Morgunblaðið - 25.03.1986, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.03.1986, Blaðsíða 43
 ráa'iikiri*! M Norskir froskmenn S neðanjarðará undir jöklinum Svartisen. „Áhugi þeirra á Suður- heimskautinu er m.a. vegna þess að þar er mikið magn af olíu, kolum og fleiri tegnnd- um góðmálma, en í hafinu, fyrir utan ströndina, er mikið magn af rækju og ýms- um fisktegundum.“ liggja að stóru vötnunum í A-Afríku (Viktoríuvatn og Tanganíkavatn), hefír verið að leitast við að kenna þeim innfæddu fiskveiðar. Fisk- gnægð er í vötnum þessum, en veiðar hafa verið stundaðar þar á frumstæðan hátt. Friðargæslusveitir þær, sem staðsettar eru í Líbanon, hafa kost- að Norðmenn talsvert fé. Þeir hafa haft þama um 1000 hermenn og reyna eftir megni að hindra það að Israelsmenn og andstæðingar þeirra drepi hver annan. Þetta er þó á afmörkuðu svæði og bardagar í Líbanon eru þeim mun harðari annars staðar í landinu. Norðmenn hafa sent vísindaleið- angra til Suðurheimskautslandsins síðustu árin, og þegar þetta er ritað mun a.m.k. einn leiðangur vera þar. Sem kunnugt er urðu Roald Aumundsen og skíðagarpar hans fyrstir manna til Suðurheimskauts- ins árið 1911. Hann varð á undan Englendingnum Scott, sem varð úti þama suðurfrá. Augljóst er nú að Æ Norðmenn meðal hjálparþurfandi fólks í Eþíópíu. Hungursneyð hefur verið í landinu síðustu árin. Norðmenn hafa langa reynslu í ferðalögum í heimskautslöndunum og útbúnaður þeirra með því besta sem gerist við slikar aðstæður. Suðurheimskautslandið er geysi- stórt landflæmi, Vio af þurrlendi jarðar, en 98% af þessu em þakin ís og snjó, að meðalþykkt 2160 m. Hlýjasti mánuður er janúar, með hitastig 0—-í-30% stig á Celsíus. Lægsta hitastig, sem hefir mælst þar, er -í-89 stig. Þrátt fyrir að þama sé eitt versta veðravíti jarðar hafa Norðmenn helgað sér stórt svæði af heimskautslandinu og nefnt Dronning Mauds land. Þeir munu vera eina þjóð heims sem á lönd bæði á Norður- og Suður- heimskautssvæðunum. Ahugi þeirra á Suðurheimskaut- inu er m.a. vegna þess að þar er mikið magn af olíu, kolum og fleiri tegundum góðmálma, en í hafínu, fyrir utan ströndina, er mikið magn af rækju og ýmsum físktegundum. Ekki er ráðgert að heija neinn námurekstur á svæðinu, en vísinda- menn Norðmanna leita ei að síður eftir málmum. Öðru hvoru birtast viðtöl við vísindamenn þeirra og sjónvarpið hefur af og til sýnt myndir frá þessum leiðöngrum. Það færist mjög í aukana að Norðmenn á öllum aldri ferðist til Miðjarðarhafslandanna, og þeir efnaðri fara oft lengra, t.d. til Thailands eða Brasilíu. Slíkar ferðir geta verið náttúruskoðunarferðir, eða skemmtiferðir með drykkju og eðlilega kvennafari. Um öll heimsins höf sigla norsk kaupskip. Olíuflutningaskip hafa m.a. siglt inn í Persaflóa, þrátt fyrir að þar sé nú fullkomið styijaldar- ástand. Skip í eigu Norðmanna hafa orðið fyrir eldflaugaárásum, en siglingum þama er haldið áfram og þeir hafa „hvergi látið hcaetfast". )hpgffa meðaltali um 10% en af gúrkunum er meðal uppskeruaukningin 5%. Það gildir þó hér sem víðar að „ekki er allt gull sem glóir“. Þrátt fyrir bætta nýtingu næringarefna, vinnuhagræðingu, meiri uppskeru og minni notkun eiturefna samfara ræktuninni í steinull, er stofnkostn- aðurinn við hana mun meiri en við hefðbundnar ræktunaraðferðir. Annað vandamál er að steinullina er eingöngu hægt að nota í nokkur ár og eftir það er hún mengunar- vandamál. Það er því ekki að ástæðulausu að farið er að leita annarra efna til þess að rækta í en steinullar. Greinilegt er að það eru skiptar skoðanir erlendis meðal framleiðenda og vísindamanna um það hvort vatnsræktunin verði næsta skrefíð í þróuninni eða hvort eitthvert annað efni en steinullin verði fyrir valinu. Margir eru þeirr- ar skoðunar að ef hagkvæmar og afkastamiklar hreinsidælur koma á markaðinn eigi vatnsræktunin mikla framtíð fyrir sér. Þrátt fyrir áberandi stórt hlutverk ólífrænnar ræktunar og þeirrar tæknivæðingar sem fylgja henni á sýningunni, var margt athyglisvert að sjá fyrir ís- lensku garðyrkjumennina. T.d. það hvemig hreinn koltvísýringur er notaður í gróðurverum, en hann hefur þau áhrif að uppskerumagnið eykst jafnframt því að gæðin aukast hjá nær öllum tegundum þar sem hann er notaður samhliða ræktun- inni. Annað atriði sem garðyrkju- menn kynntu sér í grunninn voru möguleikar raflýsingar í gróður- húsum og það hvemig velja á ljósa- lampa með tilliti til þess hvort ætlunin er að hann dreifí ljósmagn- inu meir eða minna á hringlaga- eða ferhymdan flöt. Atriði sem skipta miklu máli með tilliti til ræktunarinnar og nýtingar lamp- ans. í samræðum íslensku garðyrkju- bændanna og lampaframleiðend- anna kom fram að verð á ljósalömp- um í Hollandi er um Va af því sem sambærilegir lampar kosta á ís- landi. Það er því greinilegt að þrátt fyrir góðan vilja garðyrkjubænda til þess að lengja hjá sér ræktunar- tímann og auka innlenda græn- metisframleiðslu, standa þeir höll- um fæti gagnvart erlendum starfs- bræðmm sínum. - E.H.K. „Mát í þriðja leik“ DREGIÐ hefur verið úr rétt- um lausnum í skákkeppninni „Mát í þriðja leik“ sem Samband ísl. samvinnufélaga gekkst fyrir á 12. Reykjavík- urskákmótinu. Á myndinni sést þegar hinir ungu skáksnillingar Þröstur Ámason og Hannes Hlífar Stef- ánsson draga úr réttum lausnum. Vinningshafí er Rögnvaldur Öm Jónsson, Ljósheimum 22, Reyiqavík. Hlýtur hann að launum veglegt taflborð og vandaða tafl- menn. (Fréttatilkynning) V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! Frábært fermingartilboð Apple //e og Apple //c Apple //e er tölvan sem unga fólkið þekkir, því að hún var valin af færustu sérfræðingum sem kennslutölva fyrir alla framhaldsskólana. Fyrir Apple //e og Apple //c eru til meira en 20.000 mismunandi forrit til kennslu, leikja, náms og vinnu. Verð áður54=98QT-kr. Verð nú: Staðgreiðsluverð: 45.980,-kr. Afborgun: 49.480,-kr. títborgun 12.000,-kr. og á mMÁmÉ eftirstöðvar á 8 mánuðum. VIÐ TOKUM VEL Á MOTI ÞÉR SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.