Morgunblaðið - 25.03.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.03.1986, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 25. MARZ1986 20 Tvær persónur og Loðmundarfj örðurinn Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Það eru eiginlega ekki nema tvær persónur í nýjustu ís- lensku kvikmyndinni, Eins og skepnan deyr, sem Hilmar Oddsson skrifar handrit að og leikstýrir. Tvær persónur og Loðmundarfjörðurinn. Helgi (Þröstur Leó Gunnarsson) og Lára (Edda Heiðrún Backman) leita þangað í einveru og ein- angrun. A stað eins og Loð- mundarfirði þar sem austfjarð- arþokan grúfir yfir eins og erfðasyndin, mannaferðir eru fátíðar og kolsvartamyrkur læsist um allt á kvöldin reynir á vináttuböndin, tilfinningar magnast og það sem fólk hefur bælt Iengi innra með sér brýst loksins út með æsingi og látum. Eins og skepnan deyr, sem sýnd er í A-sal Stjömubíós, er um ungan mann í leit að sjálfum sér eins og það er orðað, tilgangi lífs- ins og hún er um innri baráttu hans við fortíðina. Helgi kemur á bemskuslóðir sínar í Loðmundar- fjörðinn, sem lagstur er í eyði, til að skrifa bók, sanna fyrir sjálfum sér að hann sé einhvers nýtur; byggja upp eitthvað sem hann getur verið sáttur við. „Ég hef aldrei fullgert neitt, aldrei lokið neinu,“ segir hann og því vill hann breyta. En það reynist ekki auð- velt. Honum gengur illa með skáld- söguna, sem í ljós kemur að er mest um hann sjálfan og Láru, rýkur upp í bræðisköstum af minnsta tilefni og fljótlega snýst leitin að glataðri bemsku upp í löngun til að skjóta hreindýr. Þannig vill hann sanna að hann sé einhvers nýtur. En meira að segja það mistekst honum. Og „Skepnan" er ekkert síður um ungu konuna, Láru, sem fylgir Helga á bemskuslóðimar og i einangrunina, þokuna og myrkrið. Lára á ekki í neinu stríði við sjálfa sig heldur er hún frísk og fjörleg og skemmtileg og ætlar að æfa sig fyrir próf í flautuleik í fírðinum í ró og næði. Hún vill gera vel og er sérlega ástfangin af Helga, en á erfítt með að skilja bráðræði hans og skapstyggð. Hún er ekki ein um að standa á gati í þeim efnum því það skýr- ist aldrei almennilega fyrír áhorf- andanum heldur hvað það er sem knúið hefur Helga til að snúa aftur á bemskustöðvamar, af hveiju fortíðin er honum svona þung í skauti, hvað það er sem gert hefur hann að þeim ónytjungi sem hann segist sjálfur vera og af hveiju hann æsist upp og verð- ur bálreiður við Lám af minnsta tilefni. Það er lauslega ýjað að skilnaði foreldra hans fyrir mörg- um ámm og einhveijum Wolf- gang, sem mamman hafði haldið við og flust með til Þýskalands, og ungi maðurinn hatar. En er það ástæðan fyrir því að hann truflast af reiði við það eitt t.d. að Lára sötrar brennheitt kaffíð sitt? „Ég kann ekki að tala um svona,“ er eina svarið sem Helgi gefur. Eða er hann svona upp- stökkur af því honum gengur illa með bókina sína, eða er það kannski einangmnin sem fer svona í skapið á honum, rigningin og þokan? Bræðisköst hans og hugarangur snerta mann ekki sem skyldi vegna þess að maður veit aldrei af hveiju þau stafa eins ofsafengin og stundum ýkt þau em. Fyrir vikið vinnur Helgi ekki samúð áhorfandaris heldur þvert á móti: hann er aðeins hundleiðinlegur og skepna í þokkabót. Að þessu leyti m.a. er handritið veikasti punktur myndarinnar eins og vill henda með íslenskar kvikmyndir. Sagan er ekki nógu heilsteypt, það