Morgunblaðið - 25.03.1986, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 25.03.1986, Blaðsíða 51
MOftGUNBLAPIP, ÞJUPJKPAGUR 25. MA^Z1?86 í Minning: Guðmundur Jónas- son málarameistari Fæddur 18. janúar 1913 Dáinn 16. mars 1986 Kalliðerkomið kominerstundin, vinarskilnaðar viðkvæm stund. Vinimirkveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. Margs er að minnast, margserhéraðþakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margseraðminnast, margseraðsakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V.Briem.) Það átti ekki að koma mér á óvart er mér var tilkynnt um andlát Guðmundar því oft var hann það veikur að ég bjóst við þvf versta, en alltaf reis hann upp, þvílík lífs- löngun. Guðmundur var giftur eftir- lifandi konu sinni, Guðbjörgu Þórð- ardóttur og áttu þau 4 böm. Eina dóttur misstu þau hjón unga að aldri. Við hjónin urðum þess aðnjótandi að kynnast Guðmundi og fyölskyldu hans er við fluttum í kjallara húss- ins áð Langholtsvegi 180, Rvík., fyrir um 9 árum og bjuggum við þar í 8 ár. Mikill var söknuðurinn bæði 'hjá okkur og bömum okkar er við fluttum þaðan. Fyrstu jólin eftir að við fluttum þaðan eru mér ofarlega í huga, okkur fannst öllum eitthvað vanta upp á að hátíðin væri fullkomin. Það var ekki fyrr en við fórum inn á Langholtsveg að jólin gengu almennilega í garð. Guðmundur byggði þetta hús frá grunni og þekkti hann því hvem krók og kima í húsinu og ef eitthvað kom uppá þá var Gummi, eins og við kölluðum hann, alltaf kominn með það sama að hjálpa til, ekki stóð á því. Upp á þak fór hann þó svo hann varla næði andanum vegna sjúkdóms síns, en þakrenn- umar varð að laga. Það var ekki svo sjaldan sem ég stóð niðri og hlustaði á hvemig hann ætlaði að hafa það í ár, alltaf eitthvað öðru- vísi en í fyrra. Þá var gaman. Guðmundur var bamgóður mað- ur og kom það best í ljós hve hlýr og góður hann var bömunum mín- um og alltaf kallaði sonur minn hann afa. Síðustu árin sem hann vann starfaði hann hjá Slippfélagi Reykjavíkur, en heilsu sinnar vegna lét hann af störfum fyrir nokkrum árum. Aðalánægja hans var að ditta að bílnum sínum og keyra um bæinn. Á meðan hann gat keyrt, kvartaði hann ekki. Að lokum vil ég og fjölskylda mín þakka Guðmundi fyrir allt það góða er hann gaf okkur og emm við þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast honum og fyölskyldu hans. Elsku Bogga mín, Hanna og fjöl- skylda. Innilegustu samúð sendum við ykkur. Guð blessi ykkur. Anna Kristinsdóttir og fjölsk. Minning: Jón Dan Þóris- son Seyðisfirði Fæddur 15. október 1937 Dáinn 18. mars 1986 Sú harmafregn barst hér um bæinn sl. þriðjudagskvöld, að Jón Dan hefði fallið útbyrðis af báti sín- um hér í bátahöfninni og drukknað. Eins og alltaf þegar váleg tíðindi spyijast setur menn hljóða. Þessi sorglegi atburður er okkur enn ein sönnun þess, hve litlu við ráðum um, hversu lengi við dvelj- umst hér meðal ástvina og sam- ferðamanna. Við mennimir vitum sem betur fer harla lítið fyrirfram, hver örlög bíða okkar á langri eða skammri lífsgöngu, en dauðinn er í raun og veru sá eini þáttur í tilveru okkar, sem er öruggur og viss og öll skynj- um við hann, þegar hann leggur hönd sína á einhvem, sem við unnum. Foreldrar Jóns vom hjónin Ragn- heiður Jónsdóttir og Þórir Daníels- son skipstjóri. Hann fetaði í fótspor föður síns og sjórinn var lengst af einnig hans starfsvettvangur. Löngu fyrir fermingaraldur sótti hann sjó með föður sínum, sem var einn örfárra seyðfirzkra sjósóknara sem þraukuðu, þrátt fyrir hemaðar- Blömastofa Fnðfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavtk. Sími 31099 Opið öll kvöld tll kl. 22,- eínnlg um helgar. Skreytingar við öll tllefni. Gjafavörur. umsvifin á ámm seinni heimsstyij- aldarinnar. Hann hlaut þannig í byijun trausta leiðsögn í þeirri margháttuðu þekkingaröflun, sem er nauðsynleg hveijum hlutgengum