Morgunblaðið - 25.03.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.03.1986, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 25. MARZ1986 ----t:.. -....r Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakið. Hvaða Alþýðuandalagi? Alþýðubandalagið er að sækja í sig veðrið samkvæmt niður- stöðum skoðanakönnunar Hag- vangs, sem Morgunblaðið birti á laugardag og sunnudag. Á hið sama við bæði á landsvísu og í Reykjavík, að fleiri en áður lýsa stuðningi við Alþýðubandalagið. Leitað var álits kjósenda á stjóm- málaflokkunum í vikunni 3. til 11. mars. Þá daga var það einmitt að skýrast, að innan Alþýðu- bandalagsins skiptast menn í tvær fylkingar, ef ekki fleiri, í afstöð- unni til nýgerðra kjarsamninga. Annars vegar eru þeir, sem stjóma Þjóðviljanum og eru and- vígir samningunum, hins vegar eru þeir, sem stjóma verkalýðs- hreyfingunni og eru hlynntir samningunum. Hvom hópinn eru þeir að styðja, sem svara á þann veg, að þeir ætli að kjósa Al- þýðubandalagið í næstu kosning- um? Þröstur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Dagsbrúnar, sem telja verður hugmyndasmið innan verkalýðsarms Alþýðubandalags- ins, hefur enn einu sinni lýst þeirri skoðun, að flokknum sé fyrir bestu að stefna að samstarfí við Sjálf- stæðisflokkinn. Hann hafði að vísu ekki hreyft þessum sjónar- miðum nýlega, þegar ráðist var í fyrrgreinda skoðanakönnun. En hefði það breytt afstöðu fólks, ef það hefði verið með hugann við bónorð Þrastar? Eða er það sömu skoðunar og Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins, sem sagði í Þjóðviljanum á laugar- dag: „Eg tel hins vegar að stjóm- arsamstarf við Sjálfstæðisflokk- inn eins og hann er í dag komi ekki til greina."? Þessi framgangur Alþýðu- bandalagsins er vissulega um- hugsunarefni. Og erfíðara verður að komast að einhlítri niðurstöðu um hann, þegar litið er til fylgis- aukningar ríkisstjómarinnar í þessari könnun. Eins og fram kemur hér í blaðinu í dag er stuðn- ingur við ríkisstjómina nú meiri en nokkm sinni síðan í júlí 1984 miðað við kannanir Hagvangs. Við eitt atriði er ástæða til að staldra sérstaklega, og það er að konur snúast til stuðnings við Alþýðubandalagið og er það eink- um áberandi, þegar spurt er um fylgi í þingkosningum. Ráðamenn Sjálfstaeðisflokksins þurfa ekki síst að huga að þessu og velta því rækilega fyrir sér, hvað hér er að gerast eða geijast. Stjóm- málaflokkar hljóta að nýta sér skýrar ábendingar af þessu tagi til að líta í eigin barm og kanna, hvort eitthvað hafí farið úrskeiðis. Fyrir flokk, sem leggur áherslu á hlutverk einstaklingsins í þjóð- félaginu og að sameinaðar geti stéttimar Iyft grettistaki, er það sérstakt áhyggjuefni, ef rétt er, að konur taki ákvörðun um að snúa við honum baki með þeim hætti, sem umrædd skoðanakönn- un sýnir. Enn og aftur skal spurt: Hvaða Alþýðubandalag er það, sem fólk viil styðja? Við höfum dæmi fyrir okkur um það úr stjómmálabar- áttu undanfarinna ára, að það þarf ekki að vera slæmt fyrir flokka í könnunum á milli kosn- inga, að hart sé tekist á innan þeirra. Flokkamir komast í sviðs- ljósið og menn muna því frekar eftir þeim en ella. Eru það inn- byrðis átök og deilur, sem draga athygli að Alþýðubandalaginu um þessar mundir? Sé svo, er brýnt fyrir flokksforystuna að sjá til þess, að þær deilur séu settar niður tímanlega fyrir kosningar; klofnir flokkar ávinna sér sjaldan eða aldrei traust í kosningabar- áttu. Nýgerð skoðanakönnun bendir til þess að skilin séu að skerpast í stjómmálunum, á milli Sjálf- stæðisflokks og Alþýðubandalags. Hlutur kvenna í því efni er íhugun- arefni. Brýnast er þó að fá úr því skorið, hvor armur Alþýðu- bandalagsins ræðun sá, sem vill enn skarpari skil, eða hinn, sem styður kjarasamningana og mælir með samstarfí við Sjálfstæðis- flokkinn. Nýtt líf í Gamla miðbænum Þeir, sem stunda verslun og viðskipti í miðborg Reykja- víkur, Gamla miðbænum, hafa bundist samtökum um að blása nýju lífi í þennan sögufræga stað. Meðal þeirra ráða, sem gripið hefur verið til, er, að hafa verslan- ir opnar fram yfír hádegi á laugar- dögum. Ekki fer á milli mála, að þessi ráðstöfun hefur breytt borg- arbragnum. Lífíð í Austurstræti á verslunaríma á laugardögum er augljós staðfesting þess. Stórmarkaðir, sem reistir eru í úthverfum borga hér eins og annars staðar, eru þeim, sem stunda verslun í gamalgrónum hverfum að sjálfsögðu áhyggju- efni. Vilji kaupmenn í Gamla miðbænum halda sínum hlut eru engin ráð betri en að auka þjón- ustu og bjóða hana á samkeppnis- færu verði. Því skrefí ber að fagna, sem stigið er með lengri sölutíma á laugardögum. Þar með gefst þeim tækifæri til kynna sér framboð og versla í Gamla mið- bænum, sem ekki geta nýtt sér þjónustuna á öðrum tíma. Og á laugardögum eru bankar, opin- berar stofnanir og skrifstofur lokaðar, þannig að viðskiptavinir verslana eiga auðveldara með að fá bflastæði en ella. fflSH — snilfifRiiivmiliii I. IIM ' -I llllll 22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1986 ----1f» V ASi?uD AOIU.OUIrf OiO'fl.Wi'ftf SiffOW— -ff J3 Bandarískir tollar á ferskan fisk frá Kanada þrifum á Atlantshafssvæðum Kan- ada. Það var líka vandamál að ekki var hægt að kaupa ís nema selja fískinn til fyrirtækis sem átti ísvél (ef fiskurinn var seldur annað neit- aði fyrirtækið að selja sjómanninum ís). Með því að fjölga fyrirtækjum með ísvélar harðnaði samkeppni um fisk og verð og gæði bötnuðu eitt- hvað. Það er enginn vafí á að fjölg- un ísvéla varð til þess að fleiri neytisins tók þátt í sjávarútvegs- sýningunni Boston Seafood 1985. Á stalli þar voru gæði físks frá Kan- ada kynnt fyrir kaugendum víða úr Bandaríkjunum. í niðurstöðu bandaríska viðskiptaráðuneytisins segir, að ekki sé óeðlilegt, að opin- berir aðilar auglýsi í Kanada, slíkt gildi ekki um Bandaríkin. Með auglýsingum í Bandaríkjunum sé verið að auka á útflutning á fiski eftir Sigmar V. Þormar og Halldór Pétur Pálsson Hinn 3. janúar 1986 tók 6,85% bráðabirgðatollur gildi á allan inn- fluttan ferskan botnfísk til Banda- ríkjanna frá Kanada. Bráðabirgða- tollurinn olli mikilli spennu í kana- dískum sjávarútvegi. Beðið var með eftirvæntingu eftir endanlegum úr- skurði sem birtist síðan miðviku- daginn 19. mars. Kanadamenn bjuggust við verulegri hækkun. Sumir áætluðu að tollurinn yrði jafnvel 20-30%. Slíkt hefði valdið fátækum sjávarbyggðum Kanada miklum erfíðleikum. Það kom því á óvart þegar tollurinn var lækkaður frá bráðabirgðaúrskurðinum niður í 5,82%. Hér réð mestu að þeir er kváðu dóminn upp fengust ekki til að samþykkja það sjónarmið ákærenda að líta ætti á atvinnuleysisbætur til kanadískra sjómanna sem ríkis- styrk við vöruframleiðslu. Þessar bætur eru verulega háar líkt og komið verður að hér á eftir. Eftir stendur þó að Bandaríkja- menn hafa hafíð mat á styrkjum og byggðaaðstoð Kanadamanna við sjávarútvegssvæði landsins. Þó þessi