Morgunblaðið - 25.03.1986, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 25.03.1986, Blaðsíða 50
-OU t Ingunn Bjarnadóttir frá Látrum f AAalvfk, til heimills aA StóragerAi 10, lést í Borgarspítalanum 22. mars sl. Birna Elfasdóttir, Ingibergur Elfasson, Þórunn Elfasdóttir, Gísli Elíasson, Bjargey Elfasdóttir, Bjarni Elfasson, barnabörn og barnabarnabörn. GuAjón BöAvar Jónsson, Edda Bragadóttir, Ágúst M. Haraldsson, Ingunn Þorleifsdóttir, Gfsli Geir Jónsson, t Útför GEIRS GUÐMUNDSSONAR, fyrrum bónda á Lundum, sem lóst í Hrafnistu 21. mars sl., fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 1. apríl nk. kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna. Ólöf Geirsdóttir, Ólafur Þ. Kristjánsson. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, AGNES GUÐNADÓTTIR, Neshaga12, lóst í Landakotsspítala 21. mars sl. Þóröur Sigurgeirsson, Theodóra ÞórAardóttir, Sigurgeir GuAni Þórðarson, Jóna K. Kristinsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir og afi, GUÐMUNDUR JÓNASSON málaramelstari, Langholtsvegi 180, lóst 16. mars á Vífilsstöðum. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Guðbjörg ÞórAardóttir, börn og barnabörn. t Móðir okkar, ÞÓRA ÁRNADÓTTIR, Sólvallagötu 28, Reykjavfk. lést á pálmasunnudag. Þorbjörg Kristinsdóttir, Ármann Kristinsson, Árni Kristinsson. t Móðirokkar, PÁLI'NA JÓHANNESDÓTTIR frá Húsavfk, andaðist á Hrafnistu í Reykjavík aðfaranótt 22. mars. Svava Karlsdóttir, Áki Karlsson, Gunnsteinn Karlsson, Kristján Karlsson. Legsteinar ýmsar gerðir Marmorex Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður Legsteinar Framleiðum allar stsarðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. S.HELGASON HF STEINSmlÐJA SK0UMJÆGI 4Ö SiMI 76677 Minning: Gunnar Högnason Fæddur 9. nóvember 1938 Dáinn 17. mars 1986 Gunnar Högnason lést á gjör- gæsludeild Borgarspítalans að morgni 17. mars sl. Gunnar hafði átt við langvarandi hjartasjúkdóm að stríða. Gunnar var sonur hjón- anna Högna Gunnarssonar frá Bolungarvík og Sigrúnar EMwald, en hún var fædd í Noregi. Gunnar lærði ungur vélvirkjun og vann í nokkur ár sem vélstjóri á sjó. Ungur tók hann við rekstri vélsmiðjunnar Keilis við Elliðaárvog, eftir andlát föður síns. Þann 6. janúar 1962 gekk Gunn- ar að eiga eftirlifandi eiginkonu sína, Kristínu Kjartansdóttur, og bjuggu þau sér fallegt heimili við Kleppsmýrarveg í Reykjavík, en það var beint á móti vélsmiðjunni Keili. Stækkuðu þau húsið og gerðu það mjög snyrtilegt. Árið 1978 seldu þau vélsmiðjuna og skömmu áður húsið við Kleppsmýrarveg og keyptu sér hús í Goðatúni 19, Garðabæ. Þar bjuggu þau sér fal- legt heimili. Gunnar og Kristín eiga þijú böm saman, Lilju, sem er 21 árs og reynst hefur föður sínum hjálparhella í hans veikindum, Rósu, sem er 16 ára og stundar nám í Menntaskóla Reykjavíkur, og Högna, sem er aðeins 12 ára er hann kveður nú föður sinn. Gunnar var mikill útivistarmaður og kapp- kostaði að búa sér og fjölskyldu sinni aðstöðu til útivistar og nátt- úruskoðunar. Fyrir um það bil 20 árum reisti hann aðstöðu og bústað við Hvítárvatn á Kili. Dvaldi hann þar löngum með fjölskyldu og vin- um. Árið 1978 keypti hann síðan stóran hluta í Akureyjum við Gils- flörð á Breiðafirði. Áttu eyjamar og veran þar hug hans allan, en nú síðustu ár hömluðu veikindi hans