Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Side 70

Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Side 70
 72 Erlendar rannsóknir benda til þess að geðsýkisstimplun feli í sér sterka tengingu við neikvæðar staðalmyndir. Til að mynda hafa rannsóknir sýnt að fólk er líklegra til að telja þá sem glíma við geðræn vandamál hættulega en þá sem þjást af líkamlegum vandamálum. Þessi tenging á sér stað í hugum fólks jafnvel þótt það viti ekkert um tiltekinn einstakling annað en það að hann eða hún hafi átt við geðræn vandamál að stríða (Link og Phelan, 2001). Rann- sóknir benda enn fremur til þess að geðsýkisstimplun feli í sér aðskilnað á milli „okkar― og „þeirra“ (Devine o.fl.1999; Morone, 1997). Slíkur aðskilnaður auðveldar alhæfingar um alla sem tilheyra „þeim―, af því að þeir hafa einkenni sem geta ekki átt við um „okkur―. Þegar svona aðskilnaður nær mjög langt eru „hinir― jafnvel álitnir á mörkum þess að vera mannlegir (Link og Phelan, 2001). Til að mynda hefur verið bent á að einstaklingar með geðklofa eru iðulega kallaðir „geðklofar― en sama yrði seint sagt um fólk sem á við líkamleg vandamál að stríða; þá er frekar talað um einstaklinga með ákveðinn sjúkdóm (Estroff, 1989). Stimplun, smán og aðskilnaður skapa hættu á stöðumissi og mismunun. Þegar það opin- berast að einstaklingur á eða hefur átt við geðræn vandamál að stríða fær hann lægri virð- ingarstöðu og hætta á mismunun skapast (Cohen, 1982; Link og Phelan, 2001). Mismunun getur átt sér stað með beinum og óbeinum hætti. Einstaklingur sem legið hefur á geðdeild getur átt það á hættu að vera hafnað af vinnuveitanda þegar hann útskýrir af hverju hann vann ekkert yfir 10 mánaða tímabil, en honum getur jafnframt verið mismunað með óbeinum hætti þegar hann fær verri þjónustu í heilbrigðiskerfinu vegna þess að hann á við geðrænt vandamál að stríða en ekki líkamlegt (Link og Phelan, 2001; Schulze og Angermeyer, 2002). Þá er hætta á því að fólk sem á við geðræn vandamál að stríða forðist ýmsar félagslegar aðstæður af ótta við að upplifa mismunun, höfnun og skömm (Link og Phelan, 2001; Thoits, 1985). Rannsóknir hafa sýnt að almenningur hefur neikvæðari viðhorf gagnvart einstaklingum sem sýna einkenni þunglyndis eða geðklofa en einstaklingum sem eiga í minniháttar vand- ræðum (Martin o.fl., 2000) eða eiga við líkamleg vandamál að stríða (Pescosolido o.fl., 2008). Að auki hefur komið fram að þegar einstaklingar stimpla tiltekin einkenni sem geðrænt vandamál sýna þeir aukna fordóma (Martin o.fl., 2000). Tilgáta 1: Almenningur í löndunum þremur hefur neikvæðari viðhorf gagnvart ein- staklingum sem glíma við geðræn vandamál (þunglyndi eða geðklofa) en þeim sem glíma við líkamlegt vandamál sem ekki tengist neikvæðum staðalmyndum (astma). Læknisfræðileg nálgun og fordómar Á sjötta áratugnum héldu fræðimenn sem aðhylltust stimplunarkenningar því fram að geðræn vandamál væru félagsleg sköpun og jafnvel goðsögn (Szasz, 1960), eða í það minnsta dæmi um að valdamiklir aðilar í samfélaginu væru í stöðu til að dæma hegðun þeirra valdaminni sem frábrugðna, óviðeigandi eða geðveika (Scheff, 1966). Um 15-20 árum síðar fóru félags- fræðingar að taka „raunveruleika― vandamálsins alvarlega og fór afstaða þeirra að líkjast afstöðu læknisfræðinnar, sérstaklega eftir að læknar fóru að skilgreina geðræn vandamál sem líkamleg vandamál (Kirk og Kutchins, 1996). Sérstaklega má nefna Walter Gove (1980) sem hélt því fram að geðræn vandamál væru raunveruleg veikindi og að stimplun og smán væru einfaldlega afleiðingar afbrigðilegrar hegðunar. Þegar búið væri að ná stjórn á hegðuninni myndi smánin hverfa. Í dag telja margir, bæði innan félagsfræði og læknisfræði, að geðræn vandamál geti verið bæði af líffræðilegum og samfélagslegum toga, en að þrátt fyrir að stjórn hafi verið náð á einkennunum hverfi fordómarnir ekki (Link og Phelan, 2001).

x

Íslenska þjóðfélagið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.