Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Blaðsíða 72

Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Blaðsíða 72
 74 mála er ólík á milli þessara landa. Í bandarískum dagblöðum er oft fjallað um geðræn vanda- mál sem einstaklingsbundin vandamál. Aftur á móti eru íslensk dagblöð líklegri til að ræða geðræna erfiðleika sem samfélagslegt vandamál. Þá er dagblaðaumfjöllun í Þýskalandi oft tiltölulega hlutlaus þegar fjallað er um geðræn vandamál. Leiða má að því líkum að viðhorfin til geðrænna vandamála séu neikvæðust þar sem umfjöllunin er þess eðlis að einstaklingarnir sem við þau glíma eigi sjálfir sök á ástandi sínu. Tilgáta 3: Viðhorf gagnvart einstaklingum með þunglyndi og geðklofa eru neikvæðari í Bandaríkjunum en á Íslandi og í Þýskalandi. Áhrif bakgrunnseinkenna á fordóma og neikvæð viðhorf Þrátt fyrir að áhersla okkar sé á mun á milli landa og áhrif læknisfræðilegra skýringa á viðhorf hafa fyrri rannsóknir sýnt að mikilvægt er að stjórna fyrir bakgrunnseinkennum þess sem svarar og þess sem er lýst. Link og Phelan (2001) benda á að vald móti þau ferli sem mynda fordóma og smán. Rannsóknir hafa verið misvísandi varðandi áhrif bakgrunnseinkenna, en svo virðist sem einkenni bæði þeirra sem dæma og þeirra sem eru dæmdir skipti að minnsta kosti einhverju máli (Martin o.fl., 2000). Talið er að einstaklingar sem tilheyra hópum sem eru í litlum metum í samfélaginu séu líklegri til að fá á sig neikvæðan dóm frá öðrum (Martin o.fl., 2000; Scheff, 1966). Þannig eru einstaklingar sem tilheyra félagslegum minnihluta oft dæmdir harðar en aðrir (Schnittker, 2000). Þá hafa rannsóknir sýnt að fólk hefur oft minni fordóma gagnvart konum en körlum (Martin o.fl., 2007). Rannsóknir hafa sýnt að yngri einstaklingar hafa minni fordóma en þeir sem eldri eru (Fosu, 1995). Einnig hafa konur oft og tíðum minni fordóma en karlar (Martin o.fl., 2000; Martin o.fl., 2007; Schnittker, 2000) og þá minnka fordómar fólks eftir því sem menntunarstig þess hækkar (Bhugra, 1989). Þess ber þó að geta að rannsóknir hafa sýnt mun minni áhrif bakgrunnseinkenna á fordóma en búast mætti við, en almennt skýra hugmyndir einstaklinga um geðræn vandamál, eðli þeirra og orsakir mun meira af fordómum en bakgrunnseinkenni (Martin o.fl., 2000; Martin o.fl., 2007; Sigrún Ólafsdóttir og Pescosolido, 2009). Þótt við búumst ekki við miklum áhrifum bakgrunnseinkenna er engu að síður mikilvægt að stjórna fyrir áhrifum þeirra. Aðferð og gögn Spurningalistakönnun var lögð fyrir líkindaúrtak fullorðinna Íslendinga (18 ára og eldri) á tímabilinu frá ágúst 2006 til janúar 2007. Um er að ræða heimsóknarkönnun sem þýðir að sér- þjálfaðir spyrlar heimsóttu alla þátttakendur og tóku við þá stöðluð viðtöl. Úrtakið var valið með klasaaðferð eins og iðulega er gert í viðtalsrannsóknum þar sem spyrlar þurfa að heim- sækja þátttakendur. Á höfuðborgarsvæðinu var þó einfalt tilviljunarúrtak valið úr þjóðskrá, en 12 klasar voru valdir af handahófi sem fulltrúar fyrir svæði utan höfuðborgarsvæðisins. Handahófsval á klösunum grundvallaðist á stærð og staðsetningu byggðarkjarna. Skipting milli höfuðborgarsvæðisins og annarra svæða var höfð hlutfallslega rétt miðað við fjölda í þýði (ekki þarf að vega niðurstöður). Endanlegur fjöldi svarenda var 1030 og var svarhlut- fallið í könnuninni því um 71%. Um 52% svarenda voru konur (hlutfallslegur fjöldi kvenna í heildarmannfjölda 18 ára og eldri á Íslandi árið 2006 var um 50%). Endanlegur fjöldi svarenda í Þýskalandi var 1255 (63% svarhlutfall) og 1425 í Bandaríkjunum (67% svar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Íslenska þjóðfélagið

Undirtitill:
Tímarit Félagsfræðingafélags Íslands
Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-875X
Tungumál:
Árgangar:
15
Fjöldi tölublaða/hefta:
20
Gefið út:
2010-í dag
Myndað til:
2024
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Félagsfræði Ritrýndar greinar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.05.2010)
https://timarit.is/issue/441905

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.05.2010)

Aðgerðir: