Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Blaðsíða 54
56
Tafla 2 Bygging verkamannabústaða 1931-1990 og félagslegra eignaríbúða 1990-1999
Athugasemdir: (1) Íbúðir byggðar af Framkvæmdanefnd byggingaráætlunar á árunum 1966-
1980 eru í heimild þeirri sem notuð var taldar með verkamannabústöðum. (2) Félagslegar
eignaríbúðir ná einnig yfir verkamannabústaði. (3) *Miðast við lok hvers tímabils.
Heimildir: Jón Rúnar Sveinsson, 2000:103, Hagstofa Íslands, 1997:376-377, Hagstofa Ís-
lands, 2010; Húsnæðisstofnun ríkisins, 1992, 1993, 1994a, 1995a, 1996, 1997, Íbúðalánasjóð-
ur, 2002.
Innreið samráðsstefnunnar
Fyrstu 10-15 árin eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar einkenndust hvarvetna af mikilli endur
uppbyggingu ýmissa grunngerðarþátta og ekki síður af pólitískum sviptivindum. Vinstri
flokkar tóku mjög víða sæti í ríkisstjórnum og róttækra hugmynda um áætlanabúskap og
þjóðnýtingu gætti langt inn í raðir jafnaðarmannaflokka á Vesturlöndum (Power, 1993;
Balchin, 1996).
Á árum síðari heimsstyrjaldarinnar hafði mjög reynt á öfluga efnahagsstýringu flestra
Evrópuríkja og áherslan verið lögð á sem mest framleiðslumagn. Þessar aðferðir nýttust eftir
lok styrjaldarinnar einnig við enduruppbygginguna og var þeim ekki síst óspart beitt við að
framleiða íbúðarhúsnæði fyrir barnmargar fjölskyldur. Lykilorðið var húsnæðisframleiðsla
því fljótlega þróuðust aðferðir fjöldaframleiðslu sem nýttar voru í hverju landinu á fætur öðru
til að ná fram metnaðfullum markmiðum um fjölda þeirra stöðluðu íbúða sem fullgerðar yrðu
á hverju ári. Frá Úralfjöllum til Atlantshafs teygðust til himins ný íbúðahverfi með kassalaga
stórhýsum í þráðbeinum röðum, sem byggð voru með færanlegum byggingarkrönum. Sú
aðferð náði til Reykjavíkur um 1970, þegar lengsta íbúðarhús á Íslandi var byggt í Efra-
Bygging
félagslegra
eignaríbúða
Íbúðabygg-
ingar alls
Hlutfall
félagslegra
eignaríbúða
Fjöldi íbúða
alls*
Hlutfall félags-
legra eignríbúða
af öllu húsnæði*
1930-40 211 5320 4,0% 23057 0,9%
1940-50 360 7893 4,6% 31058 1,8%
1951-60 396 11371 3,5% 39612 2,4%
1961-70 769 13353 5,8% 51695 3,4%
1971-80 1850 20810 8,9% 70777 5,1%
1981-80 2119 15019 14,1% 91077 6,3%
1991-00 1254 13562 9,2% 104805 6,6%
Samtals 6959 87387 8,0%