em of margir lausir endar sem hnýta hefði mátt saman. Lára er mun betur unnin persóna frá hendi höfundar. Hún á skiljanlega erfítt með að átta sig á því hvað gengur að Helga, verður hrædd og óttaslegin og ekki bætir myrkrið og dmngi Loðmundarfjarðar úr skák. En það er samt eins og hún styrkist við hveija raun og eftir því sem sálarlíf Helga fer versnandi eykst ást hennar á honum. Þegar best lætur er myndin þó átakamikil, spennandi og dul- mögnuð, full af hálfkveðnum vís- um um drauga og álfa og ná- grannann Hálfdán, sem aldrei sést en grúfir yfír fírðinum eins og vofa. Myndataka Sigurðar Sverris Pálssonar er ákaflega vönduð og vel unnin eins og búast mátti við frá hans hendi. Sigurður Sverrir hefur í myndum eins og Land og synir og Útlaginn, sýnt okkur Island eins og það getur tignarleg- ast og fallegast orðið en hér kveður við annan tón. Loðmund- arfjörður er ekki beint sumarleyf- isparadís unga fólksins, hann er Sigurður Sverrir myndatökumaður. Hilmar Oddsson leikstjóri. kaldur, ber og nöturlegur staður, varla nema urð og gijót, ein- mannalegur og eyðilegur. Þetta er einmitt sú mynd sem Sigurður gefur af fírðinum og á svo vel við efni myndarinnar. Og svo þeytist hann með myndavélina á eftir Helga og Láru um stofur og ganga hússins upp og niður, með leifturhraða eins og skuggi þeirra. Einstaka atriði eru minnisstæð eins og draumsýnir Helga, fjöru- lallarnir þrír til dæmis þar sem þeir rísa uppúr sjónum. Það mæðir skiljanlega mikið á þeim Þresti og Eddu Heiðrúnu því aðrir leikarar eru ekki í mynd- inni (fyrir utan Jóhann Sigurðar- son í aukahlutverki). Edda Heið- rún er þrautreyndur leikari þótt ung sé og fær í flestan sjó. Hún nýtur sín sérlega vel á hvíta tjald- inu. í hennar höndum verður Lára töfrandi skemmtileg, traust og sannfærandi persóna, óttaslegin en líka fyndin og elskuleg. Þröstur er óreyndari leikari og hlutverk hans er stórt. Hann kemst vel frá sínu miðað við hversu ómótuð persónan hans er. Stundum er þó eins og hann fari yfir strikið og ofleiki en það er frekar leikstjór- ans að passa uppá slíkt. , Jóhann Sigurðarson er öruggur leikari og fer létt með að leika Baldur, kunningja Helga og þann sem ekur parinu í Loðmundar- fjörðinn. Þetta er lítið hlutverk, sem Jóhann gerir stórt og áber- andi með ábúðarmiklum svip og umvöndunarorðum til „unga“ fólksins. Það er svolítið einkennandi fyrir íslenska kvikmyndagerð að í örstuttu ávarpi, sem Hilmar Oddsson leikstjóri hélt fyrir frum- sýninguna á mynd sinni, þakkaði hann sérstaklega fjórum aðilum: samstarfsfólki sínu auðvitað, Kvikmyndasjóði auðvitað og svo íslensku Landhelgisgæslunni og landeigendum í Loðmundarfírði þar sem myndin var tekin. Þannig er íslensk kvikmyndagerð: hún snertir jafnt bændur í Loðmundar- fírði sem Kvikmyndasjóð, þótt með ólíkum hætti sé að sjálfsögðu. Hún er almenningseign og það skiptir fólk máli, og hefur alltaf gert frá því íslenskar myndir urðu að veruleika, hvemig til tekst með þær. Hilmar Oddsson hefur gert rammíslenska mynd um rammís- lenskt fólk í rammíslensku um- hverfi og það er ljóst að með henni er ekki verið að stefna sérstaklega á erlendan markað. Það er einn af kostum myndarinnar. Útlend- ingum ætti að geta þótt íslenskar myndir forvitnilegar af því þær eru íslenskar en ekki af því þær eru sniðnar að útlendum mörkuð- um. Eins og skepnan deyr er lítil mynd með