Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Blaðsíða 28

Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Blaðsíða 28
 30 út til að ná til kynjavíddarinnar í táknrænum, menningarlegum og félagslegum skilningi. Kyngervi byggjast á menningarlegum hugmyndum um kvenleika og karlmennsku sem í senn eru skapaðar og skapandi (Scott, 1996). Kyngervi móta sjálfsmynd okkar, athafnir og hugsun en einnig samfélagslegar stofnanir og menningarástand. Kyngervi tengjast því ekki bara fólki heldur geta einnig tofnanir, stjórnkerfi og samfélagsleg fyrirbæri haft kyngervi. Í þessum skilningi hafði íslenska útrásin og fjármálakerfið fyrir hrun kyngervi (Þorgerður Einarsdóttir, 2010; Þorgerður Einarsdóttir og Gyða Margrét Pétursdóttir, 2010). Merking hugtakanna kvenleiki og karlmennska er lifandi og breytileg en í okkar heimshluta hvíla kyngervin þó á grunni vestrænnar heimspeki sem hefur tengt kvenleika við tilfinningar og náttúru en karlmennsku við skynsemi og rökhyggju (sjá t.d. Guðnýju Gústafsdóttur, 2009). Kynjaumræðan snýst að þessu leyti bæði um fjölda fólks af hvoru kyni, t.d. að bæði kyn komi að stjórnun og ákvarðanatöku, en einnig um inntak hugmynda. Þegar Kvenréttindafélagið fór fram á nýja bjargráðanefnd árið 1917 sem skipuð yrði bæði konum og körlum var í reynd bæði horft til höfðatölu og hugmynda. Konurnar kröfðust hlutdeildar sem hópur en ekki bara til að vera með heldur af því að þær töldu að það vantaði tiltekna þekkingu sem nauðsynleg væri fyrir farsæla uppbyggingu samfélagsins. Í kynjafræðilegum skilningi er grundvallaratriði að þetta tvennt fari saman. Þótt konur hafi verið útilokaðar frá tilteknum samfélagskerfum er ekki þar með sagt að nærvera þeirra ein og sér breyti hlutunum sjálfkrafa, slíkt væri að eðlisgera eiginleika kynjanna. Reynslan sýnir að konur jafnt sem karlar taka mið af umhverfi sínu og þeim gildum og viðmiðum sem fyrir eru. Konur sem ganga gagnrýnislaust til liðs við ráðandi gildi og ríkjandi kerfi verða nokkurs konar afsökun fyrir óbreytt ástand. Barátta kvennahreyfinga snýst því sjaldan einungis um höfðatölu heldur líka um efnisleg rök og innihald hugmynda. Sama gildir um kynjafræðilega greiningu, með henni er rýnt í valdatengsl og lýðræði og skoðað hvernig sjónarmiða kvenna og jaðarhópa er gætt. Þegnréttur. Þegnréttur er margþætt hugtak sem notað er til að skýra og skilja forsendurnar fyrir fullri aðild einstaklinga að samfélagi. Marshall fjallaði um þróun hugtaksins og gerði ráð fyrir þegnrétti sem þátttöku á markaði og í pólitísku, félagslegu og borgaralegu lífi (Marshall, 1950). Þegnréttur nær yfir lagalega og samfélagslega stöðu, réttindi og skyldur og þátttöku, en einnig ástand, athafnir og sjálfsmyndir (Halsaa, 2009; Lister, 1997). Þegnréttur snýst um tengsl borgaranna og ríkisvaldsins en einnig tengsl borgaranna innbyrðis. Þegnréttur er víðara hugtak en borgararéttur og felur í sér samspil milli einstaklinganna og hinna samfélagslegu stofnana, á formlegum vettvangi sem óformlegum, opinbera sviðinu og einkasviðinu. Í reynd má segja að þegnrétturinn varpi ljósi á þann sáttmála sem skýrir hverjir eiga fulla aðild að samfélaginu hverju sinni, hvaða bjargir og forréttindi falla í hlut hverra (Siim, 2000). Í nýrri rannsóknum hefur þegnréttarhugtakið gjarnan verið sundurgreint í smærri einingar. Í evrópska rannsóknarnetverkinu FEMCIT, Gendered Citizenship in Multicultural Europe, er hugtakið t.d. greint í sex svið, þ.e. pólitískt, efnahagslegt, félagslegt, etnískt/ trúarlegt, svið líkamleikans (e. bodily dimension) og persónulegt svið, og þau skoðuð hvert fyrir sig (Halsaa, 2008). Í umfjölluninni hér á eftir verður leitast við að tefla saman hinum ýmsu sviðum þegnréttarhugtaksins, þ.e. samfélagslegri stöðu kvenna í mismunandi birtingarmyndum. Rýnt verður í atvinnuþátttöku kvenna, menntun og menningarlegar birtingarmyndir kvenleikans og skoðað hvernig þessir þættir ríma við pólitíska stöðu, félagslega virkni og gerendahæfni. Með þessu er opnað fyrir nýja sýn á kynjatengsl og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Íslenska þjóðfélagið

Undirtitill:
Tímarit Félagsfræðingafélags Íslands
Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-875X
Tungumál:
Árgangar:
15
Fjöldi tölublaða/hefta:
20
Gefið út:
2010-í dag
Myndað til:
2024
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Félagsfræði Ritrýndar greinar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.05.2010)
https://timarit.is/issue/441905

Tengja á þessa síðu: 28
https://timarit.is/page/8199494

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.05.2010)

Aðgerðir: