Morgunblaðið - 25.03.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.03.1986, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1986 Verslanir í Keflavík hætta að skipta við Brauð hf. Þrýstingur frá Ragnarsbakaríi, segir Sturla Guðmundsson framkvæmdastjóri Brauðs hf. „ÞAÐ ER verið að mismuna neytendum. Þeir fá ekki að kaupa hvaða vöru sem er og ekki á lægsta verði,“ sagði Sturla Guðmundsson framkvæmda- stjóri Brauðs hf. í Reykjavík vegna þess að kaupfélagið í Keflavík og verslun Nonna og Bubba hafa hætt viðskiptum við Brauð hf. vegna þrýstings frá Ragnari Eðvaldssyni bakara- meistara í Keflavík, eiganda Ragnarsbakaris, að sögn Sturlu. „Við höfum selt bæði kaupfélag- inu og Nonna og Bubba brauð og kökur lengi og veitt þeim góða þjón- ustu — ekið suðureftir daglega," sagði Sturla. „Svo gerðist það á laugardegi í febrúar sl., að okkur var tjáð bæði frá kaupfélaginu og Nonna og Bubba, að þessir aðilar vildu ekki frá brauð mánudaginn næsta. Við fórum að grennslast fyrir um hverju þetta sætti og þá kom í ljós að Ragnar Eðvaldsson hafði farið þess á leit að þeir keyptu brauð einungis af innansveitar- mönnum. Það var gengið að þessu, þótt verslunarstjórar kaupfélagsins væru mjög á móti því þar sem þeir voru ánægðir með vörur okkar og þjónustu," sagði Sturla. Hann bætti því við, að þó virtist sem byggðarsjónarmið væru ekki einhlít í þessu máli, þar sem áður- greindar verslanir seldu brauðvörur frá Mjólkursamsölunni. „Okkur fannst þessar aðgerðir fremur lúalegar," sagði Sturla. „Við buðum góða þjónustu og vöru og það á heldur lægra verði en almennt gerist þama suður frá. Þama er verið að mismuna kaupendum — þeir fá ekki sama vömúrval og fólk á höfuðborgarsvæðinu, því Ragnar selur gífurlega mikið til Reykjavík- ur, og þeir geta heldur ekki fengið vömmar á lægsta verði sem býðst. - Þá má geta þess, að Nonni og Bubbi settu upp brauðverslun sl. haust. Ragnar og aðrir bakarar á svæðinu neituðu þeim um brauðvör- ur í þessa verslun svo þeir snem sér til okkar og fengu þjónustu. En svo gerðist það, að Ragnar keypti þessa verslun og samdi um það við alla aðila, að ekki yrði skipt meira við okkur," sagði Sturla Guðmundsson að lokum. Síldarverksmiðían í Krossanesi: Lætur af störfum forstjóra Akureyri. FORSTJÓRI síldarverksmiðj- unnar í Krossanesi á Akureyri, Pétur Antonsson, lætur af störf- um um næstu mánaðamót, skv. heimildum Morgunblaðsins. Samkomulag hefur tekist um það milli hans og stjórnar fyrirtækis- Ákveðið hefur verið að setja upp fóðurmjölsverksmiðju í Krossanesi sem á að hefja framleiðslu í haust. Samskonar fyrirtæki hefur nú verið stofnað í Grindavík - Fóðureining hf. „Tilgangur félagsins er að fram- leiða og selja fóðurvömr ...“ eins og segir í Lögbirtingarblaðinu þeg- ar greint var frá stofnun Fóðurein- ingar hf. Framkvæmdastjóri og prókúmhafi Fóðu jiningar hf. er Sigrún Jónsdóttir, eiginkona Péturs Antonssonar, og Pétur er jafnframt stjómarmaður í fyrirtækinu, með- stjómandi. Stjómarmönnum í Krossanesverksmiðjunni fannst það ekki við hæfi að Pétur væri viðriðinn bæði fyrirtækin, skv. heimildum Morgunblaðsins, og forráðamenn norsks fyrirtækis sem er meðeig- andi að fóðurmjölsverksmiðjunni í Krossanesi munu hafa