Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Blaðsíða 57

Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Blaðsíða 57
 59 Jón Rúnar Sveinsson húsnæðislaga sem vörðuðu félagslegar íbúðabyggingar (Stjórnartíðindi 1990, lög nr. 90). Með þeim var í fyrsta skipti lögð áhersla á jafnræði eignarforma, þannig að nú var jöfnum höndum lánað til félagslegra leiguíbúða, kaupleiguíbúða, búseturéttaríbúða og félagslegra eignaríbúða. Þá varð sú áður nefnda breyting að í staðinn fyrir að nota orðið „verkamannabústaðir“ var tekið upp heitið „félagslegar eignaríbúðir“. Í kjölfar þessarar nýsköpunar félagslega lánakerfisins jukust félagslegar íbúðabyggingar verulega næstu árin á eftir. Bygging félagslegra eignaríbúða hélt áfram sem nam svipuðum íbúðafjölda og verið hafði í verkamannabústaðakerfinu, en nú bættust við í auknum mæli nýjar gerðir íbúða innan ramma hins félagslega lánakerfis, svo sem kaupleiguíbúðir, ýmist með án kaupréttar, leiguíbúðir sveitarfélaga, svo og búseturéttaríbúðir með ýmist almennum eða félagslegum lánakjörum. Byggingaraðilum félagslegra íbúða fjölgaði einnig verulega. Meginaðilinn til þessa höfðu verið stjórnir verkamannabústaða í þeim sveitarfélögum þar sem verkamannabústaðir höfðu verið byggðir. Eftir lagabreytinguna voru stjórnirnar lagðar af og í stað þeirra komu húsnæðisnefndir kosnar af sveitarfélögunum. Starfssvið þeirra tók til bæði eignaríbúða, kaup­ leiguíbúða og leiguíbúða sveitarfélaganna. Félagsíbúðalögin frá 1990 leiddu til verulegrar uppsveiflu í byggingu félagslegs hús­ næðis og á árunum 1987-1994 reyndust félagslegar íbúðir alls vera 36,0% af öllum íbúðum sem byggðar voru á því tímabil (Jón Rúnar Sveinsson, 1996). Þar með hafði þriðjungs­ markmið verkalýðshreyfingarinnar frá 1974 verið uppfyllt. Þeir aðilar sem komu að félags­ legum íbúðabyggingum voru nú orðnir fjölmargir, því til sögunnar var í mjög auknum mæli komin sú flóra félagasamtaka á sviði húsnæðismála sem hafði nú fengið rétt til lána úr sjóði Húsnæðisstofnunar til félagslegra lánveitinga, Byggingarsjóði verkamanna. Vorið 1994 voru samþykkt á Alþingi fyrstu lög hér á landi um húsaleigubætur (Stjórnar­ tíðindi 1994, lög nr.100).Við samningu lagafrumvarps hafði verið horft til nágrannalandanna, sem um þessar mundir voru mörg hver að taka upp stefnu sem fól í sér aukningu á sértækri húsnæðisaðstoð á borð við húsaleigubætur í stað þeirra almennu aðgerða sem einkennt höfðu eftirstríðstímann til þessa (Jón Rúnar Sveinsson, 1993). Lítill skilningur var meðal margra samráðherra Jóhönnu Sigurðardóttur í ríkisstjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks og náði sú vantrú langt inn í raðir Alþýðuflokksins (Tíminn, 1993; Dagblaðið-Vísir, 1993). Frum- varpið var þó samþykkt að lokum, en með þeim fyrirvara að allan kostnað vegna húsa- leigubótanna skyldi taka af fjárframlögum til félagslega húsnæðiskerfisins, svo ekki hlytist af aukinn kostnaður fyrir ríkissjóð. Fyrstu tvö árin skyldi húsaleigubótakerfið eingöngu vera til reynslu og var einstökum sveitarfélögum í sjálfsvald sett hvort þau tækju þátt í þessu verkefni. Raunin varð einnig sú að fjölmörg sveitarfélög kusu að standa utan húsaleigubótakerfisins er því var hrint úr vör. Sigur R-listans í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík 1994, stærsta sveitarfélagi landsins, varð þó að öllum líkindum til þess að Reykjavíkurborg ákvað að greiða út húsaleigubætur. Húsaleigubótakerfið þótti fljótlega takast vel, enda átti það eftir að verða einn af horn- steinum aukinnar áherslu á félagslegar leiguíbúðir eftir aldamótin 2000. Eftir tveggja ára reynslutímann var kerfið fest í sessi og öllum sveitarfélögum gert skylt að taka þátt í því (Stjórnartíðindi 1997, lög nr. 138).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Íslenska þjóðfélagið

Undirtitill:
Tímarit Félagsfræðingafélags Íslands
Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-875X
Tungumál:
Árgangar:
15
Fjöldi tölublaða/hefta:
20
Gefið út:
2010-í dag
Myndað til:
2024
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Félagsfræði Ritrýndar greinar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.05.2010)
https://timarit.is/issue/441905

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.05.2010)

Aðgerðir: