Morgunblaðið - 25.03.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.03.1986, Blaðsíða 24
24 MOPGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJtJPAGUB 25. M^RZ 1936, Myndlist Bragi Ásgeirsson íslenzkir myndlistarmenn hafa fjarri því lagt eins mikla rækt við drauga, álfa og hvers konar hind- urvitni og ástæða hefur verið til. Þjóðin hefur hrærst í sögnum af ófreskum atburðum öldum saman þannig að ætla mætti að hér væri óþrjótandi náma myndefnis fyrir framsækna myndlistarmenn. Að vísu hafa allnokkrir unnið í slíku myndefni en þá hefur hið bókmenntalega iðulega yfirgnæft myndræna frásögn, jafnvel svo mjög, að draugamir hafa frekar litið út sem vinalegir jólasveinar Þj óðsagnamyndir Ásgríms Norræna húsið stendur um þessar mundir fyrir stærstu sýn- ingu á Þjóðsagnamyndum As- gríms, sem haldin hefur verið svo sem segir í sýningarskrá. Plestar ef ekki allar myndirnar hefur maður þó séð áður annað hvort á sýningu eða öðrum vettvangi. Framtakið er virðingarvert og vert allrar athygli en þó skal ég viðurkenna að sýningin hefði mátt vera sett upp í víðari samhengi og t.d. tengjast útlendum mynd- listarstraumum á þessum vett- vangi. Hún hefði þá orðið öllu áhugaverðari fyrir hinn almenna skoðanda og fleiri lagt leið sína á sýninguna en raun er á. Aðsóknin á þessa sýningu er nefnilega í lágmarki og má það merkilegt heita jafn ástsæll og Ásgrímur hefur verið meðal þjóð- arinnar sem hugþekk persóna og mikill málari. Ég var þriðji gesturinn fyrra skiptið sem ég kom og var það seinni hluta dags en síðara skiptið hafði ein kona komið með skóla- bekk sinn og var liðið að lokun sýningarinnar þann daginn er ég hélt á brott. Þannig má álíta að líkast til hefur enginn almennur gestur litið inn þann daginn, ótrú- legt en satt... Hvar er áhugafólkið um mynd- list t.d. það, sem fyllir uppboðssal- ina út fyrir dyr hvetju sinni — eða er þetta fólk ekki áhugafólk um myndlist heldur kemur með sama hugarfari og fólk á skranuppboð óskilamuna hjá borgarfógeta — í von um ábatasöm kaup frekar en ást á myndlist? Víst eru margar þjóðsagnamyndir Ásgríms Jóns- sonar gersemar þótt einnig séu þær umdeildar sumar hveijar — hann tók og sérstöku ástfóstri við örfáar þjóðsögur í stað þess að leita fanga vítt og breitt. Sýningin er þannig um margt mjög áhugaverð en aðsóknin bendir til þess, að hún sé tíma- skekkja a.m.k. í þessu formi. Val mynda hefði og mátt vera meira lifandi en uppsetningin er hin snyrtilegasta. Einhvem kraft vantar í þessa sýningu og umgjörð hennar alla og máski er hér komið enn eitt dæmið um það hvemig mögulegt er að gerilsneyða mæta myndlist- armenn með lítt hugsuðum fram- kvæmdum. Ef þær vekja ekki athygli fólks hlýtur eitthvað mikið að vera að og uppstokkunar þörf. Sýningin er nefnilega vissulega þess virði að hún sé heimsótt af múg og margmenni en síst að hún hangi uppi fyrir tómu húsi og að fólk komi þangað fyrir skyldu- rækni eina. en eitthvað máttugt, ógnvekjandi o g yfirskilvitlegt. Enn aðrir draugar og tröll hafa meira ein- kennst af afkáralegum og stór- karlalegum „karikatúrrissum" en rismikilli og karlmannlegri teikn- ingu. Þjóðsögumar okkar voru sjaldnast ríkulega myndskreyttar og hefur það máski stafað af myrkfælni margra bókaútgefanda við myndlist og myndlistarmenn, sem er alþekkt og landlæg árátta. Undantekning voru hér þó „Is- lenzkar þjóðsögur og ævintýri", er Einar Ólafur Sveinsson tók saman, Leiftur gaf út árið 1944 og prentsmiðjan Hólar færði í búning. Bókina fékk sá er hér ritar í fermingargjöf og kunni mjög vel að meta framlag fjölda íslenzkra myndlistarmanna er lýstu hana á hinn margbreytilegasta