verið sama sinnis. Því hefur það orðið úr að hann láti af störfum. Pétur hefur ekki viljað tjá sig um málið við Morgunblaðið og Helgi Bergs, bæjarstjóri, stjómarformað- ur Krossanesverksmiðjunnar, varð- ist allra frétta er blaðamaður hafði samband við hann. Akureyrarbær á Krossanesverk- smiðjuna en ístess hf., fyrirtæki sem stofnað hefur verið til að reka fóðurmjölsverksmiðjuna, er í eigu þriggja aðila: KEA á 26%, Krossa- nesverksmiðjan á 26% og norska fyrirtækið Scretting 46%. að koma upp vandamál af ýmsum toga. Trúarlegs eða stéttarlegs eðlis. En það býr í indversku eðli að leiða málin til lyktar með friði og af viti heldur en heyja stríð. Anand sendiherra sagði, sam- skipti Indlands við önnur lönd væm til fyrirmyndar og Indveijar vildu halda fast í það að vera utan hem- aðarbandalaga. Þeir hefðu góð samskipti við Bandaríkin og Sovét- ríkin og mikil breyting til batnaðar hefði orðið á samskiptunum við Kínverja og Pakistana. Við höfum ágætt samband við arabaríkin og viðurkennum einnig tilvemrétt ísraels. „Hvað varðar menntamál veit ég ekki hvort fólk áttar sig á því hvað við höfum náð langt á því sviði, og eigum einna flesta sérfræðinga í heimi á sviði vísinda hverskonar. í Madras er til dæmis einhver fræg- asti hjartaspítali í heiminum. Ungt fólk í Indlandi hefur möguleika til menntunar, sem það hafði ekki fyrmrn. Skólaskylda er og fólk er sólgið í að afla sér þekkingar. Vegna framfara hefur og meðalald- ur lengst, er nú um 57 ár en var innan við 30 um þær mundir sem landið fékk sjálfstæði. Aðspurður um umdeilda og oft umrædda stöðu konunnar á Ind- landi sagði sendiherrann að hún hefði áður en tími mogulanna rann upp, verið mjög traust og konur hefðu notið virðingar. Afstaða mogulanna hefði á sínum tíma breytt þessu svo að konur einangr- uðust. Eftir að Bretar komust til valda í Indlandi og síðan eftir sjálf- stæðið hefði þetta farið að snúast til jákvæðari vegar. Það sýndi og afstöðu Indveija til kvenna að Ind- ira Gandhi tæki við forsætisráð- herradómi. Samt væri staða kvenna enn meðal sumra stétta afleit, en þó væri það af hinu góða að farið væri að fylgjast með brotum gagn- vart konum — og refsa harðlega fyrir þau, til dæmis með lífláts- dómum. Konur sæktu æ meir út í atvinnulífíð og gegndu trúnaðar- stöðum hvarvetna og vonandi héldi sú hreyfing áfram. Anand sendiherra sagði að lokum að hann hlakkaði til að koma sem oftast til íslands meðan hann væri sendiherra okkar. Hann hefði notið mikillar gestrisni hér þessa daga og átt þess kost að hitta fólk sem honum hefði fundist mikill fengur að tala við. „Eftir því sem heimurinn minnkar í óeiginlegum skilningi færast þjóðir okkar líka nær hvor annarri — í eiginlegum skilningi," sagði hann. jk Þegar 6 föld ending - bætt lýsing og 80% orkusparnaöur fara saman talar OSRAM um LJÓSLIFANDI ORKUSPARNAÐ GLÓEY HF. Armúla 19- 128 Reykjavik Pósthólf 8010 - Simi 6 81620 ^Vósiifandi orV-vi^ ' OSRAM CIRCOLUX Circolux línan frá OSRAM fyrir heimili - vinnustaði - hótel - stefnanir - verslanir Markveröur árangur fremstu vísindamanna og hönnuöa OSRAM verksmiöjanna: CIRCOLUX HÁGÆÐA PERUR OG LAMPAR. BILABORG HF Smiðshöfða 23 sími 68 12 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.