Morgunblaðið - 25.03.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.03.1986, Blaðsíða 37
Sigurvegararnir i stærðfræðikeppni framhaldsskólanema ásamt formanni dómnefndar. F.v. Sverrir Þorvaldsson, Ágúst Sverrir Egilsson, Hákon Guðbjartsson og Reynir Axelsson, formaður dómnefnd- ar í stærðfræðikeppninni. Stærðfræðikeppniframhaldsskólanema: Urslitakeppnin — Rætt við sigurvegara í stærðfræðikeppninni ÚRSLITAKEPPNI í stærðfræðikeppni framhaldsskólanema fór fram á laugardag og tóku 20 nemendur þátt í henni. Úrslit voru kunngerð á sunnudag. Ágúst Sverrir Egilsson, nemandi í Mennta- skólanum í Reykjavík, varð í efsta sæti og hlaut hann fyrstu verðlaun, 12.500 kr. í öðru sæti var Hákon Guðbjartsson, MR, og hlaut hann önnur verðlaun, 10 þúsund kr. í þriðja sæti varð Sverrir Þorvaldsson, MR, og hlaut hann þriðju verðlaun, 7 þúsund kr. í 4. til 10. sæti voru: Geir Agnarsson, MR, Fjóla Rún Björns- dóttir, MH, Guðrún Birna Guðmundsdóttir, MA, Ári Kristinn Jóns- son, MR, Gylfi Magnússon, MR, Kristján Magnús Arason, MR, og Hallbjörn Karlsson, MR. Þetta er í annað sinn sem stærðfræðikeppnin fer fram hér á landi. Að keppninni standa ís- lenska stærðfræðifélagið og Félag raungreinakennara, en hún er kostuð af IBM á íslandi. Þá styrktu Flugleiðir keppnina að þessu sinni og Hið íslenska bók- menntafélag gaf hinum 10 sem bestum árangri náðu bókina Máls- vöm stærðfræðings eftir Godfrey Harold Hardy í viðurkenningar- skyni. Þeir sem bestum árangri náðu í stærðfræðikeppninni og hafa ekki náð tvítugsaldri þegar Ólympíukeppni í stærðfræði fer fram næsta sumar, koma til álita til keppni þar fyrir íslands hönd. Að þessu sinni fer Ólympíukeppn- in í stærðfræði fram í Varsjá í Póllandi. Enn hefur ekki verið ákveðið hveijir munu keppa þar fyrir hönd Islands en í ráði er að senda tvo keppendur til keppninn- ar. Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við hina þrjá efstu í úrslita- keppninni og var sigurvegarinn, Ágúst Sverrir Egilsson, fyrstur tekinn tali. Ágúst varð í öðm sæti í stærðfræðikeppninni í fyrra og keppti fyrir hönd íslands í Ólympíukeppninni sem fram fór í Finnjandi sl. sumar. Þess má geta að Ágúst Sverrir varð annar í Eðlisfræðikeppni framhaldsskóla- nema sem fram fór fyrir skömmu. KEPPNIN GETUR SKAPAÐ NEMEND- UMTÆKIFÆRI „Ég er að sjálfsögðu ánægður með árangurinn núna en ég kem ekki til álita um að keppa í Olymp- íukeppninni þar sem ég er orðinn of gamall “ sagði Ágúst. „Ég keppti í Ólympíukeppninni sem fram fór í Jouts í Finnlandi í fyrra - það voru hrikalega þung dæmi sem þar voru lögð fyrir keppend- ur. Við sem kepptum fyrir hönd íslands náðum sæmilegum árangri enda höfðum við fengið mikinn undirbúning. Það er skemmtilegt að taka þátt í keppni sem þessari og svo getur maður lært mjög mikið á því. Það getur líka skapað nem- endum tækifæri að standa sig vel í Ólympíukeppni - það er fylgst með Ólympíukeppninni af ýmsum menntastofnunum víða um heim og úrslit birt í ýmsum tímaritum sem háskólar gefa út. Þeir sem náð