Morgunblaðið - 25.03.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.03.1986, Blaðsíða 6
MORCIJNBLAÐIfi, ÞRI.DJUDAGUR 25. MARZ fi)86 Sundur klofnuðu... ÆT Isíðustu grein minni var að finna eftirfarandi spumingu: Ég veit ekki hvort það var viðurkenning á staðreyndum að færa söluborðin alveg upp að altari þeirrar fögru kirkju? Hér átti að standa ... væri viðurkenning á staðreyndum. Merkilegt hve eitt einasta orð hnik- ar til merkingu málsgreinar en ekki orð meira um þann galdur. Enn geisar verkfall blessaðra tækni- mannanna og alþjóð skilur eiginlega hvorki upp né niður í þessu veseni öllu saman. Ég vil bara hvetja bless- aða mennina til að setjast við samningaborðið og fulltrúa ríkis- valdsins sömuleiðis. Þeir einu er græða á þessu hringli eru eigendur myndbandaleiganna er bjarga vissulega mörgum sjónvarpssjúkl- ingnum frá andlegu skipbroti. En gleymum ekki þeim er búa einir og' umkomulausir með sjónvarpið sem sinn eina vin. Þetta fólk á kannski fyrst og fremst rétt á því að málsað- ilar hagi sér eins og fulloðmir menn en ekki kenjóttir krakkar. En þegar slokknar á sjónvarpinu þá kviknar á útvarpinu okkar blessuðu og þar er vissulega margt sem gleður eyrað ekki endilega sú tónlist sem þar er flutt heldur ekki síður rabbið í kringum tónlistina en ýmiss konar tónlistarþættir em nú oft á dagskrá rásanna. Einn slíkur Ég vel af handahófí einn slíkan rabbþátt úr helgardagskránni og gef honum ekkert sérstakt nafn þvf þessir þættir renna nú gjaman saman í huga mér en það sem mér fannst athyglisvert við fyrrgreindan músíkrabbþátt er mig minnir að hafi hljómað á rás 2 var sú stað- reynd að tveir af starfsmönnum rásarinnar vom mættir þar til skrafs og ráðagerða, þau Sigurður Blöndal og Andrea Jónsdóttir, þar að auki var Magnús Ólafsson prent- ari og skemmtikraftur mættur til leiks. Að sjálfsögðu gat Magnús ekki á sér setið og baunaði á þáttar- stjórana, taldi Magnús að starfs- menn rásar 2 réðu J)ví hvaða lög nytu vinsælda á Islandi hveija stund. Beindi Magnús þeirri spum- ingu til Andreu og Sigurðar hvort ekki mætti spila fleiri lög af nýút- komnum plötum í stað þess að tönnlast sífellt á ákveðnum lögum þar til þau umvefðust frægðarljóm- anum. Sigurður taldi að þáttarstjór- um bæri að spila þau lög er væm á oddinum hveiju sinni og hrifu þáttarstjórana persónulega en samt spila ég nú oft leiðinleg lög ef þátt- urinn krefst þess. Ég rek ekki frek- ar samtal þeirra þremenninganna en er ekki hætta á að klíkuskapur festi rætur þegar fámennur hópur manna situr jafnvel ámm saman á músíkhástólum rásanna? ÚTYARP / SJÓNVARP Megas Níundi þáttur Hjartar Pálssonar af Passíusálmunum leið um skiln- ingarvitin síðastliðinn sunnudags- morgun. Indælis eymakonfekt. Alls óvænt mætti sjálfur Megas í síðasta þátt Hjartar en meistari Megas kvaðst hafa hlýtt á sálmana frá blautu bamsbeini og alltaf þótt gott að hafa þá .. . upp í sér . . . eins og hann orðaði það. Annars sagðist Megas ekki geta útskýrt hvers vegna hann dáði sálmana því hann væri fyrst og fremst til- fínningavera og sálmamir mynduðu eins konar tilfinningalega heild innra með honum. Svo söng Megas 46. sálminn meistaralega: Sundur klofnuðu björgin blá, og tilkynnti alþjóð að senn syngi hann sálmana á hljóm- leikum og plötu. Að lokum spurði Hjörtur: Og hvemig heldurðu að ykkur Hallgrími kæmi nú saman? Megas: Ég held að við yrðum mjög ánægðir hvor með annan." Ólafur M. Jóhannesson Sex / /»• / í fjar- sj'óðs- leit ■■■■ í dag hefst í 1 Q25 sjónvarpinu nýr — framhalds- myndaflokkur fyrir böm og unglinga. Hann er í sex þáttum og heitir „Fjár- sjóðsleitin", gerður eftir sögu Edith Nesbit. Sagan gerist fyrir síð- ustu aldamót. Sex systkini, Dora, Oswald, Dicky, Noel, Alice og H.O. (Horace Octavius), ákveða að hjálpa föður sínum, hr. Bastabíe, sem er í fjárkröggum. Þeim dettur helst í hug að leita fjársjóða, en þeir eru ekki