Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Blaðsíða 51
53
Jón Rúnar Sveinsson
Upphaf verkamannabústaðanna
Það heiti sem notað var um helsta form félagslegra íbúðabygginga hér á landi, „verkamanna
bústaðir“, felur í sér skýra viðmiðum um það fyrir hverja húsnæðið var byggt. Þetta heiti var
við lýði hér á landi til ársins 1990, er tekið var upp heitið „félagslegar eignaríbúðir“, því
viðmiðunin við verkamenn þótti þá ekki lengur samrýmast breyttum hugsunarhætti og víð-
tækara hlutverki félagslegra íbúðabygginga. Fyrirmyndir erlendis frá blasa skýrt við, því á
þeim áratugum sem þéttbýlismyndun var að hefjast hér á landi höfðu byggingar leiguhús
næðis fyrir tilstuðlan eða kröfu verklýðshreyfingar eða verkalýðsflokka víða í Evrópu komist
vel á legg. Þekktastar og mestar að umfangi voru Gemeindebauten í Vínarborg á árunum eftir
fyrri heimsstyrjöldina. Alls risu af grunni um 64.000 íbúðir í eigu borgarinnar á árunum 1919-
1930 (Brantenberg, 1996). Ekki þarf að efa að t.d. fordæmi frá Vínarborg hafi haft áhrif á
Héðin Valdimarsson og stuðningsmenn hans þegar hafist var handa við smíði fyrstu verka-
mannabústaðanna á Íslandi. Guðmundur J. Guðmundsson, verkalýðsleiðtogi, sem ólst upp í
verkamannabústöðunum við Hringbraut, slær því t.d. föstu í ævisögu sinni að fordæmið frá
Vínarborg hafi verið mjög mikilvægt fyrir Héðin Valdimarsson. Guðmundur segir: „Finnbogi
[Rútur Valdemarsson] kenndi mér allt um verkamannabústaði, hvernig þeir hefðu komist á, að
Héðinn hefði fengið fyrirmyndina frá Vínarborg, en ekki frá Norðurlöndunum.“ (Ómar
Valdimarsson, 1990:55). Vart fer heldur hjá því að öflugt starf danskra byggingarfélaga, er
tengdust þarlendri verkalýðshreyfingu, hafi einnig haft áhrif á Héðin, sem var við nám í
Danmörku árin 1911-1917 (Lind og Møller, 1994; Matthías Viðar Sæmundsson, 2004).
Verkamannabústaðirnir íslensku skáru sig úr erlendum fyrirmyndum sínum að því
leyti að ekki var um að ræða leiguíbúðir. Þegar fyrstu lögin um verkamannabústaði voru sett
árið 1929 og byggingar verkamannabústaða hófust næstu ár á eftir, lék aldrei neinn vafi á því
að um væri að ræða íbúðir til eignar. Um þetta atriði var hvorki rætt – né deilt – við setningu
laganna, útleiga íbúðanna sem byggðar voru kom ekki til umræðu (Alþingistíðindi 1929B:
3320-3486).
Eigi að síður voru verkamannabústaðirnir frá upphafi markaðir þeirri samfélagshyggju
og félagshyggju sem frumkvöðlar þeirra aðhylltust. Þannig voru frá upphafi settar skorður við
sölu íbúðanna á almennum markaði. Einnig vekur athygli að á fyrstu árunum voru aðstæður
við rekstur verkamannabústaðanna um margt líkar þeim sem ríkt hefðu ef um leiguíbúðir
hefði verið að ræða. Þannig tíðkaðist það hjá bæði Byggingarfélagi alþýðu og Byggingar-
félagi verkamanna í Reykjavík að mánaðarlegar greiðslur fyrir hverja íbúð voru innheimtar af
skrifstofu félagsins og samtímis voru innheimt gjöld af öðrum kostnaðarliðum við rekstur
húsnæðisins (Héðinn Valdimarsson, 1934). Í rauninni var þarna um að ræða hliðstætt fyrir
komulag og gilt hefði um leiguíbúðir. Eignarhald húsnæðisins var þó óumdeilanlega í hönd
um íbúanna, en ekki í höndum félagasamtaka eða sveitarfélaga.
Upprunalegt félagsform verkamannabústaðanna var raunar samvinnuform, samkvæmt
fyrstu lögunum frá árinu 1929. Sú breyting á upphaflegu frumvarpi Héðins Valdimarssonar
kom inn í frumvarpið á vegferð þess á Alþingi fyrir tilstilli Framsóknarflokksins (Stjórnar
tíðindi 1929, lög nr. 45). Einungis eitt byggingarfélag í hverju sveitarfélagi átti rétt á lánum úr
Byggingarsjóði verkamanna og kom það ákvæði inn í lög um verkamannabústaði í upphafi
valdatíma „stjórnar hinna vinnandi stétta“, þ.e. Alþýðuflokks og Framsóknarflokks, eftir að
Sjálfstæðismenn í Reykjavík höfðu reynt að stofna annað byggingarfélag er nefnt var Bygg