úrskurður sé áfall fyrir sjávar- útvegsaðila í Bandaríkjunum sem upphaflega kærðu Kanadamenn, er mögulegt að nýjar kærur verði lagðar fram. Til að réttlæta stór- hækkaðar tollaálögur þarf í raun ekki annað en að fá það fram að túlkunum á ýmsri aðstoð, sérstak- lega atvinnuleysisbótunum, verði breytt lítillega. Það verður einkum bagalegt fyrir Kanadamenn ef toll- ur fæst hækkaður á frystum vörum. Þeir selja mun meira af frystum afurðum til Bandaríkjanna en fersk- um. Þar sem Bandaríkjamarkaður ræður úrslitum um afkomu kanad- ísks sjávarútvegs er það alvarlegt, að bandarísk stjómvöld eru farin að skipta sér af ákvörðunum Kan- adamanna, sem oft miða aðeins að því að skapa þessari atvinnugrein eðlilegan rekstrargrundvöll. Engar undanþágnr Hér verður skýrt frá helstu opin- berri aðstoð Kanadamanna við sjáv- arútveg Atlantshafssvæða landsins. Ríkisaðstoð við kanadískan sjáv- arútveg er svo almenn, að sjávarút- vegsráðuneytið í Ottawa treystir sér ekki til að halda því fram, að ein- stök fyrirtæki njóti ekki fjárstuðn- ings af neinu tagi og eigi því rétt á að vera undanþegin tollum í Bandaríkjunum. Mörg fyrirtæki í Kanada reyndu að sækja um undan- þágu í Bandaríkjunum, en fengu neitun vegna þess að ekki var hægt að fá opinbera staðfestingu á því að þau nytu ekki opinberrar fjár- hagsaðstoðar. Venjulega er reynt að gera mun á fyrirtækjum eftir því hvemigþau eru studd. í tollamáli um þurrkaðan saltfisk, sem afgreitt var á undan því máli, sem hér er skýrt frá, var lagður sérstakur tollur á hvert kanadískt fyrirtæki, en þau sem voru ekki nefnd verða að greiða meðaltalstoll. Bandaríska viðskiptaráðuneytið metur hveija fjárveitingu opinberra aðila sem hundraðshluta af verð- mæti alls afla (botnfiski, skelfiski og öðru) sem landað er á Atlants- hafssvæðum Kanada. Eftirfarandi sundurliðun sýnir hvaða atriði Bandaríkjamenn töldu tollskylda ríkisaðstoð sem kanadískur sjávar- útvegur nyti. Þessi sundurliðun er sú, sem lögð var til grundvallar bráðabirgðaúrskurðinum á ferska fískinn (þ.e. 6,85%- tollurinn). Endanlega sundurliðunin (lokatoll- urinn 5,82%) er ekki alveg sú sama og hér verður skýrt frá. Ekki tókst Athafnalíf liggur nær niðri í mörgum sjávarbyggðum við Atlantshafsströnd Kanada yfir vetrarmánuðina. ' Morgunblaðið/Sigmar V. Þormar Ríkisadstod við kanadískan sjávarútveg’ er svo almenn, að sjávarút- vegsráðuneytið i Kanada treystir sér ekki til að halda því fram, að einstök fyrirtæki njóti ekki fjárstuðnings af neinu tagi. að fá upplýsingar um hana fyrir birtingu þessarar greinar. Mismun- urinn er óverulegur. Greint verður frá því hvemig það, sem Bandaríkjamenn telja styrki, bætist ofaná verð hvers punds af físki. Hver liður kemur sem hlutfallstala ofaná fískverðið en samanlagt vegur opinbera að- stoðin upphæð tollsins (6,85%). Opinber aðstoð Bandaríska viðskiptaráðuneytið fann 12 tollhæfa styrki sem sam- bandsstjómin í Ottawa veitir til sjávarútvegs á Atlantshafssvæðinu. Þessir styrkir eru metnir til 5,801% tolls. í fylkjunum Nýja-Brunswick, Nýfundnalandi, Nova Scotia, Prins Edwardeyju og Quebec er samtals um 19 styrki að ræða, en þeir ýta tollinum í 6,85%. Hlutur sambands- stjómarinnar í Ottawa nemur 85% af því, sem telst ósanngjöm sam- keppni við bandaríska ferskfísk- framleiðendur afganginn greiða fylkisstjómimar. Helstu styrkir frá Kanadísku sambandsstjóminni em taldir þess- in 1. Eigið fé til sjávarútvegsfyrir- tækjanna National Sea Products (NatSea) í Nova Scotia og Fishery Products Intemational (FPI) á Ný- fundnalandi til að bjarga þeim frá gjaldþroti árið 1983, tollur 2,188%. 