Morgunblaðið - 25.03.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.03.1986, Blaðsíða 15
r* Ef ri'i *» ^ t- .r\, f íT-var^ 15 Oheillakráka á stiái Leiklist Bolli Gústavsson Leikfélag Akureyrar Blóðbræður eftir Willy Russel. Leikstjórn: Páll Baldvin Baldvinsson. Aðstoðarleikstjóri: Theodór Júlíusson. Leikmyndahönnun: Gylfi Gislason. Búningar: Freygerður Magnúsdóttir. Lýsing: Ingvar Björnsson. Þýðing: Magnús Þór Jónsson. Hljómsveitarstjóri: Roar Kvam. Söngleikurinn Blóðbræður eftir breska rithöfundinn og lagasmiðinn Willy Russel er löng og magn- þrungin dæmisaga. Hún greinir frá margbrotnum átökum sprottnum af sterkum tilfínningum. Móðurást- in fellur í misgreiða farvegi, hjátrú- in er auðvakin og birtist líkt og skýjakólga, sem dregur skyndilega fyrir sólu. Efnahagslegt misrétti, atvinnubrestur og stéttaskipting kveikja heift og hatur og ásamt með logandi afbrýði leiða þau til tortímingar. Maðurinn á ýmsum þroskastigum ævinnar birtist áhorf- endum í þessari athyglisverðu sýn- ingu. Hún hlýtur að höfða sterkt til okkar, er byggjum þjóðfélag þar sem misrétti, sem alls ekki sæmir hér við menningarkjör okkar íslend- inga, virðist sífellt færast í aukana í nafni þess furðulega misskilnings, sem nefndur er fíjálshyggja í dag- legu tali. Orðfæri í þessu opinskáa leikhúsverki er að vonum með misjöfnum brag, en það sem fyrst valrti athygli mína var þýðing Magnúsar Þórs Jónssonar. Virðist hann hafa náð að færa kjama fmm- málsins með ágætum jrfir á ylhýrt, íslenskt mál og með sannferðugum blæbrigðum. Hefur hann ráðið vel við mikið vandaverk. Söngljóð em vel gerð og sögumanni er lagður magnaður texti í munn sem eykur á reisn verksins, gefur því sígildan lit leikbókmennta. Þar spillir ekki framsögn Þráins Karlssonar, sem er fágæt að gæðum. Hins vegar er sönglistin veikasti hlekkur þessarar sýningar. Er hún sviplítil og lyftir ekki textunum. En hljómsveit og hljómsveitarstjórinn, Roar Kvam, gerðu hinsvegar eins mikið úr þeim efnivið, sem þeim var fenginn, og hægt var að krefjast. Þáttur þess aðila, sem fyrst átti að nefna, þ.e. leikstjórans Páls Baldvins Baldvins- sonar, er góður, en ekki snurðulaus. Hann verður að halda um ótal þræði og það þarf mikla reynslu til við- bótar góðum prófum til þess að valda þeim vanda til fulls. Með köflum fannst mér gæta óþarfa hiks, sem tmflaði þann áhuga, sem vakinn var hjá áhorfandanum. En það kemur væntanlega til með að færast í betra horf eftir fmrnsýn- ingarstreituna. Páll Baldvin gefur góð fyrirheit og ástæða er til að óska honum til hamingju með árangur, sem sannfærir okkur leik- listarunnendur um það, að íslensk leikhús þurfí seint að flytja inn erlenda leikstjóra. Gylfí Gíslason myndlistarmaður hefur gert trausta og sviphreina leikmynd, sem fellur mjög vel að sýningunni. Engum hlut er ofaukið, en allt er á réttum stað og með réttum svip og litum. Þar við bætist ágæt ijósabeiting Ingvars Bjömssonar. Hún skiptir miklu máli. Freygerður Magnús- dóttir hefur hannað búninga, sem er vandaverk í þessari sýningu þar sem leikarar verða m.a. að túlka persónu frá bemsku til fullorðins- aldurs. Þetta hefur henni tekist mjög vel. Sunna Borg leikur óbyijuna, frú Ljónu, sem elur upp tvíburann Edda. Með túlkun sinni tekur Sunna af allan vafa um það, að hún sé einn af hæfustu leikurum þjóðarinn- ar. Þannig leikur enginn nema góð- ur listamaður. Vonleysi hæglátrar og virðulegrar eiginkonu betri borg- ara hjaðnar, þegar hún eygir mögu- leika á því að komast yfír bam frá- skilinnar erfiðiskonu, án þess að eiginmaður hennar viti annað en hún hafí alið það sjálf. Vonin breyt- ist í sjúklega áfergju, taumlausa eigingimi og hörku, sem magnast sífellt og endar í algjörri sturlun. Allt gerist þetta með þeim hætti í túlkun Sunnu, að breyting persónu- leikans blasir við eins og blákaldur veruleiki. Erla B. Skúladottir leikur Jónu, þá „Marilyn Monroe", sem fölnaði í sambúð við festulítinn „gæja“, er skildi hana eftir