sjómanni, ekki sízt þeim, sem heyja glímuna við Ægi á minnstu skipun- um. Eftir lát föður síns hélt hann sjó- sókn áfram á eigin bátum og þrot- laus elja ásamt yfirburða kunnug- leika á öllum aðstæðum gerði hlut hans oftast drýgri en flestra ann- arra. Undirrituðum er það minnisstætt frá því að hann fyrst sá Jón, að athygli vakti, hve rólegt og jrfirlæt- islaust fas hans og viðmót var og vakti það traust á manninum. Hann virtist halda sinni fumlausu ró hvar sem maður hitti hann, en slíkir eðliskostir em hveijum sjómanni dýrmætir. Hann var dulur og óáleit- inn og virtist fáskiptinn, en við nánari kynni kom í ljós, að hann var athugull og vel greindur og bjó yfir góðlátlegri og græskulausri kímni. Eftirlifandi eiginkona hans er Hertha María Tómasdóttir frá Færeyjum. Eiga þau þrjár dætur, myndar- og dugnaðarstúlkur og dvelur sú yngsta ennþá í foreldrahúsum. Athygli og aðdáun vakti, hve samhent þau hjón vom í störfum við útgerð bátsins síns og dugnaður eiginkonunnar við beitningu línunn- ar stuðlaði að harðari sjósókn og meiri afla. Félagar í smábátafélaginu kveðja látinn vin og samstarfsmann og votta fjölskyldu hans og systmm dýpstu samúð. Jóhann Jóhannsson t Móöir mín, SIGRÍÐUR EIRÍKSDÓTTIR, hjúkrunarkona, lést í Reykjavík 23. mars. Vigdfs Flnnbogadóttir. t Úför mannsins míns, JÓNS LÁRUSSONAR, Framnesvegi 46, sem lést í Borgarspítalanum 20. mars, fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 26. mars kl. 15.00. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Pála K. Einarsdóttir. t Maðurinn minn, faðir okkar, og tengdafaðir, HÖRÐURINGVARSSON, Hjaröarholti 8, Selfossi, varð bráðkvaddur 20. mars sl. Útför hans veröur gerð frá Selfosskirkju laugardaginn 29. mars kl. 15.00. Ólöf Karlsdóttir, Sigþrúöur Haröardóttir, Valgeir Harðarson, Hrund Harðardóttir, Sigrföur Runólfsdóttir. Eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR EINARSSON, skrifstofumaöur, Espigerði 12, verður jarðsunginn miðvikudaginn 26. marz kl. 13.30 frá Bústaða- kirkju. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Ása Friðriksdóttir, Þórhildur Ólafsdóttir Fúegi, Davíð Fúegi, Einar Ólafsson, Kristjana Guðmundsdóttir, Ingileif Ólafsdóttir, Ágúst Ingi Jónsson, Friðrik Björnsson, Herdfs Gunngeirsdóttir, og barnabörn. t Eiginkona mín, ANNA ÞORSTEINSDÓTTIR, Kárhóli, andaðist í Landspítalanum laugardaginn 22. mars. Minningarathöfn fer fram frá Langholtskirkju miövikudaginn 26. mars kl. 15.00. Jarðsett verður frá Einarsstaöarkirkju laugardaginn 29. mars kl. 14.00. Ingi Tryggvason. t Útför eiginmanns míns, SIGURÐAR GUÐMUNDSSONAR, Vitastfg 17, Reykjavfk, ferfram frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 26. mars kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Þeim sem vilja minnast hans er bent á liknarstofnanir. Fyrir hönd aðstandenda, Ragna S. Jörgensdóttir. t Móðirokkar, ELÍSABET SIGURÐARDÓTTIR frá Bóndastöðum, verður jarösungin frá Fossvogskirkju miövikudaginn 26. mars kl. 10.30. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna, Sœdfs Karlsdóttir, Sigurður Karlsson. t Útför mannsins míns og föður okkar, INGA B. GRÖNDAL, Háaleltisbraut 121, Reykjavfk, verður gerðfrá Fossvogskapellu miðvikudaginn 26. mars kl. 16.30. Herdís Gröndal, Guðrún G. Gröndal, Sveinbjörn Ö. Gröndal. t Faðirokkar, DAGFINNUR B. EINARSSON, áðurtil heimilis að Brávallagötu 24, lést miövikudaginn 12. mars. Útförin hefurfariðfram íkyrrþey. Fyrirhönd aöstandenda. Birgir J. Dagfinnsson, Hlff Anna Dagfinnsdóttir. t Faðirokkar, ÞORGILS JÓNSSON, Æsissfðu, Rangárvallasýslu, verður jarðsettur frá Oddakirkju laugardaginn 29. mars kl. 14.00. Börnin. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar og tengdamóður, NÖNNU TULINÍUS. Tómas Steingrfmsson, Leifur Tómasson, Erla Elfsdóttir, Ragna T. Pedersen, Erik Pedersen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.