lítilK sögu um mann- legar tilfínningar, ást og hlýju, reiði og vonleysi. Myndin er rík af fjölbreytilegri tónlist, sem hæfír vel efninu, eftir Hróðmar Inga Sigurbjömsson, Hilmar Oddsson sjálfan og Mozart. Það er ágæt blanda. Stjörnugjöf ★ ★ ★ Norris og Marvin í Beirút Flugrán er óhugnanlegur hlut- ur. Því fáum við að kynnast rækilega í myndinni Víkinga- sveitin (The Delta Force), sem sýnd er i A-sal Austurbæjarbíós. Myndin er að nokkru byggð á ráninu á farþegaflugvél frá Trans World Airlines, sem neydd var til að lenda í Beirút í Líbanon á síðasta ári. Nema hvað nú eru engar samningaumleitanir hafð- ar í frammi heldur hringt f Lee Marvin hjá Víkingasveitinni og hann fenginn til að redda málun- um. Og það gerir hann svo um munar með hjálp Chuck Norris. Það er annar helmingur Cannon- fyrirtækisins, Menahem Golan, sem leikstýrir Víkingasveitinni. í mynd- inni kenna flugræningjamir sig við Nýju heimsbyltinguna. Þeir ræna bandarískri farþegaflugvél á leið frá Kairó til Bandarikjanna og neyða flugstjórann til að lenda í Beirút. Þar sameinast þeir öðrum félögum sínum úr heimsbylting- unni, sleppa konum og bömum en fara með karlmennina á felustað í borginni. Það virðist því heldur erfitt verkefni að ætla að ná gíslun- umúrprísundinni. En ekki fyrir Chuck Norris og Lee Marvin. Þeir em foringjar Vík- ingasveitarinnar, gamlir félagar og stríðshundar miklir. Þeir ráðast með sveit sína inn í Beirút, skjóta niður hryðjuverkamenn í stórum kippum, sprengja upp heilt borgarhverfí (sem þykir víst ekki mikið í Beirút), frelsa gíslana og fljúga í burtu. Víkingasveitin er hröð og oft spennandi mynd og mjög óhugnan- leg því flugrán er sóðalegur hlutur. Golan tekst einstaklega vel að lýsa þeirri geðveiki, sem flugrán í raun- inni er, kaldriijuðum flugræningj- unum, óttaslegnum farþegunum og máttleysi þeirra gagnvart hryðju- verkamönnunum. Þótt flugræningj- amir séu aðeins tveir í fyrstu eru þeir gersamlega ósnertanlegir þar sem flugvélin sveimar í mörg þús- und feta hæð. Minnsta hliðarspor getur kostað dauða. Golan dregur upp einfalda mynd af hryðjuverkamönnunum, mynd sem er okkur öllum kunn úr frétt- um. Þeir svífast einskis í krafti vopnanna, níðast á bjargarlausum farþegum og virða mannslífíð jafn- lítils og skítinn á götunni. Því er ekki laust við að hlakki í manni þegar Norris Iemur forsprakka þeirra í klessu áður en hann spreng- ir hann í loft upp. Stór hópur frægra leikara hefur gengið í Iið með Golan og Globus við gerð Víkingasveitarinnar. Ge- orge Kennedy leikur góðhjarta prest, Martin Balsan leikur hug- rakkan gyðing, Robert Vaughn leikur góðan hershöfðingja, Bo Svenson leikur hugrakkan flug- stjóra, Shelley Winters leikur góða eiginkonu og Hanna Schygulla leik- ur bara flugfreyju af stakri snilld. En það verður að segjast eins og er að því minna sem þeir Lee Marvin og sérstaklega Chuck Norr- is tala því betri er myndin. Það komst í heimsfréttimar þegar Reagan Bandaríkjaforseti sagði eftir að hafa horft á Rambo: First Blood Part II, að hann hefði gjaman getað þegið aðstoð Rambos í þeirri gísladeilu, sem Víkingasveit- in byggir mjög lauslega á. Nú getur hann bætt þeim Norris og Marvin Norris í hóp með Rambo. Það sem mönnum tekst ekki að framkvæma í raun- veruleikanum gengur upp eins og ekkert sé í bfó. Stjörnugjöf: ☆ ☆ V2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.