Morgunblaðið - 25.03.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.03.1986, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ1986 lætur rannsaka dýrustu staðina VERÐLAGSSTOFNUN hefur birt samanburð á verðlagi eftir landshlutum og byggðarlögum. Sýnir hún meðal annars að ekki er mjög mikill munur á verðlagi á milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar (eða 2,8%) en aftur á móti er verulegur munur Endurskoðun á sjóða- kerfi sjávarútvegsins; Vinnslan greiði útgerðinni milliliðaiaust NEFND á vegum sjávarút- vegsráðherra undir forystu Jóns Sigurðssonar forstjóra Þjóðhagsstofnunar vinnur nú að endurskoðun á sjóðakerfi sjávarútvegsins með það fyrir augum að „draga skýrari lín- ur hvað varðar tekjuskiptingu sjávarútvegsins og losna út úr því margfalda kerfi sem nú ræður ríkjum og fáir botna í,“ eins og Jón Sigurðsson orðaði það í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins í gær. Jón sagði ekki tímabært að greina efnislega frá hugmynd- um nefndarinnar, en í meginat- riðum væri tilgangurinn að sýna það heildarverð sem útgerðin fær fyrir fískinn hjá vinnslunni og af þeirri upphæð komi síðan ákveðinn hluti tii skipta sjó- manná. Þetta yrði meðal annars gert með því að draga mjög úr greiðslum í gegnum sjóði sjávar- útvegsins og lækka eða fella niður útflutningsgjöld. Að sögn Jóns er góð samstaða í nefndinni og mun þess ekki langt að bíða að hún skili af sér. Nefndin er skipuð fulltrúum þingflokkanna, útvegsmanna, sjómanna og fískvinnslunnar. á verðlagi innan landshlutanna. Að sögn Georgs Ólafssonar verð- lagsstjóra mun verðlagsstofnun senda menn á þá staði sem skera sig úr hvað verðlag snertir til að kanna hvað valdi þvi. Almennar niðurstöður verðkönn- unarinnar eru þær að verðlag er hærra þar sem samkeppni er lítil. Sem dæmi má nefna að verðlag á Hólmavík er 5,7% hærra en á Hvammstanga og 4,1% hærra á Melrakkasléttu en á Húsavík. Sér- staka athygli vekur hátt verðlag á ísafírði, Siglufirði, Raufarhöfn og Höfn í Homafirði. Á ísafirði er vöruverð til dæmis 2,8% hærra en í Bolungarvík, á Siglufirði er vöru- verð 6,6% hærra en á Sauðárkróki og 4,6% dýrara en á Ólafsfírði og á Raufarhöfn er verðlag 7,1% hærra en á Þórshöfn. Sjá verðkönnun Verðlags- stofnunar ásamt fréttatilkynn- ingu á blaðsíðu 35. Carrington heimsækir V estmannaeyjar CARRINGTON lávarður, aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, átti viðræður við forseta íslands, frú Vígdísi Finnbogadóttur, Steingrím Hermannsson forsætisráðherra og Matthías Á. Mathiesen utanríkisráðherra í gær. Að viðræðunum loknum hélt hann í skoðunarferð til Vestmannaeyja. Meðfylgjandi mynd tók Sigurgeir Jónasson ljósmyndari Morgunblaðsins i Eyjum af Carrington og Matthíasi Á. Mathiesen utanríkisráðherra. í dag fer Carrington til Grindavíkur og í Svartsengi og hittir síðan yfirmann varnarliðsins í Keflavik, Edwin K. Anderson flotaforingja. Siðdegis heldur Carrington fréttamannafund og að honum loknum mun hann flylja erindi um „NATO og samskipti austurs og vesturs" á fundi Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs. Fundurinn verður i Súlnasal, Hótel Sögu, og verður húsið opnað kl. 17.00. Dómur kveðinn upp í Lagarfossmálinu: Dæmdir í tveggja og þriggja ára fangelsi - fyrir ólöglegan innflutning á fíkniefnum í hagnaðarskyni DÓMUR féll nýlega í Sakadómi í ávana- og fíkniefnamálum í svokölluðu Lagarfossmáli. Þrír menn hlutu dóm fyrir að reyna að smygla fíkniefnum til lands- Deila bakara: Enginn árangur af sáttafundi ENGINN árangur varð af tæp- lega tveggja stunda löngum sáttafundi í deilu Bakarasveina- f élags íslands og bakarameistara í Vinnuveitendasambandi íslands i gær. Bakarar hafa boðað verk- fall í brauðgerðarhúsum landsins frá og með 1. apríl hafi ekki tekist samningar fyrir þann tíma. Hermann G. Amviðarson, for- maður Bakarasveinafélagsins, sagði í gær að stjóm félagsins myndi væntanlega boða til félags- fundar á morgun, miðvikudag, til að ræða stöðu