Morgunblaðið - 25.03.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.03.1986, Blaðsíða 3
MORtíUNBLAÐIÐ, ÞRIEXIUDACUR25..MAR7 198G l 3í> Miklar reykskemmd- ír 1 fiolbyhshusi Akureyn. V *J MIKLAR skemmdir urðu af reyk á gungi og í tíu ibúðum í fjölbýlishúsi á Akureyri er eldur kom upp í geymslu í kjallara um miðnætti á föstudagskvöld. Fólk skaddaðist ekki og hvorki varð tjón af völdum vatns né elds. Það var um miðnætti sem slökkvi- liðið var kallað að Hjallalundi 17. Að öllum líkindum hefur kviknað í drasli í kjallaraherberginu og gífurlega reyk lagði um húsið. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins er engin loftræsting í stigagang- inum en með loftblásurum tókst að dæla reyknum út. Var það gert með því að taka loft að neðan I gegnum ganginn og blása reykn- um síðan út um svaladyr íbúð- anna. Að sögn varðstjóra var geysilegur reykur á efstu hæðinni, hann fór síðan minnkandi eftir því sem neðar dró en var aftur mjög mikill á þeirri neðstu. Fólk var ekki heima í tveimur íbúðanna og þurfti slökkviliðið að bijóta sér leið inn til að komast að reyknum. Svalir utan í húsinu eru þannig að fólk getur næsta auðveldlega gengið á milli þeirra. Oft hafa fbúar hússins bölvað svölunum - þar sem þeim hefur næði ekki fundist nóg með því að hafa þær þannig, en að sögn varðstjóra lýsti fólk því jrfir eftir að kviknaði í að nú hætti það að bölva svölun- um! Hægt var að ganga utan á húsinu yfir i næsta stigagang, frá hættusvæðinu. "■ M ......................................................................■■ —-------------------------------------------------------------------------------------------------------- i. 'I. i. Lögreglu- og slökkviliðsmenn fyrir utan húsið sem kviknaði í. MorgunWaÆi/skapti Haiigrfmaaon Sigríður Eiríksdótt- ir hjúkrun- arkona látin Látin er i Reykjavík Sigriður Eiríksdóttir hjúkrunarkona á 92. aldursári. Hún lést á öldrunar- lækningadeild Landspítalans sunnudaginn 23. mars sl. Sigríður Eiríksdóttir var mikill brautryðjandi í hjúkrunar- og heiisuvemdarmálum. Hún lauk námi í Danmörku 1921. Formaður Hjúkrunarfélags íslands var hún á árunum 1924—60 eða samfellt í 36 ár og ritstjóri og ábyrgðarmaður tímarits félagsins í áraraðir. Fyrir utan merk störf hér á landi tók hún virkan þátt í norrænu og alþjóðlegu samstarfi, var m.a. for- maður Samvinnu norrænna hjúkr- unarfræðinga 1939—46. Hún var heiðursfélagi allra hjúkrunarfélaga á Norðurlöndum og var m.a. sæmd Floreiice Night- ingale-orðu Alþjóða Rauða krossins 1949 fyrir störf í þágu heilbrigðis- mála. Sigríður Eiríksdóttir var gift Finnboga Rúti Þorvaldssyni, pró- fessor, og áttu þau tvö böm. Dóttir þeirra er Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands. Vona að Davíð Schev- ing sé ekki orðinn mikill sósíalisti — segir Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra MORGUNBLAÐIÐ leitaði álits Þorstein Pálssonar fjármálaráð- herra á ummælum Davíðs Schev- ings Thorsteinssonar forstjóra Smjörlíkis hf. um lækkun raun- vaxta. Davíð hefur lýst því yfir að hann væri reiðubúinn til að lækka vörur fyrirtækisins ef raunvextir verði lækkaðiR á ís- landi. „Ég ætla að vona að Davíð Scheving sé ekki orðinn svo mikill sósíalisti, að hann haldi að það sé hægt að lækka raunvexti með einu pennastriki," sagði Þorsteinn Páls- son fjármálaráðherra. Eyðsla frá 3,8 Itr. pr. 100 km. (sparakstur BÍKR). Verð frá kr. 279.500.- (3d. GL) (gengi 11.3. ’86eftirverðlækkun) SUZUKI SVEINN EGILSSON HF. Skeifunni 17. Sími 685100 Ert þú að leita að sparneytnum, liprum og rúmgóðum fjölskyldubíl? Taktu þá ekki ákvörðun um kaup, fyrr en þú hefur reynsluekið nýjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.