honum vemna þar sem skyldi. Nú er Gunnar að kveðja þennan heim, en við vitum að leiðir okkar allra liggja saman aftur, og er vissa mín sú að Kjartan Tómasson tengdafað- ir hans sem lést nú 9. mars sl. hefur tekið á móti honum. Megi góður guð styrkja mömmu og hálfsystkin mín í þeirra miklu sorg við fráfall Gunnars á besta aldri. Nú til hvíldar halla ég mér, höfgi'áaugusígafer, alskyggn Drottinn, augun þín yfirvakihvílu mín. Egnúfelíumsjónþér allahjartkæramér, gjörvallt fólk um gjörvöll iönd geymi trútt þín fóðurhönd. Nú Dagur þverr og nálgast nótt, til náða sem að kveður drótt, ó, faðir ljóss og alls sem er, gef öllum frið og hvíld í þér. Guðmundur Ingi Ingason Vinur minn Gunnar Högnason er látinn eftir harða baráttu við langvarandi sjúkdóm sem oft lék hann grátt. Síðustu árin var hann tíður gestur á sjúkrahúsum hér í borg, en ógemingur reyndist að veita honum varanlegan bata við hjartakvilla þeim sem hann þjáðist af. Gunnar fæddist á ísafirði, sonur hjónanna Sigrúnar Edwald og Högna Gunnarssonar. Faðir hans rak verzlunarfýrirtæki á ísafirði um nokkurra ára skeið en fluttist síðan til Reykjavíkur og gerðist forstjóri og aðal eigandi Vélsmiðjunnar Keilis. Gunnar lærði vélsmíði í Keili en gekk síðan í Vélstjómarskólann og lauk prófi þaðan. Hann var síðan vélstjóri á fiutningaskipum um skeið, en hóf síðan störf hjá Vél- smiðjunni Keili að nýju. Þegar faðir Gunnars lést, tók Gunnar við for- stjórastarfí í Keili og stjómaði því fyrirtæki um 18 ára skeið, eða allt þar til heilsa hans var orðin það slæm að hann varð að láta af störf- um. Seldi hann þá fyrirtækið og keypi Akureyjar í Breiðafirði. Hófst hann handa af mikilli atorku að rækta upp æðarvarp í eyjunum, og varð vel ágengt í því. Ennfremur hugði hann á sauðfjárbúskap og hafði all margt fé í eyjunum um tíma, enda eru þær mjög grösugar og vel til þess fallnar að skila fé með góðum fallþunga. Ég tel að aðal áhugamál og tóm- stundagaman Gunnars hafi verið ferðalög um óbyggðir landsins, hvort heldur var að sumri eða vetri. Þvi erfiðari sem ferðimar voru því betur naut hann sín. Hann hlífði sér hvergi þótt hann gengi ekki heill til skógar. Ég kynntist Gunnar fyrst, þegar við nokkrir félagar urðum ásáttir um að kaupa snjóbfl. Bfllinn var gamall og slitinn og var hann strax fluttur inn í Keili til Gunnars til viðgerðar. Þar komum við félagamir svo saman á hveiju kvöldi í margar vikur, þvi endur- byggja þurfti bflinn þegar betur var að gáð. Gunnar var að sjálfsögðu verkstjóri yfir okkur hinum sem lítið kunnum til verks. Að lokum varð þetta ágætur snjóbfll og fórum við félagar margar ferðir á þessum farkosti. Flestar urðu ferðimar á Vatnajökul, og var þá víða farið, svo sem í Grímsvötn, á Öræfajökul, eða í Kverkfjöll, svo eitthvað sé nefnt. Snjóbfllinn, sem var undir- staða ferðanna, vildi bila talsvert og jafnvel brotna í þeirri ófærð sem gat verið á jöklinum. Það var eins og Gunnar nyti sín best þá. Ég held að honum hafi sjaldan líkað lífið betur en þegar hann var að koma „draslinu saman" eins og hann orðaði það. En fyrst ég er að minnast á verkhæfni Gunnars, langar mig til að segja frá því þegar við félagamir ákváðum að reyna að eignast vömbfl til að geta flutt t Maðurinn minn og faðir okkar, HANS F. CHRISTIANSEN, er látinn. Kristín Reykdal, Lovísa, Þórunn og Ásgeir Christiansen. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA JÓNA LOFTSDÓTTIR, Jórufelli 2, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 26. þ.m. kl. 15.00. Kristján S. Jóhannsson, Bergljót Kristjánsdóttir, Jón Pétursson, Eva Mary Kristjánsdóttir, Kristjana S. Kristjánsdóttir, FriArik Rafnsson, Dagbjört H. Sigdórsdóttir, Edwin K. Benediktsson, Loftur Sigdórsson, , Jóhann Sigdórsson, Ólöf Ólafsdóttir, Hafdís Sigdórsdóttir, Jósep Gestsson, Þorsteinn VeturliAason, GuAný Þorvaldsdóttir og barnabörn. snjóbflinn inn á hálendið. „Við bara smíðum hann,“ sagði Gunnar af sinni dæmalausu bjartsýni. Síðan var grindin útveguð úr einum stað, hásingar úr öðrum, vél og stýrishús enn annarsstaðar frá, og svo koll af kolli. Öllum þessum hlutum var búið að henda eða leggja til hliðar sem hálf ónýtum. Það tók nokkra mánuði að koma þessu dóti saman, en úr þessu varð bfll, og í gang fór hann, þrátt fyrir efasemdir, og reyndist hörku fjallatrukkur. Ferðimar sem við félagamir fór- um um öræfi landsins skilja eftir margar ógleymanlegar minningar um stórbrotna náttúrufegurð og sólskinsríka daga, en einnig um rok og rigningu, þegar tjöldin hálf sukku í krapið á jöklinum og allt blotnaði sem blotnað gat. Það er eins og erfíðleikar og vosbúð tengi menn traustari böndum, og alltaf styttir upp um síðir. Gunnar var kjarkmikill, skapgóður og bjartsýnn á hveiju sem gekk og ég mat hann mikils. Þegar Lionsklúbburinn Freyr var stofnaður árið 1968, var Gunnar einn af stofnendum hans. Eitt af fyrstu verkefnum klúbbsins var að taka að sér að koma upp vegvísum á Öræfaslóðum til að auðvelda ferðalöngum að rata um hálendið. Klúbburinn er enn með þetta verkefni, nema nú er vegvís- um ásamt nafnskiltum með heiti fljóta og fjalla komið fyrir þar sem þurfa þykir hvort heldur er í byggð eða óbyggð. Gunnar varð strax áhugasamur um þetta starf og skildi þýðingu þess fyrir ferðalanga. Tók hann að sér að smíða skilti, staura, festingar og hvað eina annað, sem til þurfti, svo þetta verk væri vel af hendi leyst. Lagði hann fram bæði vinnu og efni og var það að mestu óafturkræft framlag af hans hálfu. Það var mikill áhugi á sínum tíma fyrir því innan Lionsklúbbsins Freys að klúbburinn tæki þátt í upp- græðslu örfoka lands á hálendinu. Að tillögu Gunnars tók klúbburinn að sér íandsspildu við Hvítárvatn til ræktunar. Hefur landið verið girt og grasfræi og áburði dreift á hveiju vori. Umtalsverður árangur hefur náðst. Til að auðvelda starfið byggði Gunnar sumarhús á svæðinu sem Freys félagar hafa haft afnot af þegar þeir hafa verið við vinnu þama uppfrá. Hin síðari ár, er heilsu Gunnars fór verulega að hraka, keypti Gunn- ar og kona hans Kristín Kjartans- dóttir, Efnalaug Hafnarijarðar. Hefur Kristín annast reksturinn að mestu, ásamt heimilisstörfum, en þar að auki hefur hún annast Gunnar í veikindum hans af ein- stakri alúð og samviskusemi. Má með sanni segja að Kristfn hefur reynst manni sínum hin mesta stoð og stytta. Gunnar og Kristín hafa eignast þijú böm, Lilju, Rósu og Högna. Hafa þau aðstoðað móður sína eftir bestu getu við heimilisstörfin og eins við rekstur efnalaugarinnar. Ég sendi Kristínu og bömum þeirra hjóna, hugheilar smaúðarkveðjur á þessum erfiðu tímamótum. Hinrik Thorarensen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.