hátt. Því miður varð ekki framhald á því að þjóðsögur væru myndlýst- ar af fæmstu nútímalistamönnum þjóðarinnar né þeir virkjaðir til slíkra athafna nema í litlum mæli en það væri ágæt hugmynd að fá hina mörgu ágætu teiknara sem við eigum í dag til að mynd- lýsa eitt veglegt rit á þessu sviði. Hafi einhveijir haldið það, þá er það mikill misskilningur, að draugar, púkar og yfimáttúruleg fyrirbæri séu séreign íslenzkrar þjóðtrúar og varla voru draugam- ir kvensamari púkum og drísil- djöflum annarra þjóða. Óttinn við slíka er sátu fyrir fögrum meyjum á síðkvöldum og tunglbjörtum nóttum er alþjóðlegt fyrirbæri. Vom hér til mörg ráð til að bægja þeim í burtu ef þeir birtust óvænt og þóttu þeir m.a. mjög hræddir við sköp ungra kvenna. Hér birtist þeim einmitt uppspretta lífsins og því sterkari myrkravaldinu og dauðanum. Séreinkenni íslenzkra drauga hafa og hvergi orðið mjög áber- andi og þó máski helst hjá Ásgrími Jónssyni, sem fyrstur manna mun hafa sinnt þessu heillandi mynd- efni hérlendis og sótt innblástur í þjóðsagnaarfmn. í sínum fyrstu myndum er tengjast þjóðsögum var hann undir sterkum áhrifum frá erlend- um málurum, sem er ofur eðlilegt og þannig má bæði sjá áhrif frá norskum myndlistarmönnum og franska symbolistanum Gustave Moreau í hinni þekktu mynd „Nátttröilið á glugganum". Hér vísa ég til myndar Moreaus „Gal- atea“, sem hann málaði á árunum 1980—81. Áhrif symbolismans eru til í ýmissi mynd í íslenzkri myndlist en þó hvergi jafn algjör og einstrengingsleg og í list Ein- ars Jónssonar myndhöggvara. Þjóðsagnamyndir Ásgríms þekkja allir, sem að einhveiju leyti eru inni í íslenzkri myndlist og þær eru meira að segja meðal þess fáa er margur veit af ís- lenzkri mjmdlist. Þær hefur mátt sjá á mörgum sýningum í Ás- grímssafni, sem skólabömum er smalað á svo og á ýmsum hinna stóru sýninga, er haldnar hafa verið á list hans um dagana, ásamt í blöðum, tímaritum, ritl- ingfum og bókum. Það þykir mér bersýnilegt, að Ásgrímur hafi öðru fremur leitað að áhugaverðu myndefni í þjóðsögunum því að hann leggur víða mikla rækt við uppbyggingu í formi og lit — mun meiri en sjálfa frásögnina og það er einmitt í slíkum myndum sem hann nær mestri myndrænni skynjun og tilfinningu að mínu mati. Mjaðveig Mánadóttir Ásgrímur Jónsson Laufið f ölnar meðtign Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Skírnir. Tímarit Hins íslenska bókmenntaf élags. 159. ár. Ritstjórar: Kristján Karlsson og Sigurður Líndal. 1985; Hvað sem öðru líður verður ekki sagt annað um Skími en í honum sé töluvert lestrarefni. Áhugi á efninu fer svo eftir smekk hvers einstaks lesanda. Hér ber mikið á fræðilegum rit- gerðum eins og til dæmis skrifum um Fjölni eftir Aðalgeir Kristjáns- son, Verkefni íslenskrar heimspeki- sögu eftir Gunnar Harðarson, út- tekt Amar Ólafssonar á því róti og ekki róti sem Unglíngurinn í skóg- inum eftir Halldór Laxness kom af stað, því sem Jörgen Selst skrifar um skáldsögu Agnars Þórðarsonar Ef sverð þitt er stutt, Blóti og þingi eftir Jón Hnefil Aðalsteinsson, Um Staðarhólmsmál Sturlu Þórðarson- ar eftir Sveinbjöm Rafnsson, Lög- bókarhandritinu eftir Bem Nordal, Rými/tíma í verkum Errós eftir Gunnar B. Kvaran. Sambland af fræðimennsku og persónulegum skrifum finnur les- andi í minningu Einars Ólafs Sveinssonar eftir Jónas Kristjáns- son, svargrein Sigfúsar Daðasonar sem nefnist Takmörk og takmark- anir þýðinga, Háskólakennari í París kynnir íslenskar bókmenntir eftir Jón Óskar og enn einni grein- inni um Jóhannes Birkiland eftir Þorstein Antonsson. Svo em ritdómar, flestir fremur leiðinlegir að vanda. Sérstöðu hefur ljóðaflokkur eftir Matthías Johannessen: Á spítala. Þessi ljóðaflokkur er ekki síst merkilegur fyrir það að í honum kynnumst við nýjum viðhorfum skáldsins til eldri yrkisefna og ljóða, til dæmis sjáum við ljóðið um Selkot í Fagur er dalur í nýju ljósi. Svo er um fleiri ljóð í þessum flokki. Aðferðir skáldsins em svipaðar og í Dagur ei meir og Morgunn í maí, en það er annar undirtónn: Saga og end- urminning Békmenntir Erlendur Jónsson Strandapósturinn. XIX. 149 bs. utg. Átthagafélag Stranda- manna. 