæga stéttarstöðu sem safnað var í viðhorfskönnun í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008 (Guðni Th. Jóhannesson, 2009) og bera síðan svörin saman við sams konar svör frá 49 löndum sem tóku þátt í Alþjóðlegu lífsgildakönnuninni (e. World Values Survey) árið 2005. Í öðru lagi er ætlunin að setja fram kenningu um huglæga stéttarstöðu, sem skeytir saman kenningu Webers (1978) um þjóðfélagsstéttir og kenningum um viðmiðunarhópa (Bott, 1957; Lockwood, 1966; Merton, 1968; Stouffer o.fl., 1949). Jafnframt greini ég gögnin út frá umræddum kenninga- ramma. Að auki reifa ég tilgátu um tengsl einstaklingsvæðingar og aukinna áhrifa við- miðunarhópa á huglæga stéttarstöðu. Stéttavitund skírskotar hér til þeirrar tilhneigingar fólks að sjá þjóðfélag sitt skiptast upp í tvær eða fleiri þjóðfélagsstéttir (Rothman, 2002). Fyrsta skrefið í rannsókn á stéttavitund er því að grafast fyrir um hvort viðmælendur kannist við stéttaheiti, hvort þeir séu tilbúnir að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Íslenska þjóðfélagið

Undirtitill:
Tímarit Félagsfræðingafélags Íslands
Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-875X
Tungumál:
Árgangar:
15
Fjöldi tölublaða/hefta:
20
Gefið út:
2010-í dag
Myndað til:
2024
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Félagsfræði Ritrýndar greinar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.05.2010)
https://timarit.is/issue/441905

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.05.2010)

Aðgerðir: