Morgunblaðið - 25.03.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.03.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. M ARZ1986 1 1 eftir Ólaf Björnsson Í Mbl. laugardaginn 15. þ.m. birti Jón Kristvin Margeirsson athuga- semd við yfirlýsingu dr. Gísla Gunnarssonar í Mbl. miðvikudaginn 12. mars en tilefni þeirra orðaskipta voru tvær alllangar greinar er Jón Kristvin skrifaði í blaðið 7. og 8. mars sl. sem gagnrýni á álit dóm- nefndar er heimspekideild Háskól- ans skipaði til þess að fjalla um ritgerð Jóns Kristvins er hann hafði sent deildinni til doktorsvamar. Nú er ég sammála Gísla um það, að meðan umrædd ritgerð hefir ekki verið birt, geta skynsamlegar umræður um hana ekki farið fram í dagblöðum eða á öðrum opin- berum vettvangi. Hér við bætist að höfundur umræddrar ritgerðar hefir frá því að fyrri nefndin sem um hana fjall- aði, lauk störfum, hagað málflutn- ingi sínum þannig, að deila á ein- staka nefndarmenn, þótt báðar þær nefndir, er um ritgerðina fjölluðu skiluðu sameiginlegu áliti. Eftir að fyrri nefndin skilaði áliti beindi Jón Kristvin skeytum sínum að prófess- or Gunnari Karlssyni, sem var for- maður þeirrar nefndar, en eftir að seinni nefndin lauk störfum, var skeytunum beint að dr. Gísla Gunn- arssyni, vegna álitsgerðar sem við meðnefndarmenn hans höfðum beðið hann um að taka saman og síðan var birt í nefndarálitinu að vísu undir hans nafni, en með yfir- lýsingu frá okkur hinum, nefndar- mönnum um, að við værum áliti hans í öllum meginatariðum sam- mála og gerðumst við þannig með- ábyrgir fyrir því sem hluta nefnd- árálitsins. Þar sem hér var um sameiginlegt nefndarálit að rasða tel ég það með öllu óviðeigandi að einstakir nefndarmenn taki þátt í því að ræða það utan vettvangs nefndarinnar sjálfrar hver hafi verið hlutur hvers einstaks þeirra, er í nefndinni sátu í hinu sameiginlega áliti. En ástæðan til þess að ég læt þessar línur frá mér fara er sú, að í athugasemd Jóns Kristvins frá 15. þ.m. er staðhæfing sem eins og hún er orðuð hlýtur að verða misskilin ekki sízt innan hins fámenna hóps, sem kunnur er gögnum þessa máls, þó að hún sé ekki beinlínis efnislega röng. Hér er um þá staðhæfíngu hans að ræða, að ég hafí látið þau orð falla í samtaii við hann, að ég hefði sem hagfræðingur ekkert við ritgerð hans að athuga. Nú var hagfræði í þeirri merkingu, sem nú er í það orð lögð, varla til á þeim tima sem atburðir þeir gerðist, sem ritgerðin íjallar um, þ.e. deilu Skúla Magnússonar og Hörmangarar um Islandsverslunina. Hvort einhvers árangurs væri að vænta af því að reyna að skoða þessar deilur í ljósi nútíma hagfræðikenninga skal ég ekki segja um en ekki ámæli ég Jóni Kristvin fyrir það að gera það ekki og hefí ég ekki orðið þess var, að meðnefndarmenn mínir hafí gert það heldur. Þó að svo langt sé nú um liðið, síðan við Jón töluðum síð- ast saman, að ég man engan veginn orðaskipti okkar í einstökum atrið- um, má vel vera að ég hafí látið einhver þau ummæli falla um þetta efni sem hann hefír talið eðlilegt að túlka efnislega á þann hátt, sem fram kemur í athugasemdinni. En ástæðan til þess að ég tel víst að orðalag það sem Jón notar í athugasemd minni verði misskilið, er sú að almenningur blandar í mjög ríkum mæli saman fræði- greinunum hagfræði (economics og tölfræði, (statistics)). Á þetta ekki eingöngu við um hina óbreyttu borgara heldu'r jafnvel hið háa Alþingi íslendinga, sbr. lög um Hagstofu íslands frá 1913, sem að því er ég best veit er enn í gildi og seinni tíma löggjöf um söfnun hagfræðiskýrslna eins og það er orðað í lögunum. BRiE-osturinn er framleiddur eftir frönsku fyrir- myndinní sem kennd er við Le Brle héraðiö f Erakk- landi. Hann er mildur ostur með hvítmygluhúð, mjukur í sér og afar góður sem ábætisostur. 