Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Side 12

Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Side 12
 14 heimilistekjur sjá sig í efri millistétt, en einungis 2% sjá sig í verkalýðsstétt. Til samanburðar segjast 29% svarenda frá heimilum með 250 þúsund krónur eða minna í heimilistekjur vera í efri millistétt og sama hlutfall kveðst vera í verkalýðsstétt. Líklegast er svipað uppi á ten- ingnum með hópinn með lægstu heimilistekjurnar og hjá hópnum með lægstu einstaklings- tekjurnar, þ.e. að hlutfall þeirra sem velja efri millistétt sé hærra en efni standa til. Í hópnum með næstlægstu heimilistekjurnar velja 22% efri millistétt. Aðeins 4% svarenda með háskólamenntun segjast vera í verkalýðsstétt, samanborið við 38% þeirra sem hafa einvörðungu skyldunám að baki. Meirihluti (55%) háskólamenntaðra skipar sér í efri millistétt. Á móti segist ríflega þriðjungur (36%) svarenda með framhalds- skólamenntun vera í efri millistétt og sama á við um fimmtung (21%) þeirra sem hafa einungis lokið skyldunámi. Mikill meirihluti háskólamenntaðra (96%) og þeirra með fram- haldsskólamenntun (89%) segist vera í annarri hvorri millistéttinni. Loks segjast 62% svar- enda með skyldumenntun vera í annarri hvorri millistéttinni. Í töflu 3 er einnig notast við þriggja stétta líkan og eru svör greind eftir búsetu (höfuðborgarsvæði/landsbyggð), aldri (40 ára og eldri/39 ára og yngri) og kyni. Marktækur munur er á svörum eftir búsetu og aldri, en ekki eftir kyni. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru mun líklegri (43%) til þess að sjá sig í efri millistétt en fólk á landsbyggðinni (28%). Að sama skapi skipar landsbyggðarfólk sér í miklu ríkari mæli (27%) í verkalýðsstétt en íbúar höfuðborgarsvæðisins (11%). Sama hlutfall (46%) telur sig til neðri millistéttar. Nokkur munur er á því eftir aldri hvernig svarendur skipa sér í stétt (sjá töflu 3). Munar þar mest um að 40 ára og eldri eru nær tvöfalt líklegri (23%) til þess að telja sig tilheyra verkalýðsstétt en þeir sem eru 39 ára og yngri (12%). Á hinn bóginn segist 51% yngri aldurs- hópsins vera í neðri millistétt en 41% þeirra sem eldri eru. Lítill munur er á dreifingu svara eftir kyni. Þess mætti þó helst geta að 21% karla telur sig til verkalýðsstéttar á móti 15% kvenna. Sem fyrr segir er þó munur á svardreifingu eftir kyni ekki tölfræðilega marktækur. Strax eftir að hafa lagt fyrir spurninguna um huglæga stéttarstöðu voru spyrlarnir sjálfir spurðir eftirfarandi spurningar: Benti eitthvað til þess að svarandinn misskildi eða ætti í erfið- leikum með að skilja stéttarheitin? Spyrlarnir mátu það svo að mikill meirihluti (81%) hefði ekki átt í neinum erfiðleikum með að skilja stéttarheitin. Þessi niðurstaða er í góðu samræmi við sambærilegar rannsóknir (t.d. Jackman og Jackman, 1983) og gefur góða vísbendingu um skilning svarenda. Miðað við upprunalega fimm stétta líkanið voru þeir sem skipuðu sér annað hvort í undirstétt eða yfirstétt í mestum erfiðleikum að skilja stéttarheitin. Sú niðurstaða rennir frekari stoðum undir þá ákvörðun að notast við þriggja stétta líkanið. Að sama skapi átti um fimmt- ungur þeirra sem völdu neðri millistétt í erfiðleikum. Ástæða þessa gæti að hluta verið sú að forskeytið „neðri― er stundum notað í neikvæðri merkingu meðal almennings þegar þjóð- félagsstéttir ber á góma. Slíkt getur gert fólk hikandi við að nota stéttarheiti af þessu tagi. Samanburður við önnur lönd Í þessum hluta eru niðurstöðurnar fyrir Ísland bornar saman við sambærilegar niðurstöður úr Alþjóðlegu lífsgildakönnuninni sem framkvæmd var árið 2005. Í þessum hluta er notast við fimm stétta líkan.

x

Íslenska þjóðfélagið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.