Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Blaðsíða 76

Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Blaðsíða 76
 78 lýsingu á einstaklingi með geðrænt vandamál (þunglyndi eða geðklofa) og svarenda sem fengu lýsingu á einstaklingi með astmaeinkenni. Hlutfallstölurnar (odds ratios) í líkani 4 segja til um hvort lýsing á geðrænu vandamáli auki líkindi þess að telja einstaklinginn í persónulýs- ingu hættulegan (í samanburði við svör þeirra sem fengu lýsingu á astmaeinkennum). Í jöfn- unum er hugmyndum svarenda um læknisfræðilegar skýringar stjórnað, en um þær niður- stöður er fjallað í töflu 2. Auk þess er bakgrunnseinkennum svaranda stjórnað (töflur með heildarniðurstöðum má finna í viðauka 2). Niðurstöður í töflu 1 sýna að geðklofaeinkenni kalla á neikvæðari viðhorf en þunglynd- iseinkenni, en þetta sést á því að geðklofaeinkennin kalla á fleiri stig á háðu breytunum en þunglyndiseinkenni (sá munur er tölfræðilega marktækur í nær öllum tilfellum). Enn fremur styðja niðurstöður í töflu 1 tilgátu okkar þar sem svarendur í öllum löndunum þremur hafa marktækt neikvæðari viðhorf gagnvart einstaklingi með þunglyndis- eða geðklofaeinkenni en gagnvart einstaklingi með astmaeinkenni. Þetta á við um hefðbundna fordóma, neikvæðar til- finningar, félagslega fjarlægð og hvort ógn stafi af einstaklingnum. Til dæmis kemur fram í líkani 1 að íslenskir svarendur sem fengu lýsingu á einstaklingi með geðklofaeinkenni fá að meðaltali 1,04 hærra á mælingunni fyrir hefðbundna fordóma en íslenskir svarendur sem fengu lýsingu á einstaklingi með astmaeinkenni og er sá munur tölfræðilega marktækur. Svip- aða sögu má segja af öðrum niðurstöðum í töflunni; svarendur sem fá lýsingu á einstaklingi með þunglyndis- eða geðklofaeinkenni hafa marktækt fleiri stig á breytum sem mæla neikvæð viðhorf, það er, þeir hafa neikvæðari tilfinningar (líkan 2), vilja meiri félagslega fjarlægð (líkan 3) og eru líklegri til að telja einstaklinginn hættulegan (líkan 4). Sú undantekning kemur fram að íslensku svarendarnir eru ekki marktækt líklegri til að telja að ógn stafi af einstaklingi með þunglyndiseinkenni en einstaklingi með astmaeinkenni. Mynd 1. Áhrif persónulýsinganna á ógn: Myndin sýnir líkindi þess að svarandi telji að einstaklingur í persónulýsingu sé líklegur til að beita ofbeldi (útreikningar eru byggðir á líkani 4 í töflu 1; allar stjórnbreytur fá meðalgildi í útreikningum). 0,05 0,08 0,12 0,06 0,15 0,27 0,12 0,27 0,5 0 0,1 0,2 0,3 0,4 0,5 0,6 Ísland Þýskaland Bandaríkin Lýsing af astma Lýsing af þunglyndi Lýsing af geðklofa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Íslenska þjóðfélagið

Undirtitill:
Tímarit Félagsfræðingafélags Íslands
Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-875X
Tungumál:
Árgangar:
15
Fjöldi tölublaða/hefta:
20
Gefið út:
2010-í dag
Myndað til:
2024
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Félagsfræði Ritrýndar greinar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.05.2010)
https://timarit.is/issue/441905

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.05.2010)

Aðgerðir: