Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Blaðsíða 76
78
lýsingu á einstaklingi með geðrænt vandamál (þunglyndi eða geðklofa) og svarenda sem
fengu lýsingu á einstaklingi með astmaeinkenni. Hlutfallstölurnar (odds ratios) í líkani 4 segja
til um hvort lýsing á geðrænu vandamáli auki líkindi þess að telja einstaklinginn í persónulýs-
ingu hættulegan (í samanburði við svör þeirra sem fengu lýsingu á astmaeinkennum). Í jöfn-
unum er hugmyndum svarenda um læknisfræðilegar skýringar stjórnað, en um þær niður-
stöður er fjallað í töflu 2. Auk þess er bakgrunnseinkennum svaranda stjórnað (töflur með
heildarniðurstöðum má finna í viðauka 2).
Niðurstöður í töflu 1 sýna að geðklofaeinkenni kalla á neikvæðari viðhorf en þunglynd-
iseinkenni, en þetta sést á því að geðklofaeinkennin kalla á fleiri stig á háðu breytunum en
þunglyndiseinkenni (sá munur er tölfræðilega marktækur í nær öllum tilfellum). Enn fremur
styðja niðurstöður í töflu 1 tilgátu okkar þar sem svarendur í öllum löndunum þremur hafa
marktækt neikvæðari viðhorf gagnvart einstaklingi með þunglyndis- eða geðklofaeinkenni en
gagnvart einstaklingi með astmaeinkenni. Þetta á við um hefðbundna fordóma, neikvæðar til-
finningar, félagslega fjarlægð og hvort ógn stafi af einstaklingnum. Til dæmis kemur fram í
líkani 1 að íslenskir svarendur sem fengu lýsingu á einstaklingi með geðklofaeinkenni fá að
meðaltali 1,04 hærra á mælingunni fyrir hefðbundna fordóma en íslenskir svarendur sem
fengu lýsingu á einstaklingi með astmaeinkenni og er sá munur tölfræðilega marktækur. Svip-
aða sögu má segja af öðrum niðurstöðum í töflunni; svarendur sem fá lýsingu á einstaklingi
með þunglyndis- eða geðklofaeinkenni hafa marktækt fleiri stig á breytum sem mæla neikvæð
viðhorf, það er, þeir hafa neikvæðari tilfinningar (líkan 2), vilja meiri félagslega fjarlægð
(líkan 3) og eru líklegri til að telja einstaklinginn hættulegan (líkan 4). Sú undantekning
kemur fram að íslensku svarendarnir eru ekki marktækt líklegri til að telja að ógn stafi af
einstaklingi með þunglyndiseinkenni en einstaklingi með astmaeinkenni.
Mynd 1. Áhrif persónulýsinganna á ógn: Myndin sýnir líkindi þess að svarandi telji að
einstaklingur í persónulýsingu sé líklegur til að beita ofbeldi (útreikningar eru byggðir á
líkani 4 í töflu 1; allar stjórnbreytur fá meðalgildi í útreikningum).
0,05
0,08
0,12
0,06
0,15
0,27
0,12
0,27
0,5
0
0,1
0,2
0,3
0,4
0,5
0,6
Ísland Þýskaland Bandaríkin
Lýsing af astma Lýsing af þunglyndi Lýsing af geðklofa