Morgunblaðið - 25.03.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.03.1986, Blaðsíða 14
14 MQBgiWl4PIP.TOBfflWW*»-MATOig6 ' * ■ :iHc ■ & # SKULDIAUS FASTEIGN íbúð að verðmæti 1.8 milljón SLYSAVARNA FÉIAG ISLANDS I BUÐAHAPPD RÆTT I í FYRSIA SINN. í SÖGU HAPPDRÆTIA HERLENDIS 7íbúðir -ein á hvem vinningsmiða íbúðimar sjö em í Garðabænum og við bendum á að fasteign er hvergi á landinu jafn hátt metin og á höfuðborgarsvæðinu. Staðsetning: Langamýri 18—24, Garðabæ Teikning: Teiknistofan Óðinstorgi sf., Helgi Hjálmarsson. arkitekt FÍA Verkfræðingur: Vifill Oddsson Byggingameistari: Gunnar Sv. Jónsson Húsið er í byggingu og íbúðirnar verða afhentar í ágúst 1986. Heildarverðmæti vinninga er 12,6 milljónir króna. VIÐ DRÖGUM 8. APRÍL! VIÐ ÞORFNUMST ÞIN ÍwImIwhÍSIkÍ ■HHHh - ÞU OKKAR WmM ♦ ♦ # cc Tónleikar Kammer- sveitarinnar Ténieikar Atli Heimir Sveinsson Tónleikar Kammersveitar Reykjavíkur voru haldnir í Askirkju síðastliðinn sunnudag. Þessi tón- leikaröð er ein sú menningarlegasta sem á boðstólum er hér í Reykjavík. Fer þar saman vandað efnisval og flutningur, sem einkenniset af alúð og ást á viðfangsefninu. Starfsemi Kammersveitarinnar lætur ekki mikið yfir sér en hún á sér trygga stuðningsmenn, sem hafa fylgst með starfseminni í gegnum árin. Tónleikamir hófust á Lítilli kammermúsík op. 24 eftir Hinde- mith fyrir blásarakvintett. Verkið var samið 1922 en á þeim árum var vegur Hindemiths hvað mestur. Andblær þeirra ára birtist skýrt í verkinu: það er andrómantískt, kaldhæðið og afkáralegt. Allt þetta kom greinilega fram í túlkun kvint- ettsins en hann skipuðu: Martial Nardeau á flautu, Kristján Þ. Step- hensen á óbó, Sigurður I. Snorrason á klarinett, Bjöm Amarson á fagott og Þorkell Jóelsson á hom. Allir þessir blásarar hafa mjög persónu- legan tón á hljóðfæri sitt en sam- stilling raddanna var jafnframt prýðileg. Svo tók við strengjakvartett undir skörulegri fomstu Rutar Ingólfsdóttur, en auk hennar spil- uðu Charles Berthon á fiðlu, Helga Þórarinsdóttir á lágfiðlu og Amþór Jónsson á selló. Leiknir vom kvart- ettar eftir Brahms og Béla Bartók, fmmsmíðar þessara meistara í kvartettgerð. Kvartettspil er mikil kúnst, eitt fullkomnasta svið mann- legra tjáskipta. Spilaramir verða að geta verið einleikarar, meðleik- arar og undirleikarar allt í senn, samstilling hópsins og einstaklings- ins verður að vera fullkomin. Kvart- ettsmíð er líka mikil kúnst: ekkert er unnt að fela í samhljóman hinna fjögurra einlitu strengjaradda. Bæði verkin em meistarasmíðar. Hinn miðaldra Brahms er að ná tökum á haustblænum, sem prýddi síðari verk hans, og hinn ungi Bartók er að finna sér leið sem viðheldur hefð og kemur með nýj- ungar. Allur leikur kvartettsins einkenndist af yfirlætisleysi og virð- ingu fyrir viðfangsefninu. Nýja bíó skiptir um eigendur ÞRÍR athafnamenn í Reykjavík hafa keypt Nýja bíó og skrif- stofubygginguna við Lækjar- götu, samtals um 7.000 fermetra húsnæði. Kaupendurnir eru Leó E. Löve, framkvæmdastjóri ísa- foldarprentsmiðju, Jón Guð- mundsson, Fasteignamarkaðin- um og Birgir Páll Jónsson, Nýja kökuhúsinu. Kaupsamningur var undirritaður sl. miðvikudag, en nýju eigendurnir taka við húsinu 1. maí nk. Nýja bíó var í eigu 12-15 einstaklinga. Rekstur þess hefur ekki gengið sem best undanfarið. Birgir Páll sagði að starfsemi Nýja bíós yrði til að byija með í sama horfí og verði hefði, en þegar fram liðu stundir væri að vænta einhverra breytinga. Hann sagði að vel kæmi til greina að efna þar til leikhússtarfsemi. í húnæðinu er nú margvíslegur rekstur, meðal annars söluskrif- stofa Flugleiða, veitingahúsið Kvos- in og skrifstofur lögmanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.