Morgunblaðið - 25.03.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.03.1986, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 69. tbl. 72. árg. ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bandaríkjamenn svara iíbýskri eldflaugaárás; Skutu á líbýska eftir- litsbáta og eldflaugapall Washington, 24. marz. AP. BANDARÍSKAR herþotur skutu í dag eldflaugum á tvo líbýska eftirlitsbáta á Sidraflóa fyrir norðan Líbýu og ollu á þeim miklu tjóni. Bandarískar herþotur skutu einnig eldflaugum á eldflaugapall í Líbýu. Skýrði Larry Speakes, talsmaður Banda- ríkjaforseta, fráþessu í kvöld. HANS HOLMER lögreglustjóri í Stokkhólmi heldur á loft samsettri mynd af manni sem á að hafa fylgt Palme eftir og njósnað um hann dagana fyrir morðið. „Annar báturinn brennur og virðist vera að því kominn að sökkva. Svo lítur út sem enginn um borð hafi komizt lifandi af,“ Filippseyjar: Fallast uppreisn- armenn á vopnahlé? Viðurkenna almennan stuðning þjóðarinnar við Aquino forseta Manilla, 24. marz. AP. Uppreisnarmenn konun- únista á Filippseyjum létu i dag í fyrsta sinn í Ijós vilja um að setjast að samningaborðinu með Corazon Aquino forseta og semja um vopnahlé, er næði til þjóðarinnar allrar. í dag létu kommúnistaflokkur Filippseyja og Þjóðlega lýðræðis- fylkingin svonefnda, sem kommún- istar ráða, frá sér fara yfirlýsingar sitt í hvoru lagi og gerði kunnur uppreisnarforingi, Antonio Zum- mel, fréttamönnum grein fyrir þeim. I þeim sagði m.a., að með „réttlátum, einlægum og viturleg- um aðgerðum væri samkomulag mögulegt um vopnahlé, sem næði til allrar þjóðarinnar“. Þá sagði þar ennfremur, að „viðurkenna ber af einlægni" almennan stuðning þjóð- arinnar við Aquino forseta. Rene Saguisag, talsmaður for- setans, sagði í dag, að ganga yrði úr skugga um vilja uppreisnar- manna til þess að ræða um vopna- hlé. Tók hann það fram, að það yrði vissulega til þess’ að greiða fyrir slíkum viðræðum, ef upp- reisnarmenn hættu hemaðarað- gerðum sínum á meðan. Samkvæmt opinberum skýrslum hafa 293 menn fallið í átökum við uppreisnarmenn á Filippseyjum frá því að Aquino varð forseti landsins 25. febrúar sl. Talsmaður hersins staðhæfði í dag, að 1000 manns úr liði komm- únista hefðu gefið sig fram síðasta sólarhring og lagt niður vopn. sagði Speakes á fundi með fréttamönnum í kvöld. Kvað hann þetta hafa gerzt eftir að Líbýumenn skutu 6 eldflaugum að flugvélum Bandaríkjamanna. Eldflaugamar hefðu þó ekki náð að hitta neina þeirra. Sjónvarpið í Líbýu staðhæfði hins vegar í kvöld, að Líbýumenn hefðu skotið niður þrjár banda- rískar flugvélar yfir Sidraflóa. Þessar flugvélar hefðu rofíð loft- helgi Lábýu og hefðu tvær þeirra verið skotnar niður skömmu eftir hádegi og sú þriðja í kvöld. Þá var því einnig haldið fram, að Bandaríkjamenn hefðu gert loft- árás með flugskeytum á úthverfí borgarinnar Sirte. Speakes vísaði á bug þessum staðhæfíngum Líbýumanna og sagði, að engin bandarisk flugvél hefði orðið fyrir skoti. Banda- ríkjamenn litu hins vegar ekki svo á, að þessu máli væri lokið. „Við lítum nú á öll skip og flug- vélar Líbýumanna, sem nálgast okkur, sem óvinveittar.“ Að- spurður sagði Speakes hins veg- ar: „Ég get ekki lýst þessu sem stríði milli Bandaríkjanna og Líbýu.