Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Síða 56

Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Síða 56
 58 isins, gegn því að lánshlutfall hækkaði verulega frá því sem verið hafði. Undanfari þessara samninga voru erfiðleikar sjálfseignarkerfisins á fyrri hluta níunda áratugarins, sem segja má að hafi kristallast í kröfum húsbyggjenda á hinum fjölmenna Sigtúnsfundi þann 24. ágúst 1983. Sá fundur átti sér aðdraganda í því misgengi sem skapaðist milli þróunar raunlauna og kaupmáttar árið 1983, eftir að launahækkanir voru bannaðar með lögum samtímis því að verðlag hækkaði um 103% á tólf mánaða tímabilinu ágúst 1982 til ágúst 1983 (Hagstofa Íslands, 1997; Jón Rúnar Sveinsson, 2006, 2007). Hið nýja lánakerfi, er opnað var almenningi 1. september 1986, fól þó ekki í sér neinar sértækar aðgerðir er snertu hinn félagslega hluta húsnæðiskerfisins. Víðtækar samráðsaðgerðir ríkisvalds og verkalýðshreyfingar hér á landi á sviði hús­ næðismála áttu sér gjarnan stað ef annar hvor hinna svonefndu verkalýðsflokka, Alþýðu­ flokksins eða Alþýðubandalagsins, átti sæti í ríkisstjórn. Þetta átti við árin 1965, 1974 (þriðjungs-markmiðið) og 1980, en hins vegar ekki árið 1986. Hápunktur almennrar sam- ráðsstefnu aðila vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins birtist svo í þjóðarsáttarsamningunum árið 1990, án þess þó að sérstakar aðgerðir í húsnæðismálum tengdust þeim á nokkurn hátt. Uppstokkun tíunda áratugarins Breytingar á pólitísku umhverfi húsnæðismála urðu þess valdandi að lánakerfið frá 1986 varð ekki langlíft, því eftir að Alþýðuflokkurinn, með Jóhönnu Sigurðardóttur í sæti félags­ málaráherra, settist í ríkisstjórn sumarið 1987 var ljóst að vænta mátti verulegra breytinga. Sú varð og raunin. Þegar Jóhanna steig upp úr félagsmálaráðherrastólnum sumarið 1994 var húsnæðislöggjöfin að miklu leyti orðin allt önnur en hún hafði verið 1987. Breytingar hins almenna lánkerfis fólu í sér afnám 1986-lánakerfisins og upptöku húsbréfakerfisins í þess stað. Í stað kerfis sem fyrst og fremst var fjármagnað af lífeyrissjóðunum kom nú fyrir­ komulag sem treysti á ört vaxandi almennan fjármagnsmarkað. Gróska varð í íslenskum húsnæðisfélögum á níunda áratug 20. aldar þegar Búseti lands­ samband, Leigjendasamtökin, Öryrkjabandalagið, Sjálfsbjörg, Þroskahjálp, Samtök aldraðra, Stúdentaráð HÍ og Bandalag sérskólanema hugðu að byggingu og rekstri íbúða. Meðal þessara félaga vöktu hin nýju húsnæðissamvinnufélög mesta athygli. Þau byggðu á fyrir- myndum frá Norðurlöndunum, einkum Svíþjóð og Noregi. Það fyrsta, Búseti í Reykjavík, var stofnað í árslok 1983 og félagsmenn urðu á skömmum tíma um 2500 talsins. Annar þáverandi stjórnarflokka, Framsóknarflokkurinn, tók hugmyndum um lagabreytingar sem heimila myndu lánveitingar til hins nýja félags vel, en þær strönduðu hins vegar fyrstu misserin á harðri andstöðu hins stjórnarflokksins, Sjálfstæðisflokksins. Veruleg uppstokkun varð á þessum árum á hinum félagslega hluta íslenskra húsnæðis­ mála. Breytingarnar á því sviðu hófust árið 1988 með samþykkt laga um kaupleiguíbúðir (Stjórnartíðindi 1988, lög nr. 86). Með þeim var boðið upp á val um eign eða leigu og einnig var opnaður sá möguleiki að húsnæðissamvinnufélög þau, er stofnuð höfðu verið nokkrum árum áður, gætu fjármagnað sínar fyrstu byggingar. Áður nefnd húsnæðisfélög stofnuðu árið 1987 með sér grasrótarhreyfingu sem nefndi sig „Þak yfir höfuðið“ og þegar kom að endur- skoðun hins félagslega hluta húsnæðislöggjafarinnar 1990 áttu samtökin aðild að nefndarstarfi við gerð frumvarps um verulega breyttar áherslur félagslegra lánveitinga Húsnæðisstofnunar. Niðurstaðan af starfi nefndarinnar voru gagngerar breytingar á þeim hluta gildandi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.