Morgunblaðið - 25.03.1986, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 25.03.1986, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ1986 Lögreglan bauð böraum í ökuferð um miðbæinn. Fararstjórar vora Karl Ágúst Úlfsson og Eggert Þorleifsson. Um síðustu helgi efndi ferða- skrifstofan Úrval til ferða- kynningar í húsi ferðaskrifstofunn- ar við Austurvöll. Mikill fjöldi fólks nýtti sér tæki- færið og um tíma var fullt út úr dyrum. Fyrir utan skemmtu þeir Karl Ágúst og Eggert Þorleifsson. Höfðu þeir enn á ný gengið til liðs við lögregluna og óku um miðborgina í lögreglubfl með bamahópa. Vakti uppátæki þeirra mikla kátínu meðal yngn gestanna. „Á tímabili þurfti fólk frá að hverfa vegna mikillar aðsóknar," sagði Erling Aspelund forstjóri Úr- vals. „Við erum staðráðin í því að halda aðra ferðaveislu, en þurfum þá svo sannarlega að bæta við okkur húsnæði. Hér komu um 1000 manns á sunnudaginn." Hápunktur dagsins var dráttur í ferðahappdrætti Úrvals. í vinning var 3ja vikna ferð til sumarleyfís- staðarins Cap D’Agde á Miðjarðar- hafsströnd Frakklands. Ester Albertsdóttir datt í lukku- pottinn og fer hún til Cap D’Agde í sumar. Ráðgert er að halda aðra ferðaveislu í vor. Erling Aspelund afhendir Ester Albertsdóttur ferðavinning, 3ja vikna ferð til Cap D-Agde, sem henni hlotnaðist í ferðahappdrætti Úrvals. Ed og Evelyn sem gifta sig í apríl næstkomandi. Varð sex milljónum dollurum ríkari og eini munaðurinn sem hún veitti sér var ný bifreið Ekki er langt síðan sagt var frá því hér á síðunum að kona í Bandaríkjunum hefði unnið stórar fúlgur í happdrætti og reyndar stærstu fáanlegar tvisvar sinnum. Ekki reyndist unnt að birta myndir af þeirri heppnu og tilvonandi eigin- manni, en nú hafa okkur borist þær í hendur. Fyrir þá sem ekki rámar í fréttina þá vann hún fýrst tæplega 4 millj- ónir dollara og svo 1,5 milljón. Vinningurinn hefur eflaust komið sér vel. Konan sem heitir Evelyn Adams var í mörg ár á styrk hjá því opinbera því hún var atvinnu- leysingi. Það var svo fyrir skömmu að hún fékk vinnu í einni af „7- eleven“-búðunum og það var ein- mitt í þeirri verslun sem hún keypti miðana í happdrættinu. Evelyn hefur ekki verið að sóa peningunum. Eini munaðurinn sem hún veitti sér var ný bifreið. Hún vinnur ennþá í búðinni enda á til- vonandi eiginmaður hennar hana og á kvöldin stundar hún nám í háskólanum, nánar tiltekið í við- skiptafræði. Níu mánaða og í góðu jafnvægi Samantha Holmes er ekki ennþá farin að ganga enda ekki nema níu mánaða gömul. En hnátan getur auðveldlega haldið góðu jafnvægi í hendi pabbans eða á hökunni, og geri aðrir betur. PATTY HEARST OG FJÖLSKYLDA „Égnýtlífsins“ Það eru nú tólf ár síðan Patty Hearst var á forsíðum blaða vítt um veröld sem hermdar- verkamaður og bankaræningi með vélbyssu í hönd. Henni hafði verið rænt af hættulegum hermdar- verkahópi, heilaþvegin, pyntuð og varð þannig ein af hópnum. Patty Hearst er erfíngi að Hearst-útgáfufyrir- tækinu þekkta og foreldrar hennar Randolph og Catarine eyddu ótöldum milljónum í langvarandi réttarhöld sem kunnugt er til að Patty öðlaðist frelsi og borgararéttindi. En nú er Patty sem sagt orðin þrítug, gift lögreglumanninum sem gætti hennar á sínum tíma og eiga þau fimm ára dóttur. Patty sagði í viðtali sem nýlega var tek'ö- mitt er í venjubundnum farvegi og ég nýt beinlínis hvers dags.“ Foreldrar hennar voru í fyrstu andvígir ráðahagnum en hafa nú að fullu sætt sig við orðinn hlut, enda sambandið til fyrirmyndar samkvæmt því sem Patty sjálf segir. „Bemie og ég njótum þess að vera saman og eigum nú aðeins eina ósk og það er að dóttir okkar Giilian eignist systkini." „Þetta þýðir að ég verð ekki blönk í framtiðinni og dóttir mín sem er tíu ára, þarf aldrei að líða skort,“ segir Evelyn. Hópferðir í lögreglubíl á ferðahátíð Urvals
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.