eða eins og hún syngur: „Tuttuguogflmmára erégfertugáaðsjá böminmínþauerusjö plúseittsemvonerá gæinn minn er stunginn af meðstelpuogéggræt hún er sögð vera eins og Marlín Monroe - grönn og sæt já og þau dansa - og þau dansa." Erla skilar hlutverki sínu með prýði, ekki síst er á sýninguna líður. Fyrst er ekki laust við að gæti nokkurrar stífni í hreyfingum og svip á stundum, en best tekst henni að tjá biturieikann og umkomuleys- ið og snögg skil vonbrigða og gleði. Tvíburarnir verða bestu vinir — og fóstbræður — án þess að vita uppruna hvor annars. Hér eru þeir ásamt móður sinni. Frá vinstri: Ellert A. Ingimundarson (Mikki), Erla B. Skúladóttir (Jóna) og Barði Guðmundsson (Eddi) í hlutverkum sínum. Héraðssamband Austur-Húnvetninga; Miimingarskákmót um Halldór og Ara UNGMENNASAMBAND Austur- Húnvetninga gekkst fyrir skák- móti um helgina. Teflt var í tveim- ur aldursflokkum, eldri og yngri flokki, og voru aldursmörkin miðuð við sextán ár. Þetta skákmót er haldið til minn- ingar um þá Jónas Halldórsson og Ara Hermannsson. Þátttakendur að þessu sinni voru 12 í eldri flokki og 14 í yngri flokki og komu víða að af Norðurlandi. Akureyringar kom- ust þó ekki vegna ófærðar. Teflt var eftir Monrad-kerfi og urðu úrslit sem hér segir: í eldri flokki urðu efstir og jafnir með fímm vinninga af sex möguleg- um Jónamir Hannesson frá Blöndu- ósi og Ambjömsson úr Skagafirði. í þriðja sæti varð síðan stigahæsti maður keppninnar, Sigurður Daní- elsson, með þijá og hálfan vinning. Sama var upp á teningnum í yngri flokknum. Þar urðu efstir og jafnir Reynir Grétarsson, Blönduósi, og Sigurður Gunnarsson, Ytra-Hóli, með sjö vinninga af níu mögulegum. Rafn Rafnsson, Örlygsstöðum, varð þriðji, einnig með sjö vinninga en reiknaðist með færri stig. Sýslusjóður bauð síðan þátttak- endum til kaffísamsætis í mótslok. Skákstjóri var Baldur Daníelsson. Jón. Sig. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Rika konan og fátæka vinnustúlkan — sem gaf þeirri riku annan tviburann sinn. Sunna Borg og Erla B. Skúladóttir i hlutverkum sinum. Tvíburabræðuma leika Ellert A. Ingimundarson og Barði Guð- mundsson og falla báðir vel inn í þau hlutverk. Tekst þeim með af- brigðum vel að túlka bemsku þeirra og þær yfirborðsandstæður, sem ólík uppeldisskilyrði móta. Vilborg Halldórsdóttir nær mjög góðum tökum á Lindu frá því hún er frekju- legur krakki og breytist síðan í ófyr- irleitinn táning og uns hún er orðin ráðvillt ung kona. Leikur hennar er Iitríkur og hiklaus. Pétur Eggerz er eðlilega þijóskur og þvergirð- ingslegur í hlutverki hins vanrækta vandræðaunglings. Theodór Júlíus- son leikur sléttan og felldan kaup- sýslumann, herra Ljóna, sem er yfírleitt ósnortinn af tilfinningum þeirra, sem hann umgengst, enda gagntekinn af ftjálshyggjuviðhorf- um. Fer hann vel og eðlilega með það hlutverk. Fleiri koma við sögu í smærri hlutverkum. Um þessa sýningu Leikfélags Akureyrar leikur ferskur blær. Hún er í aðra röndina næsta nútímaleg, en þó em tengslin við klassíska leiklistarhefð traust og sannarlega em mörg atriði sýningarinnar mjög áhrifarík. Það verður ekki hægt að segja, að leikhússljórinn, Signý Pálsdóttir, skilji við leikhúsið á Akureyri í lægð, þegar hún nú lætur af störfum. Það sýnist eftirsóknar- vert en engan veginn vandalaust að taka við svo blómiegu búi og gæta þess að því hnigni ekki. Nýtt Nýtt Páskavörurnar eru komnar. Pils — blússur — peysur. Glugginn, Laugavegi 40 (Kúnsthúsinu) sími 12854. STAMFORD rafalar eru nú í stórum hluta íslenzka flotans og hafa áratuga reynslu. Staerðir 11 KW.-1500 KW. 50 HZ. 1500 snúninga. Þá eru STAMFORD rafalar einnig í notkun fyrir landvélar í fjölmörgum stærdum víðsvegar um landið. Spennustillar og fylgihlutir fyrirliggjandi, og eins nánari upplýsingar hjá okkur. Aðalumboðið á íslandi: S. STEFÁNSSOIM & COM H/F. Grandagarði 1B, Reykjavík. Sími 27544. Pósthólf 1006.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.