4—6 vlkum frá dagstimplun er osturinn tilbúinn til neyslu. Bragðgæði ostsins njóta sín best sé hann látlnn standa utan kælis 1—2 klst. fyrir neyslu Lúðvfk Hermannsson er ostameistari MJólkursðmlagsins í Búöardal. Hann lauk námi f Danmörku áriö 1977 og hefur starfaö að lön sinni síöan. Ólafur Björnsson „Hér skal engin tilraun gerð til þess að komast að réttri niðurstöðu í því efni er hér hefir verið rætt. En við, sem sæti áttum í þessum tveim dómnefndum vorum sammála um, að höfundur ritgerðarinn- ar, er um var fjallað hefði átt að kynna sér umræddar heimildir þótt ekki væru sam- tímaheimildir frá tíma- bilinu sem ritgerðin fjallaði um og meta gildi þeirra ásamt öðr- um tiltækum heimild- um“. Hér er þó í raun um óskyldar fræðigreinar að ræða, en ástæðan til þess að þeim er svo almennt blandað saman, er sú, að náin tengsl hafa verið, ekki síst á Norðurlönd- um, milli kennslu í greinunum á háskólastigi. Ástæða til þess er aftur sú, að tölfræðin er mikilvæg hjálpargrein hagfræðinnar þegar um einhvers konar rannsóknar- starfsemi er að ræða og á það í rauninni við um alla rannsóknar- starfsemi. Eitt þeirra viðfangsefna sem Jón Kristvin tekur sér fyrir hendur í ritgerð sinni er að meta það hver mannfellir hafi orðið hér á landi árin 1751—58 eða síðustu árin sem Hörmangarar höfðu einok- unina með höndum og fellur slíkt vei inn f þá heildarmynd sem rit- gerðinni er ætlað að gefa. Er þar einkum byggt á skýrslum embættis- manna, fyrst og fremst presta um manndauða á tímabilinu og fylgir skýrslunni gjaman sundurgreining á því hve margir hinna dánu hafí dáið úr sulti af völdum harðærisins, sem þá gekk yfír. Auðvitað verður ekki hjá því komist að nota þær heimildir, en oft eru þær tortryggi- legar. Þannig telur einn presturinn í allfjölmennu prestakalli á Norður- landi að allir, sem dáið hafí á til- teknu ári í prestakallinu, hafí dáið úr hungri. Þar sem vitað er að dán- artíðni var mjög mikil á þessum tíma, t.d. mun varla meira en annað hvert bam sem fæddist hafa náð eins árs aldri jafnvel þó árferði væri sæmilegt er bersýnilegt að þetta mat prests fær ekki staðist en forsenda þess yrði að vera sú, að enginn hefði dáið eðlilegum dauða í prestakallinu á árinu. í báðum nefndarálitunum var höfundur ritgerðarinnar gagnrýnd- ur fyrir það, að hafa einskorðað sig við þessar skýrslur embættismann- anna, þó að bersýnilega séu í mörg- um tilvikum ónákvæmar. Reynt hefir verið með tölfræðilegum að- ferðum að meta fæðingar- og dán- artíðni hér á landi frá og með árinu 1736 og áætla á þeim grundvelli árlegan mannfjölda til loka 18. aldar þótt allsheijarmanntöl færu aðeins tvisvar sinnum fram á því tímabili (sbr. grein um þróun fólks- fjölgunar á íslandi eftir Bjöm Matthíasson hagfræðing í greina- safninu Íslensk haglýsing er Þórður Friðjónsson hagfræðingur hefír tekið saman og kom út árið 1984). Mannfellirinn af völdum harðæris- ins á 6. tug 18. aldar er til muna minni ef þessar tölur em lagðar til grundvailar en t.d. Hannes Finns- son biskup, sem vissulega var merkur höfundur, telur í bók sinni Mannfækkun af hallæmm að orðið hafi á tímabilinu, en hann mun einkum byggja sínar niðurstöður á skýrslum prestanna. Hér skal engin tilraun gerð til þess að komast að réttri niðurstöðu í því efni er hér hefír verið rætt. En við sem sæti áttum í þessum tveim dómnefndum vomm sammála um það, að höfundur ritgerðarinn- ar, er um var fjailað hefði átt að kynna sér umræddar heimildir þótt ekki væm samtímaheimildir frá tímabilinu sem ritgerðin Ijallaði um og meta gildi þeirra ásamt öðmm tiltækum heimildum. Ég hefí í þessu efni ekki skipt um skoðun í þessu efni frá því er ég átti sæti í dómnefndunum og til þess að fyrirbyggja slíkan misskiln- ing verð ég því að biðja Morgun- blaðið fyrir þessa athugasemd þótt ég samkvæmt áður sögðu telji dagblöðin ekki hinn rétta vettvang fyrir umræður af þessu tagi. Höfundur er fyrrverandi prófess- or við viðskiptafræðideild Háskóla íslands. Vortónleikar Lúðrasveitar Verkalýðsins á skírdag FIMMTUDAGINN 27. mars 1986, sklrdag, heldur Lúðrasveit Verka- lýðsins sina árlegu vortónleika í Háskólabiói kl. 14.00 Efnisskráin verður fjölbreytt, bæði innlend og erlend verk eftir ýmsa höfunda. Má þar nefna af innlendum Jónatan Ólafsson, Jón Leifs, Svein- bjöm Sveinbjömsson, Sigvalda Kalda- lóns og Jón Múla Ámason. Af erlend- um tónskáldum má nefna Edvard Grieg, Antonio Parera og Pietro Mascagni. Lúðrasveitinni hefur í sumar verið boðið til A-Þýskalands og verður dvalið þar 5,—14. júlí. Gert er ráð fyrir 1—2 tónleikum á dag þessa daga. Efnisskrá tónleikanna er að hluta til það efni sem lúðrasveitin mun flytja úti. Stjómandi Lúðrasveitar Verkalýðs- ins er Eilert Karlsson. Kynnir á tón- leikunum verður eins og endranær Jón Múli Ámason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.