Morgunblaðið - 25.03.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 25.03.1986, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1986 46 Stiörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson „Ég er fædd 6. febrúar 1961 árla dags eða um hálftíu að morgni til. Mikið væri það nú ljúft ef þú vildir vera svo vænn að gefa mér upplýsingar um helstu þætti stjömukorts míns. Með fyrirfram þökk.“ Svar: Þú hefur Sól í Vatnsbera, Tungl í Vog, Merkúr í Fiskum, Venus í Hrút, Mars í Krabba og Hrút Rísandi. Það síðast talda er þó háð því að þú sért fædd nákvæm- lega um kl. hálf tíu. Fiskur og Naut geta einnig komið til greina sem Rísandi merki (fas og framkoma). Merki þín eru því Vatnsberi, Vog, Fiskur, Hrútur og Krabbi. Vingjarnleg Sól í Vatnsbera táknar að þú ert í grunnatriðum vingjamleg og þægileg persóna en samt frekar fjarlæg og ópersónuleg. Þú hleypir fólki ekki auðveld- lega að þér. Þú ert stolt og getur verið föst fyrir. Vatns- beri er merki sem fer eigin leiðir, er viljasterkur og leitar varanleika. Sól í Vatnsbera og Tungl í Vog táknar að þú ert sjálfri þér samkvæm, ert að öllu jöfnu yfirveguð og ró- leg. Ljúf Tungl í Vog táknar að þú ert tilfinningalega ljúf og friðsöm. Þú átt auðvelt með að setja þig í spor annarra, leitar þess sem sameinar menn, og ert því þægileg í umgengni. Þér er illa við deilur og læti og vilt að ró og friður ríki í umhverfi þínu. Þessi staða táknar að þú hefur gott auga fyrir fegurð og hlutföllum, t.d. því hvemig litir eiga saman. Þú hefur fé- lagslega hæfileika og átt auðvelt með að umgangast fólk. Þú hefur sterka réttlætis- kennd, ert tillitssöm og vel liðin af öðrum. Það sem þú þarft kannski að varast er að vera of tillitssöm og eftirgef- anleg. Voginni hættir til að kaupa frið, loka á það sem henni mislíkar, til að komast hjá deilum og hávaða. Hættan sem því fylgir er visst ósjálf- stæði og það að gengið verður framhjá þér. Þú getur því þurft að temja þér aukna ákveðni. Vogin í samvinnu við stoltan Vatnsbera getur birst þannig að þegar þér mislíkar eitthvað þá dregur þú þig í skel, verður köld og ijarlæg og ferð síðan í burtu án frekari orða. Draumlynd Merkúr í Fiskum táknar að hugsun þín er næm og draum- lynd. Þú hefur sterkt ímynd- unarafl og átt til að gleyma þér í dagdraumum. Plútó í mótstöðu við Merkúr táknar að þú ert dul í hugsun og segir ekki hveijum sem er frá hugmyndum þínum. Þessi staða ásamt Tungli í Vog gefur til kynna listræna hæfi- leika. Hress Venus í Hrút táknar að þú laðast að lifandi fólki og ert sjálf hress og opin í mannleg- um samskiptum. Þú ert já- kvæð á annað fólk. Það að hafa Tungl í Vog og Venus í Hrút táknar að þú getur bæði verið ljúf o g þægileg og ákveð- in og hreinskilin. Þú ert því að vissu leyti mótsagnakennd á tilfinningasviðinu, vilt sam- vinnu en einnig frelsi. GreiÖvikin Mars í Krabba táknar að þú ert hjálpsöm og greiðvikin í starfi. Starfsorkan litast af tilfinningum þínum og getur verið sveiflukennd. X-9 sbm pu £fne*KÍ\ ? BUNDIN CCRSQGAN-■ ] f /WX, ::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::: DYRAGLENS """.................-..................T ■ TT1 TTl 111111111IIIIIIIIIIII irTIIIlllllll IITtlTITlll - FERPINANP T:?!i!!iiii!i!l!llu“llu‘n"uuuu“uuui-‘-uuiuu».ii.iiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinmiiiiiiii.ju.i.i;iiruiiiiUiiiiiiiuiii! 11 ■.. ■' ' ..... m- . ................. .. ...... . i■ SMÁFÓLK A Hístory of the World. Veraldarsaga. Volcanoes erupted. Oceans boiled. Eldfjöll gusu. Úthöfin sjóðhitnuðu. The universe was ín q turmoil.. Alheimurinn var i upp- námi. Then came the Þá kom hundurinn. Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Sigursælir spilarar láta sér ekki nægja að spila vel sjálfir. Þeir hafa líka lag á að ná því besta út úr makker. Hér er dæmi. Norður gefur; allir á hættu. Vestur ♦ G9642 ¥8 ♦ Á1083 ♦ 843 Norður ♦ ÁD ¥ KD64 ♦ KDG4 ♦ ÁDG Austur ♦ 10875 ¥ Á53 ♦ 7 ♦K10962 Suður ♦ K3 ¥ G10972 ♦ 9652 ♦ 75 Vestur Norður Austur Suður — 2 lauf Pass 2 tíglar Pass 2 grönd Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Allir pass Eftir opnun norðurs á alkröfu verður suður sagnhafi í fjórum hjörtum. Vestur spilar út laufi, sagnhafí lætur drottninguna í blindum og austur á slaginn. Hveiju á austur að spila í öðrum slag? Kannski finnst þér fáránlega spurt. Elða blasir ekki við að sækja stungu í tígli? Jú, reyndar. En það er ekki þar með sagt að það sé vænleg- ast til árangurs að spila tígulsjö- unni strax. Makker hefur engin tök á því að sjá að sjöan sé einspil. Hún gæti verið frá tví- spili, sem þýðir að hann verður að gefa fyrsta slaginn til að halda opnum samgangi milli handanna. En er það ekki bara mál makkers að hitta á réttu vöm- ina? Er nokkuð hægt að gera til að vísa honum veginn? Já, það þarf ekki annað en taka hjartaásinn áður en tíglin- um er spilað. Þegar makker sér að trompinnkoman er horfin á hann ekki um annað að velja en spila upp á að tígulsjöan sé ein áferð. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson ÞESSI staða kom upp á Skákþingi íslands, sem nú er nýhafið, i viður- eign þeirra Jóns Þ. Þórs, sem haði hvítt og átti leik, og Bjöms Halldórssonar. Svartur er langt á eftir liðsskip- an og afleiðingamar létu ekki á sér standa: 18. Dh6! — Hg8 (Eða 18. — gxh6, 19. Bh5 mát og 18. - Bxh4, 19. Bh5+ - g6, 20. Bxg6+ leiðir einnig til máts.) 19. Dxh7 gefið. Þeir Jón Þ. Þór og Bjöm Halldórsson eru með reynd- ustu þátttakendunum á mótinu, obbinn af keppendum er um eða innan við tvítugt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.