Morgunblaðið - 25.03.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.03.1986, Blaðsíða 22
 m. r PAG X SÓLBEKKIR^V" fyrirliggjandi. — 8 mismunandi gerdir, 6 m á lengd. Hrinflid eftir nánari upplýslngum eða Kflð inn I verslun okkar. b.b. SENDUM í PÓSTKRÖFU co Þ. ÞORGRÍMSSON &C0 Armúla 16 • Reykjavik • simi 38640 F/EST I BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖOINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁÐHÚSTORGI Kork-o-Floor Sœnsk gœðavara frá \XZ7 Wicanders Kork O Floor er ekkert annaö en hid vidurkennda Kork O Plast límt á þéttpressadar viöartrefjaplótur. kantar meó nót og gróp stœrd: 90x30cmog 9mmþykkt. Leysir vandamáliö fyrir þig þegar lagt er á gamla alitna gólfiö Hringið eftlr nánari upplýsingum eda lítið inn í verslun okkar. Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Armúla 16 • Reykjavik. sími 38640 SJOVA S JOVA OG H AGTRYGGING HAFA LÆKKAÐIÐGJÖLD ÁB YRGÐARTRY GGINGA BIFREIÐA. Vinsamlegast greiðið heim- senda gíróseðla. Endurgreiðsla vegna lækk- unarinnar verður send þeg- ar greiðsla hefur borist enda verði greitt fyrir lok gjald- frests. SJOVA HAGTRYGGCVG Sjóvá og Hagtrygging, sími 82500. Umboösmenn um alit land. Ráðstefna Sambands íslenskra félagsmálastjóra: * A ráðstefnu sambands íslenskra félag'smálastjóra sem nýlega var haldin var fjallað um framfærslu- lögin og þá ábyrgð sem þau leggja á sveitarstjórnir. Morgunblaðið sneri sér til Braga Guðbrandssonar félagsmálastjóra Kópavogs og Jóns Björnssonar félagsmálastjóra Akur- eyrar og bað þá að gera grein fyrir hvernig félagsaðstoð er háttað í þessum tveimur sveitarfélögum. Fyrirbyggjandi starf hefur gefið góða raun — segir Bragi Guðbrandsson félagsmálastjóri Kópavogs „ÉG ER mjög ánægður með ráðstefnuna. Þar komu margir góðir hlutir fram,“ sagði Bragi Guðbrandsson félagsmála- stjóri Kópavogs. „Sérstaklega fannst mér margt athyglisvert koma fram í erindi þeirra Páls Skúlasonar prófessors og Sigurðar Snævarr hagfræðings að ógleymdum upplýsingum frá kjararannsóknarnefnd. Þegar litið er á þær vinnuað- ferðir sem félagsmálastofnanir sveitarfélaga beita þá er einsýnt að brýnt er að endurskoða fram- færslulöggjöfina, sem er frá 1947. Löggjöfin er úreld, ekki í takt við raunveruleikann og veitir enga leiðsögn í hvemig á að liðsinna fátækum. Margt sem þar kemur fram er beinlínis andstætt nútíma siðferði eins og sveitfesta, sem má rekja til laga frá tímum kristni- tökunnar. Undirtónnin er að fram- færsla frá sveitarfélagi sé ölmusa, ekki réttur." - Veistu hvað margir leita til félagsmálastofnunnar Kópavogs á ári? „Heildarfjöldi heimila, sem leit- uðu til fjölskyldudeildar árið 1985, var 564. Þá á ég ekki eingöngu við þá sem fengu fjárhagsaðstoð. Hingað leitar fólk sem á við ann- arskonar vandamál að stríða eins og húsnæðisvandræði, bama- vemdarmál og önnur félagsleg vandamál. Þessi tala, 564 heimili, er í raun hrikalega há. Þetta þýðir, ef varlega er áætlað, að hveiju máli tengjast þrír einstaklingar sem við höfðum afskipti af en það em á milli 11 til 12% af íbúum bæjarfélagsins. Eg er hins vegar þeirrar skoðun- ar að þessi tala segi ekki allan sannleikann um hvemig raunveru- legt ástand er. Það eru örugglega miklu fleiri sem þyrftu á aðstoð að halda í einhverri mynd en með okkar starfsliði og aðstöðu þá önnum við hreinlega ekki fleimm. Þó er okkar aðstaða síst verri en í öðmm sveitarfélögum, hér er S mörgu tilliti gert betur við okkur en annars staðar." - Hver hefur þróunin verið? „Samkvæmt númerakerfi, sem tekið var upp 1983, þá hefur fjölg- að um 170 til 180 mál á ári frá þeim tíma fram til 1985. Þau heim- ili, sem fengið hafa beina fjár- hagsaðstoð á síðustu fimm árum, voru 98 árið 1981 en voru komin upp í 200 heimili árið 1985. Bygging bæjarins og fjölgun íbúa hefur verið nokkuð ör síðasta áratug og fram á þennan og er aldurskipting íbúa af þeim sökum „óeðlileg". Bamabærinn, eins og hann var kallaður á dögum frum- byggjanna þegar böm voru í meiri- hluta, hafði allt aðra aldursskipt- ingu en nú er, þegar 100 ellilífeyr- isþegar bætast við á hveiju ári. Þá má nefna að 1976 voru 12,3% fjölskyldna einstæðir foreldrar með böm undir 16 ára aldri en 1982 var það hlutfall orðið 17,3% og ég veit að það hefur aukist enn á síð- ustu ámm, er sennilega um eða yfír 20%. Samkvæmt því eru fleiri einstæðir foreldrar í Kópavogi en annars staðar á landinu