Morgunblaðið - 25.03.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.03.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ1986 Goðafoss kominn til hafnar 1 Bandaríkjunum „Helzta áhyggjuefn- ið var að geta ekki lát- ið vita af sér heima“ — Rætt við Steinar Magnússon skip- stjóra við komuna til Everett á laug- ardag eftir barning í vonzkuveðri á vélarvana skipinu FYRIR þremur vikum varð Goðafoss, 1.754 brúttólesta frystiskip Eimskipafélagsins, vélarvana á reki um 270 mílur suðaustur af Hvarfi. Goðafoss var á leiðinni til Bandaríkj- anna með 16 manna áhöfn og tæp 2.000 tonn af frystum fiski í lestum, þegar öxull í þrýstilegu bilaði svo að skrúfa skipsins varð óvirk. Kanadískur dráttarbátur var sendur á vettvang og kom hann með Goðafoss til Everett, rétt norðan við Boston í Massachusetts síðastliðinn laugardag 22. mars. Verðmæti farmsins er áætlað um 280 milljónir króna og meginhluti hans er í eigu Coldwater Seafood Corporation, dótturfyrirtækis Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna, sem rekur verksmiðju í Everett. Morgunblaðifl/J6n Ásgeir Sigurðsson. Þau voru Ijót mörg veðurkortin, sem Steinar Magnússon skipstjóri og aðrir skipverjar á Goðafossi sáu. þegar aðalvél sló allt í einu sjálfvirkt út. Menn voru ræstir út til að leita að biluninni, en það fannst engin óeðlileg hitabreyting utan á vélinni og ekkert sjáanlegt að utan. Það var leitað í 8 klukkustundir. Töluverður veltingur var á skip- inu, enda var veðurhæðin vestan 9 vindstig. Bilunin fannst ekki fyrr en á hádegi, öxull milli aðalvélar og skrúfuöxuls hafði brotnað inni í svonefndri þrýstilegu. Steinar skipstjóri hringdi heim þegar ljóst var hver bilunin var, og yfirmenn Eimskip tóku til við að útvega varahlut í vélina og dráttarbát til að taka Goðafoss í tog. Kanadíski dráttarbáturinn Irving Cedar var sendur af stað frá Nýfundnalandi til móts við frystiskipið. - Hefði ekki verið einfaldara að fá dráttarbát eða skip frá íslandi? „Við vorum að vona það. Það er styttri leið, við vorum um 650 mflur frá Reykjavík þegar þetta gerðist og styttra þangað en til Nýfundna- lands. Til St. Johns á Nýfundna- landi var um 900 mflna sigling, við þurftum að krælq'a fyrir ístungu á leiðinni. En það var semsagt ákveð- ið að draga skipið til Bandaríkj- Ame Hansen, verkfræðingur hjá Burmeister og Wain, var mættur um borð í Goðafoss í Everett á laugardag. Hann sagðist aldrei hafa séð bilun af þessu tagi áður. Goða- foss var smíðaður í Álaborg árið 1970. Nýr tveggja tonna öxull hefur þegar verið smíðaður og kemur til landsins á morgun, miðvikudag, með flugi frá Danmörku. Viðgerðin tekur um það bil hálfan mánuð. Ónógnr örygg- isbúnaður Fréttaritari Morgunblaðsins hitti skipstjórann, Steinar Magnússon að máli í Everett, hann er 39 ára gamall Reykvikingur, sem hefur verið til sjós í 23 ár: „Mesta hættan var að sjálfsögðu sú, að fengjum inn á okkur sjó," sagði Steinar Magnússon þegar fréttaritari Morgunblaðsins ræddi við hann um borð í Goðafossi í Everett. „Við fengum einu sinni á okkur brotsjó en það skemmdist ekkert. Lestamar héldu, og það höfðu verið settir blindhlerar fyrir alla glugga á neðstu tveim dekkjun- um eftir að vélarbilunin varð, auk annarra varúðarráðstafana. “ - Hvaða möguleika áttuð þið ef illa hefði farið? „Ég held að það hefði verið úti- lokað að fara í bátana. Stóm bát- amir hefðu fyllst og sokkið um leið, svo að menn hefðu reynt að komast í gúmbátana. En björgunartæki á íslenskum skipum em ekki nógu góð. Við hefðum alla vega farið í sjó- inn og hann er svo kaldur að maður hefur aðeins örfáar mínútur til umráða. Á öllum íslenskum skipum em lífbeltin léleg. Björgunargallar, það er að segja flotgallar, em það eina sem hefði bjargað okkur en þeir em ekki í íslenskum skipum. Það hefur verið talað um að bæta úr þessu frá því Tungufoss fórst, en það hefur ekkert verið gert." Attatímaleit að biluninni Aðfaranótt miðvikudagsins 5. mars klukkan 4:53 að fslenskum tíma var vélstjóri að venju að lesa af mælum í vélarrúmi Goðafoss, anna.