1985. Strandamenn em margir búsettir utan héraðs. Strandapósturinn er ársrit þeirra og heimamanna. Efni ritsins er mest átthögum tengt. Ingólfur Jónsson frá Prestbakka heldur t.d. áfram með Hrútfirð- ingaþætti. Að þessu sinni ritar hann um Borðeyri. Ekki fer mikið fyrir þeim stað þar sem hann blasir við af norðurleið. En verslun á Borðeyri á sér tiltölulega langa og merka sögu. Ingólfur var þar bú- settur um tíma og segir frá íbúum þorpsins á þeirri tíð. Einnig greinir hann frá því er gest bar að garði. Það var sjálfur meistari Þórbergur að vitja fomra slóða. En eins og kunnugt er var hann þar forðum á höttunum eftir elskunni sinni eins og gerst greinir frá í Islenskum aðli. Ingólfur lýsir þeim sem settu svip á Borðeyri og segir deili á fólki. Og er það allt séð í endurskini bjartra minninga. Eyðibýli er líkast til fleiri í Strandasýslu en í öðmm hémðum. Eitt þeirra er Grænumýrartunga undir Holtavörðuheiði norðanverðri. Þar var fyrrum áningarstaður þeirra sem um heiðina fóm. Ingunn Ragnarsdóttir segir frá landshátt- um og búskap í Grænumýrartungu; og síðustu ábúendum þar. Af sömu slóðum er þáttur Skúla Guðjónssonar frá Ljótunnarstöðum, Aldamótamenn. Skúli leggur út af sveitarbrag sem kveðinn var skömmu eftir aldamót. Þar era hreppsbúar, einkum þeir sem stóðu fyrir búum, taldir upp, hver í einni ljóðlínu, ásamt gagnorðum umsögn- um — í gamni og alvöru. Skúli út- skýrir þessar umsagnir og greinir einnig frá því hvað kunni að vera ofsagt eða vansagt um þálifandi hreppsbúa. Sveitarbragir af þessu tagi vom víða kveðnir og er annar birtur hér í heilu lagi með inngangsorðum eftir Jóhann Hjaltason: Bændaríma. Kveðin árið 1809 af Eyjólfi ísakssyni. Oft birtast í Strandapóstinum þættir um gömul einkamál sem bregða þó stómm svip yfir lífið í gamla daga. Svo er um frásögn Matthildar Guðmundsdóttur frá Bæ: Var það kraftaverk? Matt- hildur segir frá því er hún fyrir margt löngu sýktist af berklum og varð að leggjast inn á Vífílsstaði. Hún tók sér far með skipi eins og þá var títt. Margur var þá hræddur við berklana, jafnvel ofsahræddur, og var það víst skiljanlegt því sjúk- dómur sá lagði fjölda fólks í gröfina ár hvert. Viðtökur þær, sem Matt- hildur fékk á skipinu skýrast í ljósi þess. Þegar hún bað um koju var henni tjáð með þjósti »að það væri ekki forsvaranlegt að berklasjúkl- ingar væm að flælqast með heil- brigðu fólki, en ég gæti legið á bekk í reyksalnum, _en koja væri engin til fyrir mig.« Úr þessu rætt- ist að vísu betur en á horfðist. En þessi frásögn, þótt einstök sé, bregður sem sagt ljósi yfir atvik sem í þetta skipti snerti einn, en var þó síður en svo einsdæmi, langt því frá. Lýður Bjömsson sagnfræðingur vinnur nú að riti um Strandasýslu. En hann á hér þáttinn Guðmundur góði og Strandamenn. Guðmund- ur biskup var löngum á faralds fæti í biskupsdómi og kom víða við. Bmnna vígði hann marga og em slíkir vfða við hann kenndir. Ærinn þjóðsagnablær er af sögum þeim sem af honum fóm. En eins og Lýður Bjömsson segir: ,»Þjóðsögur veita oft upplýsingar um hugsunar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.