Morgunblaðið - 25.03.1986, Side 64

Morgunblaðið - 25.03.1986, Side 64
BÆTIR HEIM iusbókMBSÍ ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Verðbólga stefnir hraðbyri í 10%: 4,5% vaxtalækkun frá mánaðamótum VEXTIR munu lækka um 4,5% að meðaltali frá og með næsta þriðjudegi, 1. aprfl. Ákvörðun um þetta er tekin með tilliti tfl hraðlækkandi verðbólgu í kjölfar kjarasamning- anna í lok síðasta mánaðar. Verðbólga stefnir nú hraðbyri í 10%, að sögn Eiríks Guðnasonar, hagfræðings Seðlabank- ans, en hraði hennar er nú „á hiiinn 8—17%, eftir því hvernig er reiknað", eins og hann orðaði það í gær. í gærkvöldi hafði ekki endanlega verið gengið frá útreikningum í sambandi við lækkunina en hún lá þó fyrir f meginatriðum. Víxilvextir, sem nú eru 19,5%, lækka væntan- lega í 15%, vextir af skuldabréfum úr 20% í 15—15,5%, vextir af af- urðalánum úr 19,25% í um 15% og ■ yanskilavextir úr 33% á ári í 28,5%. Á sama hátt má reikna með, að sparisjóðsvextir lækki úr 12% í um 7,5%. Vextir hafa með þessu lækkað meira og hraðar en gert var ráð fyrir við gerð kjarasamninganna. Væntanlega verður ekki tekin ákvörðun um nýja vaxtabreytingu fyrr en í ágúst eða september. Útlit er fyrir að verðbólga verði um 10% í sumar og fram á haust, að sögn Eiríks Guðnasonar. Eignarskatts- viðauki vegna Þj óðarbókhlöðu SVERRIR Hermannsson mennta- málaráðherra er með í undir- búningi frumvarp um fjármögn- un lokaframkvæmda við Þjóðar- bókhlöðu á næstu þremur árum. Menntamálaráðherra býst við að leggja fram tillögu um þetta á ríkisstjórnarfundi í dag. Fram- kvæmdimar á að fjármagna með því að leggja á sérstakan eignar- skattsviðauka. Sverrir Hermannsson sagði í gærkvöldi að kostnaður við að ljúka byggingu Þjóðarbókhlöðunnar væri áætlaður 360 milljónir á verðlagi nú. Þetta yrði fjármagnað með þvi að leggja á eignarskattsviðauka á árunum 1987—89, sem gæfi 120 milljónir kr. á ári. Eignarskattsvið- aukinn yrði 0,25% af hreinni eign umfram 1,6 milljón kr. en ellilífeyr- isþegar yrðu undanþegnir skattin- um. Sagði Sverrir að gjaldendur fengju skrautritað gjafabréf fyrir framiagi sínu í þjóðargjöfina, en eins og kunnugt er var bygging þjóðarbókhlöðunnar ákveðin sem þjóðargjöf á 1100 ára afmæli ís- landsbyggðar árið 1974. Gjafabréf- in verða líka til sölu fyrir þá sem vilja. Sem dæmi má nefna að á mann með 3 milljóna kr. skuldlausa eign verða lagðar 3.500 krónur á ári f eignarskattsauka vegna þessa verkefnis ef hugmyndir mennta- málaráðherra ná fram að ganga. Sverrir sagði í gærkvöldi að sér þætti miður að þetta mál væri orðið umfjöllunarefni fjölmiðla á þessu stigi málsins. Það væri að vísu afgreitt í þingflokki Sjálfstæðis- flokksins og Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra hefði Iýst sig samþykkan hugmyndinni, en það væri óafgreitt í þingflokki Framsóknarflokksins. :.V -:>****• Skipverjar á Goðafossi setja út rekakkerið góða, sem þó dugði ekki lengi. Myndina tók Eggert Eggertsson bryti á Goðafossi. „Vaknaði með lappirnar beint upp í loft“ GOÐAFOSS, frystiskip Eimskipafélagsins sem varð fyrir vélarbilun 270 sjómílur suðaustur af Hvarfi fyrir þremur vikum, kom til Everett í Bandaríkjunum á laugardag. Kanadískur drátt- arbátur var þá búinn að vera með skipið í togi i tíu og hálfan dag og draga það 1.940 sjómilur, eða 3600 kílómetra, sem er að sögn Steinars Magnússonar skipstjóra á Goðafossi ein lengsta leið sem skip hefur verið dregið. Steinar segir að aðfaranótt þriðjudagsins 11. mars hafí verið versti tíminn um borð. Þá hefði skipið oltið „alveg rosalega", upp í eða yfír 45 gráðu halli á því og veðrið komið í suðvestan 9-11 vind- stig. „Það var alversta nóttin, þá vaknaði ég með lappimar beint upp í loft og komst ekki fram úr kojunni. Þá brá mér nú helvíti!" sagði Steinar. Hann sagði að það hefði farið verst í mennina um borð að geta ekki haft samband við aðstandendur sína vegna bilunar í talstöð skipsins. Búið er að smíða nýjan öxul í Goðafoss í stað þess sem bilaði. Var það gert í Danmörku, þar sem skipið var smíðað, og kemur hann til Bandaríkjanna á morgun. Er búist við að viðgerðin taki um það bil hálfan mánuð. Sjá frásögn af komu Goðafoss til Everett og viðtal við skipstjórann á blaðsíðu 26. Fjögnrra leitað á Austfjörðum LEIT hófst í gærkveldi að íjór- um mönnum, þremur Stöðfírð- ingum og einum Fáskrúðsfírð- ingi, sem fóru á fjórum vélsleð- um á laugardag upp á hálendið fyrir norðaustan Vatnajökul og hafði ekkert spurzt til þeirra í gærkveldi. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins fóru björg- unarsveitarmenn frá Egilsstöð- um og Breiðdalsvík í gærkveldi að svipazt um eftir mönnunum, en einn þeirra mun eiga skála í Hombrynju, milli Skriðdals og Fljótsdals, og var vonazt til að þar hefðu mennimir teppzt. Frumvarp ríkisstjórnarinnar til umræðu á Alþingi í nótt: Verkfall mj ó 1 kurfræ ðinga stöðvað með lagasetningu LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA lagði í gær fram frumvarp á Alþingi um stöðvun verkfalls mjólkurfræðinga sem hófst á miðnætti á sunnu- dag. Samkvæmt frumvarpinu skal kjaradómur, tilnefndur af Hæsta- rétti, ákvarða um kaup og kjör mjólkurfræðinga fyrir 1. maí næst- komandi og ber honum að „leggja til grundvallar síðastgildandi kjarasamning Mjólkurfræðingafélags íslands og vinnuveitenda og þær launa- og kjarabreytingar, sem almennt hefur samist um á vinnumarkaði frá því kjarasamningar urðu Iausir hinn 1. janúar 1986,“ eins og segir orðrétt í 2. grein. Frumvarpið var samþykkt frá neðri deild í gærkvöldi með 23 atkvæðum gegn 6 og var að því loknu tekið til umræðu í efri deild. Fastlega var búist við að það yrði að lögum í nótt. Atkvaeði féllu þannig að viðstaddir stjórnarþing- menn greiddu frumvarpinu atkvæði sitt, en viðstaddir stjómarandstöðu- þingmenn ýmist greiddu atkvæði gegn frumvarpinu (Alþýðubandalag og Kvennalisti) eða sátu hjá við afgreiðsluna (Alþýðuflokkur og Bandalagjafnaðarmanna). Geir Jónsson, formaður Mjólkur- fræðingafélagsins, sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins eftir að landbúnaðarráðherra hafði mælt fyrir frumvarpinu á Alþingi í gær, að hann og félagar hans ættu bágt með að trúa að lögin yrðu samþykkt „því það hefur alls ekki verið reynt til þrautar að ná samningum í þessari deilu. Við höfum verið á fundum hjá ríkissáttasemjara í samtals fímmtán klukkustundir. Það er ekki eftir nema ein af þeim kröfum, sem við lögðum upp með eftir að félagsfundur felldi ASÍ- samningana og hún er um greiðslu á fæðis- og flutningsgjaldi. Sú krafa er metin til 4—5% launabóta," sagði Geir Jónsson. Forystumenn Mjólkurfræðinga- félags íslands voru kvaddir á fund landbúnaðarráðherra í gærmorgun og voru þá upplýstir um að lög um verkfall þeirra væru í undirbúningi. Þeir óskuðu þá eftir að boðaður yrði sáttafundur í deilunni og hófst hann kl. 13. „Við tökjum okkur þá hafa daginn og nóttina til að ná samkomulagi en í ljós kom, að samningar áttu að hafa tekist kiukkan fjögur," á&gði Geir Jóns- son. í greinargerð með frumvarpinu, sem Jón Helgason landbúnaðarráð- herra mælti fyrir í gær, segir meðal annars: „Kröfur mjólkurfræðinga fela í sér verulegar hækkanir og frávik umfram það, sem felst í hinum almennu kjarasamningum, sem undirritaðir voru milli ASÍ annars vegar og Vinnuveitendasambands íslands og Vinnumálasambands samvinnufélaganna hinsvegar 26. febrúar sl. Samningar við mjólkurfræðinga nú, sem fælu í sér annað og meira heldur en samið var um á hinum almenna vinnumarkaði, væru til þess fallnir að riðla því breiða samkomulagi, sem náðst hefur, og spilla vinnufriði. Verkfall mjólkur- fræðinga veldur auk þess mikilli röskun á mjólkurframleiðslu og miklu verðmætatjóni, sem óverjandi væri að stjómvöld reynL ekki að bægja frá. Af þessum ástæðum er frumvarp þetta flutt.“ Sjá nánar á þingsíðu Morg- unblaðsins í dag, bls. 36.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.