mála. Hann sagði að nýr sáttafundur hefði ekki verið boðaður og átti varla von á að það yrði fyrr en á annan í páskum, daginn áður en boðað verkfall á að hefjast. ins, sem þeir hugðust selja i hagnaðarskyni. Lögreglumenn og tollverðir fundu vaminginn um borð i Lagarfossi í Straums- vikurhöfn í nóvembermánuði árið 1983. Tveir mannanna höfðu annast innkaupin, og fengið þann þriðja í lið með sér til að smygla fikeniefnunum með Lagarfossi. Alls var um að ræða 5,14 kíló- grömm af hassi, 248 grömm af amfetamini og 17 grömm af kókaíni. Mennirair eru Sigurður Haukur Engilbertsson, fæddur 1958, Kristján Aðalsteinsson, fæddur 1957 og Árni Árnason, fæddur 1958. Sigurður Haukur og Kristján voru dæmdir til þriggja ára fangels- isvistar, en Ámi í tveggja ára fang- elsi. Tími í gæsluvarðhaldi dregst frá refsivistinni, 66 dagar hjá Sig- urði Hauki, 69 dagar hjá Kristjáni og 34 dagar hjá Ama. Þeim var ennfremur öllum gert að greiða 50 þúsund króna sekt í ríkissjóð, eða sæta ella 50 daga fangelsi til við- bótar. Þá voru þeir dæmdir til að greiða veijanda sínum 30 þúsund krónur hver í málsvamarlaun og sameiginlega ýmsan sakarkostnað, þar á meðal 40 þúsund krónur í saksóknarlaun til ríkisins. Töldust þeir Sigurður Haukur og Kristján brotlegir við 173. grein almennra hegningarlaga, en brot Áma varð- aði við lög um ávana- og fikniefni. Ákvörðun um áfiýjun dómsins hef- ur ekki verið tekin. Guðjón Marteinsson fulltrúi í Sakadómi í ávana- og fíkniefnamál- um kvað upp dóminn. Bankamenn: Deila um leiðréttingu vegna launaskriðs til gerðardóms ÁKVEÐIÐ hefur verið að vísa tíl gerðardóms deilu Sambands íslenskra bankamanna (SÍB) og bankanna um leiðréttingu á laun- um bankamanna vegna launa- skriðs hjá opinberam starfs- mönnum á síðasta ári. Frá þessu hefur verið sagt í fréttum í Morgunblaðinu að undanförau. í viðræðum undanfamar vikur virtist vera í sjónmáli samkomulag um 2,5% launahækkun frá 1. júní á síðasta ári en á föstudaginn til- Gúrkutíminn kominn: f slenskar gúrkur og salat á markað NÚ Er gúrkutíminn kominn, segja þeir hjá Sölufélagi garðyrkju- manna. Fyrsta íslenska grænmetið á þessu vori, gúrkur og salat, er nú komið og verður dreift í verslanir í dag. Níels Marteinsson, sölustjóri hjá sölufélaginu, sagði að gúrk- umar væru heldur seinna á ferð- inni en venjulega. Gúrkumar em seldar á 165 krónur kílóið í heild- sölu, sem þýðir að algengt smá- söluverð er á bilinu 200-220 krón- ur. Þetta er fyrsta verð og má búast við að það lækki þegar meira berst af grænmeti á mark- aðinn. Fyrsta heildsöluverðið í fyrra var 160 krónur en lækkaði ofan í 60-70 krónur þegar verðið var sem lægst um mitt sumarið. Hvert salathöfuð er á 30 krónur í heildsölu nú, en var á 25 krónur í allt fyrrasumar. Morgunblaðið/Emilta íslenskar gúrkur og salat komin f verslanir. Nfels Marteinsson sölustjóri og Sjöfn Jóhannesdóttir f Sölufélagi garðyrkjumanna með sýnishom af fslensku framleiðslunni. kynnti samninganefnd bankanna að af hálfu þeirra væri ekki hægt að gera samkomulag við SÍB um þessa leiðréttingu, að því er segir í fréttatilkynningu frá SÍB í gær. Gerðardóminum er ætlað að skila niðurstöðu innan 30 daga. Kjarasamningar bankanna og Sambands ísl. bankamanna hafa verið lausir frá 1. janúar sl. Umræð- um um kröfur SÍB hefur verið frest- að á meðan verið var að ræða áður- nefnda endurskoðun en nú munu þær fara í gang og eru óháðar deilunni um leiðréttinguna vegna launaskriðs opinberra starfsmanna á síðasta ári. Veiðibann um páska Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út reglugerð um fiskveiði- bann yfir páskana. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu skiptist fiskveiðibannið í tvennt. í fyrsta lagi er bátum undir tíu tonnum bannað að veiða frá kl. 20 22. mars til kl. 10 árdegis 1. aprfl. Þetta gildir þó ekki um grásleppuveiðar. í öðru lagi er bannað að hafa net í sjó frá kl. 20 25. mars til kl. 10 árdegis 1. apríl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.