jafn auðfundnir og bömin halda. Gengur á ýmsu hjá þeim og verður gaman að sjá, hvort þeim tekst að hressa upp á fjárhaginn hjá föður sínum. Þýðandi þáttanna er Jó- hanna Jóhannsdóttir. Henry Jay, ieikinn af Richard Griffiths, Iætur ekki deigan síga í baráttu sinni gegn alþjóðlegu glæpa- hyski. * I vargaklóm ■■■■ í kvöld er á Ol 36 dagskrá sjón- 1— varpsins annar þáttur breska sakamála- myndaflokksins „í varga- klóm“. Þættimir em fjórir alls og em framhald þátta sem vom sýndir í íslenska sjónvarpinu árið 1983. Þar segir frá tölvufræðingnum Henry Jay. Með hjálp tölvugagna sinna hefur hann komist á snoðir um tilvist alþjóðlegs glæpa- hrings. Sú vitneskja reynist honum ekki sérlega heilsu- samleg og hann lendir í útistöðum við glæpamenn- ina. Tannréttingar í Barnaútvarpi ■■■■ Barnaútvarp er 1 H 00 á dagskrá rásar 1 I “ 1 í dag. Stjórn- andi er Kristín Helgadóttir. „í þættinum í dag verða teknar fyrir tannréttingar og spjallað við tannlækni, Ólaf Björgúlfsson, eitt for- Dagskráin hverful Vegna skorts á rafeindavirkjum má búast við fyrir- varalitlum breytingum á dagskrá bæði útvarps og sjónvarps. Verða því njótendur efnis enn að sýna biðlund uns úr rætist. eldri barns sem þurft hefur á tannréttingum að halda, og barn sem hefur gengið í gegn um þetta," sagði Kristín. „Við tannlækninn tölum við um fræðilegu hliðina, hvers vegna tann- réttingar hafi aukist, hvernig koma megi í veg fyrir tannskekkju, um meðferðina, kostnaðinn og hver hlutur trygginganna sé. Við foreldrið ræðum við um kostnaðinn sem er tannréttingum samfara og hvaða erfiðleikar geti komið upp hjá barninu. Síð- an verður talað við barn Þessar hafa verið réttar í tækatíð. sem gengur með spengur vegna tannréttinga og meðal annars komið inn á hvaða sálræn áhrif það hafi á bam, sem þarf að ganga með slíkan útbúnað. Þá verður tækniþáttur um mál og vog og létt lög verða leikin milli atriða," sagði Kristín Helgadóttir. |/ Henry Jay er leikinn af Richard Griffíths. Þýðandi þáttanna er Bogi Arnar Finnbogason. Sjónvarps- bros nú 2025 í ið að síga á seinni hlutann af breska heimilda- myndaflokkn- um um sjón- varpið. í kvöld verður sýndur 11. þáttur en alls eru þeir þrettán. Þátturinn í kvöld heitir „Hláturinn lengir lífíð“ og þar er rakin saga gaman- þátta og gamanmynda- flokka í sjónvarpi, allt fá Lucy Ball til „Löðurs". Hvort tveggja efnið hefur verið á dagskrá íslénska sjónvarpsins og eflaust ýmislegt fleira sem kemur þar á milli. Hafa sjálfsagt ýmsir hug á að setjast við kassann í kvöld og rifja upp sprell ýmissa þeirra sem iðnastir hafa verið við að koma sjónvarpsáhorfend-' um um víða veröld til að hlæja. Og aldrei að vita nema taki sig upp gamalt bros. Þýðandi er Kristmann Eiðsson. Richard Mulligan, betur þekktur sem Burt í „Löðri“. UTVARP ÞRIÐJUDAGUR 25. mars 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin 7.20 Morguntrimm. 7.30 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Beta, heimsmeistar- inn“ eftir Vigfús Björnsson. Ragnheiöur Steindórsdóttir les (7). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar,- Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Þingfréttir 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál. Endurtek- inn þáttur frá kvöldinu áður sem Örn Ólafsson flytur. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úr forystugreinum dagblaðanna. 10.40 „Ég man þá tíð." Her- mann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liðnum árum. 11.10 Úr söguskjóðunni - Barnið i augum mannúðar- stefnunnar: uppeldi fyrr á öldum. Umsjón: Sigrún Guðmundsdóttir. Lesari: ÞorgilsJónasson. 11.40 Morguntónleikar. Þjóðleg tónlist frá ýmsum löndum. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 I dagsins önn - Heilsu- vernd. Umsjón: Jónína Ben- ediktsdóttir. 