Morgunblaðið - 25.03.1986, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 25.03.1986, Blaðsíða 64
BÆTIR HEIM iusbókMBSÍ ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Verðbólga stefnir hraðbyri í 10%: 4,5% vaxtalækkun frá mánaðamótum VEXTIR munu lækka um 4,5% að meðaltali frá og með næsta þriðjudegi, 1. aprfl. Ákvörðun um þetta er tekin með tilliti tfl hraðlækkandi verðbólgu í kjölfar kjarasamning- anna í lok síðasta mánaðar. Verðbólga stefnir nú hraðbyri í 10%, að sögn Eiríks Guðnasonar, hagfræðings Seðlabank- ans, en hraði hennar er nú „á hiiinn 8—17%, eftir því hvernig er reiknað", eins og hann orðaði það í gær. í gærkvöldi hafði ekki endanlega verið gengið frá útreikningum í sambandi við lækkunina en hún lá þó fyrir f meginatriðum. Víxilvextir, sem nú eru 19,5%, lækka væntan- lega í 15%, vextir af skuldabréfum úr 20% í 15—15,5%, vextir af af- urðalánum úr 19,25% í um 15% og ■ yanskilavextir úr 33% á ári í 28,5%. Á sama hátt má reikna með, að sparisjóðsvextir lækki úr 12% í um 7,5%. Vextir hafa með þessu lækkað meira og hraðar en gert var ráð fyrir við gerð kjarasamninganna. Væntanlega verður ekki tekin ákvörðun um nýja vaxtabreytingu fyrr en í ágúst eða september. Útlit er fyrir að verðbólga verði um 10% í sumar og fram á haust, að sögn Eiríks Guðnasonar. Eignarskatts- viðauki vegna Þj óðarbókhlöðu SVERRIR Hermannsson mennta- málaráðherra er með í undir- búningi frumvarp um fjármögn- un lokaframkvæmda við Þjóðar- bókhlöðu á næstu þremur árum. Menntamálaráðherra býst við að leggja fram tillögu um þetta á ríkisstjórnarfundi í dag. Fram- kvæmdimar á að fjármagna með því að leggja á sérstakan eignar- skattsviðauka. Sverrir Hermannsson sagði í gærkvöldi að kostnaður við að ljúka byggingu Þjóðarbókhlöðunnar væri áætlaður 360 milljónir á verðlagi nú. Þetta yrði fjármagnað með þvi að leggja á eignarskattsviðauka á árunum 1987—89, sem gæfi 120 milljónir kr. á ári. Eignarskattsvið- aukinn yrði 0,25% af hreinni eign umfram 1,6 milljón kr. en ellilífeyr- isþegar yrðu undanþegnir skattin- um. Sagði Sverrir að gjaldendur fengju skrautritað gjafabréf fyrir framiagi sínu í þjóðargjöfina, en eins og kunnugt er var bygging þjóðarbókhlöðunnar ákveðin sem þjóðargjöf á 1100 ára afmæli ís- landsbyggðar árið 1974. Gjafabréf- in verða líka til sölu fyrir þá sem vilja. Sem dæmi má nefna að á mann með 3 milljóna kr. skuldlausa eign verða lagðar 3.500 krónur á ári f eignarskattsauka vegna þessa verkefnis ef hugmyndir mennta- málaráðherra ná fram að ganga. Sverrir sagði í gærkvöldi að sér þætti miður að þetta mál væri orðið umfjöllunarefni fjölmiðla á þessu stigi málsins. Það væri að vísu afgreitt í þingflokki Sjálfstæðis- flokksins og Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra hefði Iýst sig samþykkan hugmyndinni, en það væri óafgreitt í þingflokki Framsóknarflokksins. :.V -:>****• Skipverjar á Goðafossi setja út rekakkerið góða, sem þó dugði ekki lengi. Myndina tók Eggert Eggertsson bryti á Goðafossi. „Vaknaði með lappirnar beint upp í loft“ GOÐAFOSS, frystiskip Eimskipafélagsins sem varð fyrir vélarbilun 270 sjómílur suðaustur af Hvarfi fyrir þremur vikum, kom til Everett í Bandaríkjunum á laugardag. Kanadískur drátt- arbátur var þá búinn að vera með skipið í togi i tíu og hálfan dag og draga það 1.940 sjómilur, eða 3600 kílómetra, sem er að sögn Steinars Magnússonar skipstjóra á Goðafossi ein lengsta leið sem skip hefur verið dregið. Steinar segir að aðfaranótt þriðjudagsins 11. mars hafí verið versti tíminn um borð. Þá hefði skipið oltið „alveg rosalega", upp í eða yfír 45 gráðu halli á því og veðrið komið í suðvestan 9-11 vind- stig. „Það var alversta nóttin, þá vaknaði ég með lappimar beint upp í loft og komst ekki fram úr kojunni. Þá brá mér nú helvíti!" sagði Steinar. Hann sagði að það hefði farið verst í mennina um borð að geta ekki haft samband við aðstandendur sína vegna bilunar í talstöð skipsins. Búið er að smíða nýjan öxul í Goðafoss í stað þess sem bilaði. Var það gert í Danmörku, þar sem skipið var smíðað, og kemur hann til Bandaríkjanna á morgun. Er búist við að viðgerðin taki um það bil hálfan mánuð. Sjá frásögn af komu Goðafoss til Everett og viðtal við skipstjórann á blaðsíðu 26. Fjögnrra leitað á Austfjörðum LEIT hófst í gærkveldi að íjór- um mönnum, þremur Stöðfírð- ingum og einum Fáskrúðsfírð- ingi, sem fóru á fjórum vélsleð- um á laugardag upp á hálendið fyrir norðaustan Vatnajökul og hafði ekkert spurzt til þeirra í gærkveldi. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins fóru björg- unarsveitarmenn frá Egilsstöð- um og Breiðdalsvík í gærkveldi að svipazt um eftir mönnunum, en einn þeirra mun eiga skála í Hombrynju, milli Skriðdals og Fljótsdals, og var vonazt til að þar hefðu mennimir teppzt. Frumvarp ríkisstjórnarinnar til umræðu á Alþingi í nótt: Verkfall mj ó 1 kurfræ ðinga stöðvað með lagasetningu LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA lagði í gær fram frumvarp á Alþingi um stöðvun verkfalls mjólkurfræðinga sem hófst á miðnætti á sunnu- dag. Samkvæmt frumvarpinu skal kjaradómur, tilnefndur af Hæsta- rétti, ákvarða um kaup og kjör mjólkurfræðinga fyrir 1. maí næst- komandi og ber honum að „leggja til grundvallar síðastgildandi kjarasamning Mjólkurfræðingafélags íslands og vinnuveitenda og þær launa- og kjarabreytingar, sem almennt hefur samist um á vinnumarkaði frá því kjarasamningar urðu Iausir hinn 1. janúar 1986,“ eins og segir orðrétt í 2. grein. Frumvarpið var samþykkt frá neðri deild í gærkvöldi með 23 atkvæðum gegn 6 og var að því loknu tekið til umræðu í efri deild. Fastlega var búist við að það yrði að lögum í nótt. Atkvaeði féllu þannig að viðstaddir stjórnarþing- menn greiddu frumvarpinu atkvæði sitt, en viðstaddir stjómarandstöðu- þingmenn ýmist greiddu atkvæði gegn frumvarpinu (Alþýðubandalag og Kvennalisti) eða sátu hjá við afgreiðsluna (Alþýðuflokkur og Bandalagjafnaðarmanna). Geir Jónsson, formaður Mjólkur- fræðingafélagsins, sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins eftir að landbúnaðarráðherra hafði mælt fyrir frumvarpinu á Alþingi í gær, að hann og félagar hans ættu bágt með að trúa að lögin yrðu samþykkt „því það hefur alls ekki verið reynt til þrautar að ná samningum í þessari deilu. Við höfum verið á fundum hjá ríkissáttasemjara í samtals fímmtán klukkustundir. Það er ekki eftir nema ein af þeim kröfum, sem við lögðum upp með eftir að félagsfundur felldi ASÍ- samningana og hún er um greiðslu á fæðis- og flutningsgjaldi. Sú krafa er metin til 4—5% launabóta," sagði Geir Jónsson. Forystumenn Mjólkurfræðinga- félags íslands voru kvaddir á fund landbúnaðarráðherra í gærmorgun og voru þá upplýstir um að lög um verkfall þeirra væru í undirbúningi. Þeir óskuðu þá eftir að boðaður yrði sáttafundur í deilunni og hófst hann kl. 13. „Við tökjum okkur þá hafa daginn og nóttina til að ná samkomulagi en í ljós kom, að samningar áttu að hafa tekist kiukkan fjögur," á&gði Geir Jóns- son. í greinargerð með frumvarpinu, sem Jón Helgason landbúnaðarráð- herra mælti fyrir í gær, segir meðal annars: „Kröfur mjólkurfræðinga fela í sér verulegar hækkanir og frávik umfram það, sem felst í hinum almennu kjarasamningum, sem undirritaðir voru milli ASÍ annars vegar og Vinnuveitendasambands íslands og Vinnumálasambands samvinnufélaganna hinsvegar 26. febrúar sl. Samningar við mjólkurfræðinga nú, sem fælu í sér annað og meira heldur en samið var um á hinum almenna vinnumarkaði, væru til þess fallnir að riðla því breiða samkomulagi, sem náðst hefur, og spilla vinnufriði. Verkfall mjólkur- fræðinga veldur auk þess mikilli röskun á mjólkurframleiðslu og miklu verðmætatjóni, sem óverjandi væri að stjómvöld reynL ekki að bægja frá. Af þessum ástæðum er frumvarp þetta flutt.“ Sjá nánar á þingsíðu Morg- unblaðsins í dag, bls. 36.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.