að Reykja- vík undanskilinni." - Áttu einhveija skýringu á því? „Já, á ámnum 1970 til 1980 var byggt mikið af litlum íbjúðum í Kópavogi en þá var gjaman fjár- fest í húsbyggingum. Stór hluti íbúðanna er í eigu fólks utan af landi sem leigir þær út og leigjend- umir eru einstæðir foreldrar að miklum meirihluta. Lang stærsti hópur þeirra sem leitað hafa til félagsmálastofnun- arinnar á undanfömum árum koma hingað vegna húsnæðisað- stæðna. Fjölskyldur, sem ekki eiga eigin íbúð og eru háðar húsaleigu- markaðinum en ráða ekki við leig- una. Aðstoð við að greiða húsaleig- una hjálpar þessu fólki mikið en auðvitað má ekkert út af bregða til þess að allt lendi á heljarþröm. Þær 30 íbúðir sem bærinn á og leigir út hjálpa mörgum til að bjarga sér.“ - Hvað greiðið þið mikið í fjár- hagsaðstoð á ári? „Heildar fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsaðstoð er 5,6 milljónir á þessu ári. Við höfum gjaman farið fram úr áætlun að undanskildu síðasta ári þegar okkur tókst að halda henni og standa vonir til að það megi einnig takast í ár. Þessu vil ég þakka fyrirbyggjandi starfí sem við höfum tekið upp. Hér er í gangi hópstarf með einstæðum mæðrum, sem miðar að því að styðja þær og efla sjálfstraust þeirra. Komið hefur verið á sambýli sem léttir þeim heimilishald um leið og þær geta hjálpað hvor annarri með bamagæslu. Ég get ekki sagt annað en að þessi tilraun hafí gefíð góða raun þegar á heild- ina er litið. Við höfum haldið námskeið fyrir atvinnulaus ungmenni þar sem kynntir eru náms- og atvinnu- möguleikar. Atvinnumiðlunin leit- ar markvisst eftir atvinnu fyrir þá sem missa hana eða búa við skerta starfsorku og var komið upp vinnu- stað fyrir 30 öryrkja á síðasta ári. Þá vil ég benda á að skipulag og uppbygging félagsmálastofnun- arinnar er hér með þeim hætti að full samvinna er milli allra mála- flokka sem heyra undir hana. Þannig hafa þeir sem hafa með dagvistarmál eða atvinnumál að gera til dæmis tök á að grípa inn í ef með þarf og koma málinu til réttra aðila. Allt þetta hefur að mínu mati skilað góðum árangri." - Þeir sem hingað leita eftir fjárhagsaðstoð, er það sama fólkið aftur og aftur eða jafnvel kynslóð eftir kynslóð? „Nei, alls ekki. Hér festist eng- inn í kerfínu, við verðum vör við að hjálpin skilar árangri og þeir eru ekki til sem lifa á fastri fram- færslu. Ég gæti trúað að um helm- ingur þeirra sem hingað leituðu á síðasta ári hafí verið að koma í fyrsta sinn. Þriðjungur þeirra, sem hingað koma eru einstæðir foreldr- ar, helmingur allra er fólk með böm og rúmlega einn af hverjum fimm eru giftir með böm á fram- færi. Við viljum líta á fjárhagsað- Morgunblaðið/Skapti Bragi Guðbrandsson félagsmála- sljóri Kópavogs. stoð sem neyð en leggjum áherslu á að veita hjálp til varanlegrar bjargar." - Hveijar em tekjur þeirra, sem þið veitið fjárhagsaðstoð? „Hingað kemur enginn fyrr en allar bjargir em bannaðar. Búið er að leita á náðir banka, vina og vandamanna og skuldir em óvið- ráðanlegar. Flestir sem við aðstoð- um em með tekjur á bilinu 15 til 25 þúsund krónur á mánuði og era í leiguhúsnæði sem þeir ekki ráða við. Við höfum sett okkur ákveðnar starfsreglur að fara eftir þegar metin er fjárhagsaðstoð og byggir hún á framfærslugrunni, sem miðast við lífeyri auk tekjutrygg- ingar Tryggingastofnunar ríkisins. Framfærslugrunnurinn miðar við að einstaklingur hafí 14.274,00 krónur á mánuði, tveir í fjölskyldu 21.410,00 á mánuði, þrír í fjöl- skyldu 25.690,00 og §órir í fjöl- skyldu 28.540,00 krónur. Auk þess höfum við heimild til að meta raunveruleg útgjöld inn í fram- færslumatið eins og húsaleigu, dagvistun, skólakostnað eða lækn- iskostnað, allt er þetta metið hveiju sinni. Áður en aðstoð er veitt biðj- um við um síðasta launaseðil og afrit af skattframtali." - Hver er árangur ráðstefnunn- ar að þínu mati? „Ég held að hann sé tvíþættur, annars vegar hefur verið vakin athygli á tilvist fátæktar á íslandi og afleiðingum hennar, sem ég hygg að hafí fyllilega verið orðið tímabært. Það sem við heyrðum hlýtur að vekja okkur til umhugs- unar um grundvallaratriði íslensks velferðarsamfélags og það siðgæði sem við viljum tileinka okkur. Hins vegar hafði ráðstefnan mikið hag- nýtt gildi fyrir starfsfólk í félags- þjónustunni, sem væntanlega mun skila sér í störfum á komandi árum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.