hafa langt í Ólympíukeppn- inni hafa margir fengið ókeypis skólavist í löndum þar sem þarf að greiða skólagjöld og þeir hafa líka meiri möguleika á að fá styrki en aðrir. Ég held líka að þátttaka íslendinga í keppnum sem þessum sé góð landkynning, og ef okkur tekst að ná góðum árangri skipar það íslandi vissan sess meðal annarra þjóða," sagði Ágúst. Ágúst ætlar að heíja nám í Há- skóla íslands í haust en hefur ekki enn gert upp við sig hvaða grein hann muni leggja stund á. Stærðfræði er eitt af aðal áhuga- málum hans og ætlar hann að leggja stund á háskólanám sem tengist henni. DÆMIN í ÚRSLITA- KEPPNINNIEKKI ÞUNG „Stærðfræðikeppnin fór mjög vel fram að þessu sinni og var skemmtilegri en í fyrra vegna þess að nú voru þátttakendur miklu fleiri," sagði Hákon Guð- bjartsson MR sem keppti fyrir hönd íslands í Ólympíukeppninni í Finnlandi í fyrra ásamt Ágúst Sverri. „Dæmin í úrslitakeppninni voru ekki eins þung og við höfðum búist við. Sjálfur er ég ánægður með þann árangur sem ég náði að þessu sinni, því ég eyddi miklu minni tíma í undirbúning en í fyrra. Dæmin sem við áttum að leysa í Ólympíukeppninni í Finn- landi voru mjög erfið viðfangs - maður hefði helst þurft að vera með háskólapróf til að geta leyst þau. - Er stærðfrasðin áhugamál hjá þér? „Já, ég hef fengist töluvert við stærðfræði í frístundum og vinn reyndar við að semja tölvuforrit. Reyndar reyna þessi viðskiptafor- rit sem ég hef samið ekki mjög mikið á stærðfræðikunnáttu en ég hef áhuga á_því að læra meira á þessu sviði. Ég hef enn ekki gert upp við mig hvort ég fer í raf- magnsverkfræði eða stærðfræði og tölvufrasði í háskóla, en sem stendur hef ég mestan áhuga á þessum greinum." MJÖGGAMANAÐ TAKAÞÁTTÍ KEPPNINNI „Það kom mér á óvart hve dæmin í úrslitakeppninni voru létt,“ sagði Sverrir Þorvaldsson, MR. „Dæmin í forkeppninni skipt- ust eiginlega í tvennt, það voru tiitölulega létt dæmi og svo dæmi sem voru mjög erfíð viðfangs. Það hefur verið mjög gaman að taka þátt í þessu og keppnin hefur farið mjög vel fram. - Nú virðist öruggt að þér verði boðið að taka þátt í Ólympíu- keppninni í Póllandi í sumar, þar sem þeir í efstu sætunum eru báðir orðnir tvítugir - hvemig líst þér á að fara í Ólympíukeppnina? „Mér líst bara vel á það — mér skilst að þeir sem fara í Ólympíu- keppnina fái mikla þjálfun hjá aðstandendum keppninnar þannig að þátttakan kostar töluverða fyrirhöfn. En það hlýtur að vera mjög skemmtilegt að kynnast jafnöldrum sínum frá öðrum lönd- um sem hafa svipuð áhugamál og eins hlýtur að vera gaman að komatil Póllands." - Er stærðfræði áhugamál hjá þér? „Já, áhugi fyrir stærðfræðinni vaknaði eiginlega þegar ég fór að fást við að forrita tölvur. Ég hef áhuga á að læra meira í tölvu- fræði en hef þó ekki tekið neina ákvörðun um hvaða grein ég mun leggja stund á í háskóla," sagði Sverrir. Flókagata 53, öðru nafni Hliðabær. Setustofa í hinu nýja húsnæði. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1986 Selveiðar við Island Fram hefur verið lagt stjómar- frumvarp um selveiðar við ísland (endurflutt). Samkvæmt fmmvarp- inu annast Hafrannsóknastofnun rannsóknir á selum við landið. Sjáv- arútvegsráðuneytið hafi yfirumsjón allra mála er selveiðar varða, sam- anber þó ákvæði laga um lax- og silungsveiði. Samkvæmt frumvarpinu hafa landeigendur einir heimild til sel- veiða og ráðstöfunarréttar þeirra í landareign sinni. Landeigandi á rétt til slíkra veiða 115 metra á haf út frá stórstraumsfjörumáli fyrir landi sínu og eru það netlög hans. Öllum íslenzkum ríkisborgurum em sel- veiðar heimilar utan landareigna og netlaga, samanber þó 1. grein, sem fjallar um yfimmsjón sjávarút- vegsráðuneytis. Ráðherra getur sett reglur um framkvæmd laganna; bannað veið- ar á tilteknum svæðum eða tak- markað þær við ákveðinn tíma. Hann getur einnig friðað ákveðnar tegundir sela eða ákveðið fjölda þeirra sela er veiða má af einstökum tegundum. Þá getur hann sett reglur um veiðiaðferðir, ákveðið hvemig gengið skuli frá drepnum selum og sett reglur um veiðar í vísindalegum tilgangi. Fjárhagsleg sam- skipti ríkis og sveitarfélaga Fimm þingmenn úr stjómar- flokkunum, Alþýðuflokki og Al- þýðubandalagi hafa lagt fram til- lögu um fjárhagsleg samskipti ríkis og sveitarfélaga. Fyrsti flutnings- maður er Davíð Aðalsteinsson (F.-Vl.). Tillagan felur íjármálaráð- herra, verði hún samþykkt, í sam- vinnu við einstök ráðuneyti og Samband íslenzkra sveitarfélaga, „að láta gera yfirlit um fjarhagsleg samskipti ríkis og sveitarfélaga. Greint verði milli samskipta er lúta að framkvæmdum annars vegar og rekstri og ýmissi þjónustu hinsveg- ar. Fram komi skuldbindingar og fjárhagsstaða hvors aðila fyrir sig miðað við árslok 1985. Greinargerð um þetta efni verði lögð fyrir Al- þingi með fmmvarpi til fjárlaga fyrirárið 1987“. í greinargerð segir að nauðsyn- legt sé að árlega „liggi fyrir yfírlit um fjárhagsskuldbindingar ríkis og sveitarfélaga. Það yrði ótvírætt til hagræðis og einföldunar allri máls- meðferð fyrir fjárveitinganefnd Alþingis . . .“. Stærri gjaldskrársvæði símans Sjö þingmenn Framsóknarflokks (fyrsti flutningsmaður Davíð Aðal- steinsson) flytja þingsályktunartil- lögu sem felur ríkisstjóminni, verði hún samþykkt, að „gera nú þegar ráðstafanir til að gjaldskrársvæði símans verði stækkuð þannig að í meginatriðum gildi sami gjaldflokk- ur innan sérhvers athafna- og við- skipta- eða greinistöðvasvæðis". Greinistöðvasvæði em nú 20 talsins. Sj ómannadagur lögskipaður Tveir þingmenn Alþýðuflokks, Eiður Guðnason og Karl Steinar Guðnason, flytja fmmvarp til laga um frídag sjómanna. Fyrri fmm- varpsgreinin kveður á um að „fyrsti sunnudagur í júnímánuði ár hvert skuli vera almennur frídagur sjó- manna“. Sú síðari að lögin öðlist þegar gildi. I greinargerð segir að það sé gamalt baráttumál sjómanna að fá lögskipaðan fridag. Þar sem ekki bóli á fmmvarpi frá ríkisstjóminni um þetta efni hafi flutningsmenn kosið að hafa fmmkvæði þar um. STUTTAR ÞINGFRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.