Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Blaðsíða 26

Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Blaðsíða 26
 28 Inngangur Eftir hrunið í október 2008 stóð íslenskt samfélag á tímamótum. Þau tímamót eru einstök en eiga sér þó um margt sögulegar hliðstæður bæði hérlendis og erlendis. Kerfishrun og kreppur fela í sér versnandi kjör og staða kvenna versnar iðulega meira en karla (Katrín Ólafsdóttir, 2010). Sú spurning vaknaði hvernig þessum málum væri háttað á Íslandi. Eitt af því fyrsta sem blasti við eftir hrunið var umrót í kynjatengslum. Fljótlega heyrðust þær raddir að hrunið mætti rekja til karllægra gilda og að krafa um uppstokkun fæli í sér aukinn hlut kvenna, kvenlægra gilda og réttlætis (Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, 2009; Anna Lilja Þórisdóttir, 2010). Ný ríkisstjórn tók við völdum 1. febrúar 2009. Kynjahlutföll í henni voru jöfn og kona varð forsætisráðherra í fyrsta sinn í Íslandssögunni. Hin nýja ríkisstjórn kenndi sig við jöfnuð og kvenfrelsi, og gaf metnaðarfull fyrirheit1 sem voru áréttuð eftir kosningarnar í maí 2009.2 Strax á fyrsta ári ríkisstjórnarinnar voru lögfest nokkur baráttumál íslenskra kvennahreyfinga, svo sem bann við vændiskaupum (lög nr. 54/2009, breytingar á lögum nr. 19/1940), bann við nektardansi (lög nr. 13/2010, breytingar á lögum nr. 85/2007) og kynjakvótar í fyrirtækjum (lög nr. 13/2010, breytingar á lögum nr. 2/1995). Þessi mál eru umdeild og það er athyglisvert að þarna tóku stjórnvöld sér stöðu með sjónarmiðum róttækra femínista. Skýrsla World Economic Forum (WEF) sýndi að Ísland var með minnsta kynjabil (e. gender gap) af löndum heims tvö ár í röð, 2009 og 2010, eftir að hafa verið á eftir hinum Norðurlöndunum frá fyrstu mælingum WEF árið 2006 (Hausmann o.fl., 2010). Á sama tíma voru vísbendingar um áframhaldandi karllæg yfirráð. Í þessari grein er fjallað um hin þversagnakenndu kynjatengsl í samtíma okkar með því að setja þau í sögulegt samhengi áranna í kringum fyrri heimsstyrjöldina. Margt er líkt með þessum tíma og þeim sem við nú lifum. Miklar þrengingar gengu yfir landið á sama tíma og kvenréttindi voru talin með þeim bestu í heimi. Í greininni er leitast við að draga fram hliðstæður og samfellu en einnig hugmyndarof og uppbrot í þeim tilgangi að skilja okkar eigin samtíma. Spurt er hvað sé sameiginlegt og hvað ólíkt og í því skyni rýnt í töluleg gögn, umræður og orðræðu hvors tíma um sig. Skoðað er hvaða menningarlegu hugmyndir hafa legið til grundvallar samfélagslegri hlutdeild og þátttöku kvenna. Greinin hefst á umræðu um hugtökin kyngervi (e. gender) og þegnrétt (e. citizenship) sem mynda fræðilega umgjörð umfjöllunarinnar. Þar á eftir er fjallað um Ísland á árunum í kringum fyrri heimsstyrjöldina. Í sögulega hlutanum er byggt á frumheimildum eins og Kvennablaðinu, sem Bríet Bjarnhéðinsdóttir ritstýrði, og 19. júní, sem Inga Lára Lárusdóttir ritstýrði,3 en einnig eftirheimildum og sögulegri greiningu á tímabilinu. Þá er vikið að sam- tíma okkar og fjallað um kynjatengsl fyrir og eftir hrun. Umfjöllunin um samtíma okkar hefur skýrslu WEF um kynjabilið sem upphafsreit. Skýrslan er sett í samhengi við aðstæður í upphafi 21. aldar til að varpa ljósi á undirliggjandi hugmyndir um þegnrétt kvenna. Í umfjöllun um tímabilin tvö er byggt á fyrirliggjandi gögnum, opinberri tölfræði og fræðilegri greiningu. Í lokakafla er dregið saman hvaða lærdóm er hægt að draga af þessu fyrir framtíðaruppbyggingu íslensks samfélags. Bakgrunnur og hugtök Hugmyndin að sögulegum samanburði eru tvær keimlíkar ályktanir frá Kvenréttindafélagi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Íslenska þjóðfélagið

Undirtitill:
Tímarit Félagsfræðingafélags Íslands
Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-875X
Tungumál:
Árgangar:
15
Fjöldi tölublaða/hefta:
20
Gefið út:
2010-í dag
Myndað til:
2024
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Félagsfræði Ritrýndar greinar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.05.2010)
https://timarit.is/issue/441905

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.05.2010)

Aðgerðir: