Morgunblaðið - 25.03.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.03.1986, Blaðsíða 16
AUK hf 95.2/SlA , MORGUNRLAglC, ÞRIJDJUPAGUR 25. MAR3.1986 „Ég sé í hendi mér mögu- leika á auknum samskiptum Indveija og íslendinga“ Spjallað við nýjan indverskan sendiherra, Krishna Anand „Ég sé í hendi mér, að íslendingar og Indverjar hafa mögu- leika á því að efla samskipti sín í millum. Ýmislegt kemur til greina, en ég nefni sjávarútveg og ál — þið getið veitt okkur leiðsögn í ýmsu er varðar úthafsveiðar og við gætum ef til vill selt ykkur ál, enda umframframleiðsla af því í Indlandi. En það er fleira sem kemur tU: Ég hef heyrt að íslendingar ferðist mjög mikið og Indveijar eru nú að átta sig á mikUvægi þess að ferðamenn komi I auknum mæli til Indlands og stjórnvöld vinna nú skipulega að því. Okkur væri sönn ánægja að því ef fleiri íslendingar legðu leið sína tU Indlands, enda er þar ótal margt að sjá og upplifa sem íslendingar kynnu að meta. Við höfum verið mjög önnum kafnir við að treysta efnahagslíf Indlands, þróa hvers kyns hátækniiðnað og stórauka matvælaframleiðslu svo að við erum sjálfum okkur nægjr hvað það snertir. Því má segja að ferðamannaþjónustu hafi ekki verið sinnt að marki fyrr en nú.“ Þetta sagði Roop Krishna Anand, nýskipaður sendiherra Indlands með aðsetri í Osló, í stuttu spjalli við Morgunblaðið. Hann kvaðst hafa komið hingað á sunnudag og hitt fjölda manns að máli og vænti hins bezta af samskiptum við ís- lendinga. Hann sagði að fyrirhugað væri að halda sérstaka Indlandsviku í Reykjavík að liðnu sumri, þá yrðu sýndar kvikmyndir, upplýsingar gefnar um ferðamöguleika, kynnt indversk músík og danslist, matar- gerð og margt fleira. Hann hefði rætt þetta við menntamálaráðherra og áhugi virtist vera af íslendinga hálfu. Anand sendiherra er ættaður frá Punjab. Hann hefur verið starfs- maður untanríkisþjónustu Indlands síðan árið 1957 og m.a. starfað í Frakklandi, Sviss, Alsír, Argentínu, Suður-Kóreu, Sri Lanka og Sene- gal. Kona hans er með honum hér og eiga þau hjón tvö uppkomin börn, son og dóttur. Sendiherranum var augljóslega 1 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Roop Krishna Anand sendiherra Indlands á íslandi ásamt eiginkonu sinni. kappsmál að íslendingar áttuðu sig á því hversu miklar og örar fram- farir hefðu orðið á efnahagssviði Indlands á allra síðustu áratugum og hann sagðist gera sér grein fyrir því að útlendingar hefðu ekki alltaf nógu rétta mynd af þjóðlífi á Ind- landi. Hann kvað Indveija vera afar stolta yfir þeim miklu áföngum sem þeir hafa náð til þess að bæta hag almennings og hann sagði að ástæða væri til að lofa forystumenn þá sem hafa stýrt Indlandi frá því þeir fengu sjálfstæði. — Þeir hafa verið hver með sínu móti sagði sendiherrann — en veitt þjóðinni þá forystu, sem hún hefur haft þörf fyrir á hveijum tíma. Núver- andi forsætisráðherra, Rajiv Gandhi hefur aflað sér mikils trausts og virðingar meðal Indveija og vakið athygli og aðdáun á alþjóðavett- vangi. Það er augljóst að í iandi sem búa um 800 milijónir manna hljóta 6009 ,111 Nú fœst Ora-rauðkál í nýjum og betri umbúðum. Gerðu ráð fyrir Ora á diskinum! ora Hilmar Þór Hafsteinsson eigandi Sunnlensks framtaks með jan- úarútgáfu nýja ritsins. Úrklippurit með sunn- lensku efni Selfossi, 20. mars. FYRIRTÆKIÐ Sunnlenskt fram- tak á Selfossi hefur sent frá sér rit undir nafninu Allt um Suður- land. Um er að ræða blaðaúr- klippur úr dagblöðum og héraðs- blöðum, þar sem fjallað er um málefni Suðurlands. Ritið skipt- ist í 5 kafla, fréttir, atvinnumái, fþróttir, menningu og ítarefni. Fyrsta ritið nær yfir janúarmán- uð og er 62 blaðsíður að stærð. Hilmar Þór Hafsteinsson, út- gefandi, sagði ástæðuna fyrir út- gáfunni vera þá að hingað til hefði vantað hagnýtt yfirlit fyrir fyrir- tæki og stofnanir yfir fréttir og greinar um sunnlensk málefni. „Aukin umfjöllun í dagblöðum og útgáfa héraðsblaða kallar á samantekt sem þessa þar sem á einum stað má finna allt sem ritað er um Suðuriand í hveijum mán- uði,“ sagði Hilmar, Jafnframt hef- ur þetta menningarlegt og sögulegt gildi þegar fram líða stundir." Hilmar sagði að ritinu hefði verið vel tekið en það er selt I áskrift og kostar það sama og áskrift af dagblaði á mánuði. Frágangur rits- ins er vandaður og það litprentað og aðgengilegt. Sunnlenskt framtak hefur aðset- ur að Ártúni 3 á Selfossi. — Sig.Jóns. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.