Morgunblaðið - 25.03.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.03.1986, Blaðsíða 28
28 or MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ1986 London: Thatcher sökuð um hlutabréfaviðskipti London, 24. mars AP. MARGARET Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, keypti og seldi hlutabréf í stærsta fyrir- tæki Astralíu á árinu 1983 og hagnaðist um sem svarar til 145.000 ísl. kr. Dagblaðið The MaJI on Sunday flutti þessa frétt um helgina. í blaðinu sagði, að Thatcher hefði stundað þessi viðskipti í eigin nafni og gefíð upp heimilisfangið Down- ing-stræti 10, sem er bústaður breska forsætisráðherrans. Sá, sem varð fyrir svörum á skrifstofu forsætisráðherrans, vildi hvorki játa né neita fréttinni, sagði aðeins, að „forsætisráðherrann vill ekki tjá sig um persónuleg málefni en ég get fullvissað alla um, að þær reglur, sem gilda um forsætisráð- herraembætti, hafa verið haldnar í hvívetna". Því var haldið fram í blaðinu, að Thatcher hefði keypt 348 hlutabréf í Broken Hill-fyrirtækinu í ágúst árið 1983 fyrir um 130.000 ísl. kr. og selt þau síðan aftur í október. Þá höfðu þau rúmlega tvöfaldast í verði. miðstöðin Dalshrauni 4. Sími 54845-53644 Guðrún Þórsdóttir, fulltrúi 24ra ára. Hef komið frá Rvk. 2-3 í viku sl. 2 ár í líkamsrækt í ÞREK. Nú hefur bæst við glæsileg sólbaðsstofa, ótrúlegur árangur eftir aðeins tvo tíma. Úti er svo ekta gufa og pottur. Ingunn Helgadóttir (Systa) 20 ára. Ég hef farið á nokkrar góð- ar sólbaðsstofur en þessi aðstaða er sú besta, bæði hvað varðar bekki og ár- angur. Mjög lifandi staður og skemmtilegt starfsfólk. hús- Barnagæsla fyrir mæðurtil kl. 16.00. ME( Nokkur vafi leikur á því, hvort Thateher hafí brotið í bága við til- mæli breska þingsins til ráðherra með þessum viðskiptum, þ.e.a.s. ef rétt er frá þeim sagt. David Owen, leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins nýja, sagði, að ef Tahtcher hefði aðeins hent þetta einu sinni, ætti hún að viðurkenna, að sér hefði orðið á. Ef hún hefði hins vegar meira á samviskunni, ætti hún að skipa mann til að upplýsa málið. Deni Skinner, einn þingmanna Verkamannaflokksins, kvaðst muridu krefla Thatcher fullra skýr- inga á þingi og sagði, að óháð rannsókn ætti að fara fram í mál- inu. Áfellast Bandaríkj amenn fyrir tilraunasprengingn Moskvu, 24. mars. AP. SOVÉTMENN og Svíar hafa gagnrýnt Baiidaríkjastjórn fyrir að hafa sprengt kjamorku- sprengju í tilraunaskyni sl. laug- ardag. Létu Sovétmenn að því l*ííída> að þeir væm ekkert mjög áfram um fyrirhugaðan fund þjóðarleiðtoganna en tekið er fram, að sprengingin hafi engin áhrif á afvopnunarviðræðumar í Genf. Sovéskur fréttaskýrandi sagði í dag, að það væri misskilningur ef Bandaríkjamenn teldu Sovétmenn hafa meiri áhuga á fyrirhuguðum leiðtogafundi en þeir sjálfír. Þannig væri því ekki farið. Afstaða Sovét- manna réðist af þróun mála á næstu mánuðum. Er litið á þessi ummæli sem tilvísun til þeirra orða Gorbac- hevs í síðasta mánuði, að samkomu- lag um bann við tilraunasprenging- um ryddi óðara úr vegi öllum hindr- unum fyrir leiðtogafundi. Vladimir Semyonov, sendiherra Sovétríkjanna í Bonn, sagði í dag, að tilraunasprengingin í Nevada- eyðimörkinni hefði engin áhrif á afvopnunarviðræðumar í Genf og hjá Tass-fréttastofunni sovésku kom það fram, að staðið yrði við tilraunabannið fram til 31. mars og síðan réðist framhaldið af Bandaríkjastjóm. Sænska stjómin kvaðst í dag hafa orðið fyrir „miklum vonbrigð- um“ með sprenginguna og Ingvar Carlsson, forsætisráðherra, sagði, að með því að fallast á bann við tilraunasprengingum