“ - Vomð þið kvíðnir? „Já, úr því að dráttarbátnum var alltaf að seinka, var maður orðinn svekktur. En menn vom ekki hræddir. Það fór voðalega illa með mann að geta ekki haft samband við sína nánustu, það er alltaf styrk- ur að því við svona aðstæður." Talstöðvarsend- ir brann yfir Fimmtudagskvöldið 6. mars brann talstöðvarsendirinn í Goða- fossi yfír. Með neyðareendinum var komið á mors-sambandi við Juliane- haab á Grænlandi og síðan við hafnir á Nýfundnalandi. Einstaka sinnum náðist samband við Reykja- vík, sérstaklega þegar skipið rak norður á bóginn. Stundum er talað um að loftskeytamenn séu óþarfír á svona skipum, en við þessar aðstæður var svo sannarlega ekki vanþörf á að hafa slíkan mann um borð. Jón Halldórsson loftskeyta- maður á Goðafossi stóð í ströngu við að senda skeyti á morsi eins og síðar kemur í ljós í þessari frá- sögn. Glaðbeitt áhöfn á Goðafossi komin til Everett síðastliðinn laugardag. Morgunbiaaið/jAs Rekakkeri úr hálfgámi „Á fimmtudeginum fengum við að vita að dráttabátur væri á leið- inni. Þá útbjuggum við rekakkeri úr 20 feta hálfgámi, sem var opinn að ofan og leit því út eins og skúffa. Það var smíðuð grind innan í hann, hún hélt tveim uppblásnum belgj- um, svo að gámurinn reistist upp á rönd og maraði í kafí. Við höfðum fest keðjur í homin á gámnum og úr þeim lá trossa yfír í skipið. Þetta ágæta rekakkeri slitnaði frá skipinu á föstudeginum 7. mars, Við vorum með nýja trossu í þessu en hún nuddaðist f sundur. Leigu- skipið Doris var þá komið til okkar að beiðni Eimskips, hafði komið að okkur um morguninn. Við báðum þá að skjóta á belgina í rekakkerinu, til að það ógnaði ekki öðmm skip- um. En þeir fundu það ekki, annað- hvort rak það hratt í burtu eða það sökk fljótlega. Aðfaranótt föstudagsins á meðan við höfðum rekakkerið komst veð- urhæðin í allt að 10 vindstig. En eftir að við misstum það versnaði veðrið enn og á föstudagskvöidið vom komin norðan 10-11 vindstig og skipið farið að velta óhemjulega, hallamælar sýndu allt að 40 gráð- um. Veðrið á þessum slóðum var í það minnsta 5-8 vindstig á meðan við vomm þama. Við gátum fylgst vel með veðrinu, í skipinu er mót- takari fyrir veðurkort frá gervi- hnöttum, svo að við vissum alltaf á hveiju við áttum von. Það em til mjög ljót veðurkort frá þessum dögum! Doris var hjá okkur fram á laug- ardaginn 8. mars, en þá fór veðrið að ganga niður aftur. Á mánudags- kvöldið þann 10. mars byijaði hins- vegar að hvessa aftur, þá vora komin suðvestan 8-10 vindstig um kvöldið og um nóttina fór hann í 9-11 vindstig." - Urðu slys á mönnum? „Nei, engin slys á mönnum. Þeir á dráttarbátnum spurðu okkur hvort við sigldum nokkuð oft á þessu hafsvæði, þeim fannst þetta ansi vont veður og leiðinlegt. Mikill veltingur. En ég held að sambandsleysið við umheiminn hafí verið það versta, að geta ekkert látið vita af sér. Þótt við sendum skeyti til Eimskips á sex tíma fresti, gat maður ekkert látið vita af sér heima. Þetta var helsta áhyggjuefn- ið um borð. En það var hringt heim til allrá og látið vita að allt væri í lagi. Þann 10. mars náðum við sam- bandi við Hofsjökul með mors- skeytum. Hann hafði svo aftur samband við dráttarbátinn Irving Cedar fyrir okkur. Doris hafði skýrt okkur frá því á föstudeginum, hvenær báturinn væri væntanlegur. En vegna þess hversu okkur rak fram og aftur, þurfti Hofsjökull að leiðsegja dráttarbátnum til okkar. Með lappirnar beint upp í loft Aðfaranótt þriðjudagsins 11. mars valt skipið alveg ofsalega, upp í eða yfir 45 gráðu halli var á því og veðrið komið í suðvestan 9-11 vindstig. Það var alversta nóttin, þá vaknaði ég með lappimar beint upp í loft og komst ekki fram úr kojunni. Þá brá mér nú helvíti!" - Þá var dráttarbáturinn skammt undan? „Okkur hafði verið sagt að drátt- arbáturinn væri væntanlegur á sunnudeginum, en það gat ekki staðist miðað við þá vegalengd sem hann þurfti að fara. \ Eftir að Doris hafði farið frá okkur á laugardeginum, sendum við skeyti til Eimskip á 6 tíma fresti með upplýsingum um staðsetningu, veðurhæð, rek og ástandið um borð. En nú kom í ljós að dráttarbáturinn var líka með bilaða talstöð, þetta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.