Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Side 86

Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Side 86
 88 Um höfunda Sigrún Ólafsdóttir (sigrun@bu.edu) lauk Ph.D. prófi í félagsfræði frá Indiana háskóla árið 2007, M.A. prófi í félagsfræði frá Indiana háskóla árið 2002 og B.A. prófi í félagsfræði frá Háskóla Íslands árið 1998. Hún starfar nú sem lektor við Boston háskóla. Helstu rannsóknar- svið Sigrúnar eru heilsufélagsfræði, geðheilsufélagsfræði, stjórnmálafélagsfræði og saman- burðarrannsóknir. Jón Gunnar Bernburg (bernburg@hi.is) lauk Ph.D. prófi í félagsfræði frá háskóla New York ríkis árið 2002 og BA prófi í félagsfræði frá Háskóla Íslands árið 1996. Hann er nú prófessor í félagsfræði við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Helstu rannsóknarsvið Jóns Gunnars eru félagsleg lagskipting, frávik og afbrot og unglingsárin. VIÐAUKI 1 Persónulýsing: Þunglyndi [Jón/Anna/Somsag/Jantra] er [íslenskur/íslensk/tælensk/tælenskur], [karlmaður/kona]. Undanfarnar vikur hefur [NAFN] verið mjög niðurdregin/n. Hann/hún vaknar dapur/döpur og með íþyngjandi tilfinningu sem fylgir honum/henni allan daginn. Hann/hún hefur ekki lengur ánægju af því sem áður gladdi hann/hana. Í raun er ekkert sem færir honum/henni ánægju. Jafnvel þegar ánægjulegir atburðir gerast virðist það ekki gleðja [NAFN]. Meira að segja smávægilegustu verkefni eru honum/henni erfið. Hann/hún á erfitt með að einbeita sér. Hann/ hún er orkulaus og getur ekki gert hluti sem hann/hún er vanur/vön að gera. Jafnvel þótt [NAFN] sé þreyttur/þreytt á hann/hún erfitt með að sofa á næturnar. [NAFN] finnst hann/hún vera einskis verður/verð, á erfitt með að koma einhverju í verk og hann/hún er með samviskubit. Fjölskylda [NAFN] hefur tekið eftir því að hann/hún hefur litla matarlyst og hefur lést. Hann/hún hefur fjarlægst þau og vill ekki ræða málin. Persónulýsing: Geðklofi [Jón/Anna/Somsag/Jantra] er [íslenskur/íslensk/tælensk/tælenskur], [karlmaður/kona]. Lífið gekk sinn vanagang hjá [NAFN] þar til fyrir ári síðan. En þá tóku hlutirnir að breytast. Honum/henni fannst fólk vera á móti sér og baktala hann/hana. [NAFN] var sannfærð/ur um að verið væri að njósna um hann/hana og að fólk heyrði hvað hann/hún hugsaði. [NAFN] missti löngun til þess að fara í vinnuna og vera með fjölskyldunni og lokaði sig af heima hjá sér og endaði á því að vera mjög mikið einn/ein heima hjá sér. [NAFN] varð svo upptekin af hugsunum sínum að hann/hún sleppti úr máltíðum og hætti að baða sig reglulega. Á nóttunni, þegar annað fólk svaf, gekk hann/hún um gólf heima hjá sér. [NAFN] heyrði raddir þó enginn annar væri nálægur. Raddirnar sögðu honum/henni hvað hann/hún ætti að gera og hugsa. Þetta ástand hefur nú varað í sex mánuði. Persónulýsing C: Astmi (samanburðarhópur) [Jón/Anna/Somsag/Jantra] er [íslenskur/íslensk/tælensk/tælenskur], [karlmaður/kona]. [NAFN] hefur lengi átt við öndunarerfiðleika að stríða. [NAFN] fær oft hóstakast á næturnar

x

Íslenska þjóðfélagið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.