gætu stór- veldin bæði sýnt í verki, að þau vildu draga úr vígbúnaðarkapp- hlaupinu. Gengi gjaldmiðla London, 24. mars. AP. bandaríkjadollari hækkaði í dag gagnvart öllum helstu gjald- miðlum i dag. í Tókýó kostaði dollarinn 177,30 japönsk jen (176,80) þegar gjald- eyrismarkaðurinn lokaði. í London kostaði sterlingspundið 1,4850 dollara (1,5035) síðdegis í dag. Gengi annarra helstu gjaldmiðla var á þann veg að dollarinn kostaði: 2,2870 vestur-þýsk mörk (2,2475) 1,91825 svissneska franka (1,8830) 7,0200 franska franka (6,9200), 2,5830 hollensk gyllini (2,5365), 1.556,00 ítalskar lírur (1.530,50) 1,4005 kanadíska dollara (1,39895). 58. Óskarsverðlaunahátíðin í gærkvöldi: Stjömum stráð og glæsi- legri en nokkru sinni fyrr Los Angeles, 24. mars. AP. HUNDRUÐ manna söfnuðust í gær saman fyrir utan Tónlist- arhöllina í Los Angeles en í kvöld, mánudagskvöld, fer þar fram 58. Óskarsverðlaunahá- tíðin. Beið fólkið i alla nótt og allan dag eftir að verða þeirrar ánægju aðnjótandi að sjá hinar goðkynjuðu kvikmyndastjörn- ur holdi klæddar. Mikill fögnuður varð í gær- kvöldi meðal fólksins, sem beið við „Leikaraleiðina" svokölluðu, þegar nokkrar stórstjömur komu til að taka þátt í lokaæfingunni. Mátti þar sjá m.a. Barbra Strei- sand, Cher, John Huston og Alan Alda og öll heldur kæmleysislega klædd, í gallabuxum og á striga- skóm. Þau verða hins vegar í sínu fínasta pússi í kvöld þegar stóra stundin rennur upp og þessi magnþmngnu orð berast á öldum ljósvakans til eins milljarðs manna: „og sigurvegarinn er . . .“ Verður „Jörð í Afríku" valin besta myndin eða kannski „The Color Purple"? Verða kannski báðar myndimar að lúta í lægra haldi fyrir „Heiðri Prizziar", „Kossi kóngulóarkonunnar" eða „Vitninu"? Þessara spuminga hafa menn spurt fyrir hátíðina og einnig um það hvaða leikkona væri líklegust til að hreppa Óskar- Steven Spielberg. Mynd hans, „The Color Purple“, fékk ýms- ar tilnefningar en sjálfur fékk hann enga fyrir leikstjórnina. inn. Þykir Meryl Streep sigur- strangleg fyrir leik sinn í „Jörð í Afríku" og einnig nýliðinn Whoopi Goldberg fyrir frammistöðu sína í „The Color Purple". Á undanfömum Óskarshátíðum var það nokkuð vitað fyrirfram hveijum sigurlaunin féllu í skaut en því er ekki þannig farið að þessu sinni. Það eina, sem er alveg víst, er að hátíðin verður nú sú glæsilegasta, sem um getur, og fleiri stórstjömur viðstaddar en nokkm sinni fyrr. Meðal þeirra má nefna leikstjórana John Hust- John Huston. Mynd hans, Meryl Streep. Þótti sigur- „Heiður Prizzis", var tilnefnd strangleg fyrir leik sinn í „Jörð til æðstu verðlauna. í Afríku“. on, Billy Wilder og Akira Kuro- sawa, þann síunga Bob Hope, leikkonuna Barbra Streisand, sem stundum hefur verið dálítið upp á kant við akademíuna, og Sidney Poitier, Lee Marvin, Olivia De Havilland, Robert Duvall, Jose Ferrer, Joan Fontaine og Emest Borgnine svo nokkrir gamlir og góðir séu nefndir. Talið er, að baktjaldamakk kunni að hafa áhrif á hver verður kjörin besta myndin. Reiddust því margir, að akademían skyldi ekki tilnefna leikstjórann Steven Spielberg fyrir myndina „The Color Purple" og brást Leikstjóra- félagið við með því að veita honum sín æðstu verðlaun. Aðeins einn tilnefndra leikara verður fjarri góðu gamni. Harri- son Ford, sem nefndur er fyrir leik sinn í „Vitninu", er við upp- tökur í Bresku Hondúras, og Paul Newman, sem nú fær sinn sér- staka Óskar fyrir „eftirminnileg- an leik og einlæga listsköpun", mun veita honum viðtöku um sím- ann en Newman er í Chicago við kvikmyndagerð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.