“ Líbýumenn skutu eldflaugum á flugvélar Bandaríkjamanna er þær flugu inn yfír svonefnda „dauðalínu“ Khadafys Líbýuleið- toga á Sidraflóa. Halda Banda- ríkjamenn því fram, að þar sé alþjóðleg flugleið og siglingaleið, en Líbýumenn fullyrða, að þetta svæði tilheyri land- og lofthelgi sinni. Svíþjóð: Leit haf in að manni sem njósnaði um Palme Stokkhólmi, 24. marz. AP. LÖGREGLAN í Stokkhólmi birti í dag samsetta ljósmynd af nýjum manni í tengslum við morðið á Olof Palme forsætisráðherra. Stendur nú yfir áköf leit að þessum manni, en samkvæmt lýsingu lögreglunn- ar er hann 35 ára gamall, um 190 cm hár, kraftalega vaxinn og með skolleitt hár. Hans Holmer, lögreglustjóri í Stokkhólmi, sagði í dag, að þessi samsetta mynd væri gerð eftir lýs- ingu margra vitna, sem segjast hafa séð mann fylgja Palme eftir og njósna um hann dagana fyrir morðið. „Við erum nú að leita að manni, sem er ekki morðinginn, en vitni segja, að hafí elt Palme að minnsta kosti í tvö skipti," sagði Holmer. „Við teljum, að margir menn hafí átt aðild að morðinu,“ sagði Holmer ennfremur. Hann vildi þó ekki gefa frekari upplýsingar um manninn, en sagði, að myndin af honum væri samsett eftir nýjum upplýsingum, sem lögreglunni hefðu borizt síðustu daga. Myndin sýnir andlit af manni með fremur flatt nef, sterklega kjálka, þykkar varir og miklar augnabrúnir. Holmer kvaðst enn vera bjart- sýnn á, að takast myndi að fínna morðingja Palme. Sagði hann, að leitinni að honum yrði haldið áfram, unz „hún ber árangur“. Holmer hefur samt átt fullt í fangi með að verjast vaxandi gagnrýni á starfs- aðferðir lögreglunnar. Hélt hann því fram í dag, að það væru „vönduð vinnubrögð en ekki hraði", sem skiptu máli, ekki sízt í jafn mikil- vægri og umfangsmikilli rannsókn og hérværi um að ræða. Olíuverð lækkar enn vegna óeiningar OPEC-ríkjanna Genf, 24. marz. AP. OLÍUVERÐ snarlækkaði í New York í dag, eftir að 9 daga löngum fundi OPEC-ríkjanna í Genf lauk, án þess að nokkuð samkomulag næðist um sam- drátt í olíuframleiðslu þeirra. Þannig fór verð á olíutunnunni niður í 11,20 dollara í morgun og hafði þvi lækkað um tæpa 3 doll- ara frá því á föstudag á Texas- olíu (West Texas Intermediate). Síðdegis hækkaði verðið aðeins á ný á olíumarkaðinum 'í New York og fór þá rétt upp fyrir 12 dollara tunnan. Mikil óeining einkenndi OPEC- fundinn frá upphafi og yfirlýsing- in, sem gefin var út í lok hans, var vart meira en ein setning. Þar var aðeins sagt, að olíumálaráð- herrar aðildarríkjanna myndu koma saman til nýs fundar 15. apríl nk. í von um samkomulag um verulegan samdrátt í olíu- framleiðslunni. Engin önnur yfír- lýsing var gefín út. Fundur OPEC-ríkjanna nú stóð í 9 daga og var því einhver sá lengsti í sögu samtakanna. Mikill glundroði ríkti í lok fundarins og enginn fundur var haldinn með fréttamönnum. Hingað til hefur það alltaf verið venja að gefa út yfirlýsingu um niðurstöður fund- arins og gera fréttamönnum grein fyrir þeim árangri, sem þar hefur náðst. Sjálfur forseti OPEC-samtak- anna, Arturo Hemandez Grisanti, olíumálaráðherra Venezuela, forðaði sér framhjá fréttamönn- um, sem biðu í ofvæni og flýtti sér burt af fundarstaðnum án þess að hirða um að svara spum- ingum þeirra. Haft var eftir bandariskum ol- íusérfræðingum í dag, að olíuverð í heiminum myndi á næstunni sennilega verða á bilinu 10-12 dollarartunnan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.