14.00 Miðdegissagan: „Á ferð um fsrael vorið 1985". Bryndís Víglundsdóttir segir frá (7) 14.30 Miödegistónleikar. a. Fiölusónata i f-moll op. 133 eftir Friedrich Kuhlau. Palle Heichelmann leikur á fiðlu og Tamás Vetö á pianó. b. Fiðlusónata í A-dúr op. 19 eftir Carl Nielsen. Kim Sjögren leikur á fiðlu og AnneÖlandápíanó. 15.15 Barið að dyrum. Inga Rósa Þórðardóttir sér um þáttfrá Austurlandi. 15.45 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Hlustaðu með mér - Edvard Fredriksen. (Frá Akureyri.) 17.00 Barnaútvarpið. Stjórn- andi: Kristin Helgadóttir. 17.40 Úr atvinnulifinu - lönaö- ur. Umsjón: Sverrir Alberts- son og Vilborg Harðardóttir. 18.00 Neytendamál. Umsjón Sturla Sigurjónsson. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.45 Daglegt mál. Sigurður G. Tómasson flytur þáttinn. 19.50 Fjölmiðlarabb Þórður Ingvi Guðmundsson talar. 20.00 Vissiröu það? — Þáttur í léttum dúr fyrir börn á öll- um aldri. Stjórnandi: Guð- björg Þórisdóttir. Lesari: Árni Blandon. (Fyrst útvarp- að 1980.) 20.30 Að tafli. Jón Þ. Þór flytur þáttinn. 20.55 Islensk tónlist a. „Minni íslands", forleikur eftir Jón Leifs. Sinfóníu- hljómsveit fslands leikur; Jean—Pierre Jacquillat stjórnar. b. Konsert fyrir píanó og hljómsveit eftir Jón Nordal. Gísli Magnússon leikur með Sinfóníuhljómsveit islands; Páll P. Pálsson stjórnar. c. „Þjóðvisa", rapsódia fyrir hljómsveit eftir Jón Ásgeirs- son. Sinfóníuhljómsveit ís- lands leikur; Páll P. Pálsson stjórnar. 21.30 Útvarpssagan: „i fjall- skugganum" eftir Guðmund Danielsson. Höfundur les. (13). 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Ave María — Boðun Maríu. Dagskrá, trekin saman af Nínu Björk Árna- dóttur. Lesari með henni: Gunnar Eyjólfsson leikari. (Áður flutt á boðunardegi mariu, 25. mars, fyrir fjórum árum). 22.45 „Grunur", smásaga eftir Matthias Magnússon. Höfundurles. 23.00 kvöldstund í dúr og I SJÓNVARP 19.00 Aftanstund. Endursýndur þáttur frá 17. mars. 19.25 Fjársjóðsleitin. Nýr flokkur — Fyrsti þáttur. (The Story of the Treasure Seekers.) Breskur mynda- flokkur í sex þáttum gerðum eftir sígildri barna- og ungl- ingabók eftir Edith Nesbit. Sagan gerist fyrir aldamótin síðustu. Sex systkini reyna með ýmsu móti að afla peninga til að hjálpa föður sínum sem er í fjárkröggum. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. ÞRIÐJUDAGUR 25. mars 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.35 Sjónvarpiö (Television) 11. Hláturinn lengir lífið. Breskur heimildaflokkur i þrettán þáttum um sögu sjónvarpsins, áhrif þess og umsvif um víða veröld og einstaka efnisflokka. i þætt- inum er rakin saga gaman- þátta og gamanmynda- flokka i sjónvarpi, allt frá Lucy Ball til Löðurs. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 21.35 ívargaklóm (Bird of Prey II) Annar þáttur. Breskur saka- málamyndaflokkur í fjórum þáttum. Aðalhlutverk Ric- hard Griffiths. Tölvufræð- ingurinn Henry Jay á enn í vök að verjast vegna baráttu sinnar við alþjóðlegan glæpahring sem hann fékk veður af i tölvugögnum sin- um. Þýðandi Bogi Arnar Finnbogason. 22.25 Kastljós Þáttur um erlend málefni. Umsjónarmaður Ögmundur Jónasson. 23.00 Fréttir í dagskrárlok. moll með Knúti R. Magnús- syni. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 25. mars 10.00 Kátirkrakkar Dagskrá fyrir yngstu hlust endurna i umsjá Guölaugu Mariu Bjarnadóttur. 10.30 Morgunþáttur Stjórnandi: Páll Þorsteins son. 12.00 Hlé 14.00 Blöndun á staðnum Stjórnandi: Siguröur Þór Salvarsson. 16.00 Sögurafsviðinu Þorsteinn G. Gunnarsson kynnir tónlist úr söngleikjum og kvikmyndum. 17.00 Hringiðan Þáttur í umsjá Ingibjargar Ingadóttur. 18.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagöar í þrjár minútur kl. 11.00, 15.00, 16.00 og 17.00. SVÆÐISÚTVÖRP REYKJAVÍK 17.03—18.00 Svæðisútvarp fyrir Reykjavik og nágrenni — FM 90,1 MHz. AKUREYRI 17.03—18.30 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 MHz.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.