2. Byggðastyrkur (Regional Development Incentive Pro- gram, RDIP), tollur 2,102%. 3. Fjárstyrkur til fískiskipa- smíða (Fishing Vessel Assist- ance Program), tollur 0,743%. Stuðningur við stóru sjávarútvegsfyrirtækin Sambandsstjómin í Ottawa og fylkisstjóm Nýfundnalands mynd- uðu stórfyrirtækið FPI með sam- komulagi 26. september 1983, með því að sameina átta gjaldþrota fyrirtæki. NatSea var bjargað af sambandsstjóminni, Nova Scotia- fylki og einkaaðilum. Bæði fyrir- tækin fengu um 80 milljónir dollara (2,3 millj. ísl. kr.) sem nýtt fjár- magn, og lagði sambandsstjómin fram mest af þessu fé. Það telst ekki tollskyldur styrkur þó hið opinbera fjárfesti í rekstri ef venjuleg arðsemissjónarmið ráða slíkum ákvörðunum. Einungis er um styrk að ræða, ef fjárfesting ríkisins er á skilmálum sem teljast ósamrýmanlegir almennum arð- semisreglum hjá einkaaðilum. Bandaríkjamenn töldu að hrein arðsemissjónarmið hefðu ekki ráðið, þegar fyrirtækin FPI og NatSea hlutu opinberan fjárstuðning. Nýju fé, að upphæð 125 milij. kanadískra dollara (um 3,7 milljarð- ar ísl. króna á núverandi gengi) var veitt frá sambandsstjóminni 1984- 85 til Nýfundnalandsfyrirtækisins FPI. Rekstrarhalli á FPI var 35 milljónir dollara (1,05 milljarðar kr.) árið 1984. Victor Young, for- stjóri FPI, sagði í viðtaii við tíma- ritið Financial Post 13. apríl 1985, að hann vonaðist til að fyrirtækið næði að skila arði árið 1989. Niður- staða Bandaríkjamanna er, að FPI sé ekki arðvænlegt og hafí ekki verið það við stofnun. NatSea í Nova Scotia tapaði 19 milljónum dollara (570 millj. kr) árið 1984 en arður 1985 er talinn um 10 milljónir dollara (300 millj. kr.). Opinber fjárfesting í NatSea var talin tollhæf. Fjárfesting í NatSea var tollhæf vegna þess að fé var veitt til þess þó að arðsemis- forsendur væru ekki réttlætanlegar. í niðurstöðu bandaríska ráðuneytis- ins segir að ekkert sem lagt hafí verið fram styðji þær spár sem notaðar voru við endurskipulagn- ingu NatSea. Byggðastefna — Þróun araðstoð Kanadamenn viðurkenna að þró- unaraðstoð hafí verið veitt við Atl- antshafssvæðið, en telja að ekki sé um styrkí að ræða. Það virðist túlk- unaratriði hvort hlutar þessarar aðstoðar teljast óeðlilegir ríkis- styrkir samkvæmt alþjóðareglum. Hægt er að taka dæmi af svo- nefndri RDIP- áætlun. Samkvæmt henni átti að veita fé til stofnunar fískvinnslu og annarra framleiðslu- fyrirtækja á Atlantshafssvæðum Kanada þar sem atvinnuleysi er mikið. Enginn fékk fé frá RDIP nema sannað væri að framkvæmdin væri alfarið byggð á því að aðstoð fengist. Sýna yrði t.d. fram á að enginn fengist til að lána fé vegna þess að of mikil áhætta eða óvissa ríkti um arð af þeim framkvæmdum sem fyrirhugaðar voru. Vegna þess að fjármagn var veitt með þeim skilmálum, að það færi til fram- kvæmda, sem féllu vel að aðstæðum á hveiju svæði, en umbreytti ekki atvinnulífí, var sjávarútvegur vin- sæll sem fjárfesting til að bæta atvinnuöryggi ýmissa svæða. Nið- urstaða bandaríska viðskiptaráðu- neytisins er, að íjárfesting sam- kvæmt RDIP- áætluninni hafí ráðist mest af geðþótta. RDIP-áætlunin var úr sögunni árið 1983. Síðustu greiðslur til sjáv- arútvegs samkvæmt henni voru inntar af hendi snemma árs 1985. Kanadamenn voru sjálfir famir að fínna marga galla á áætlunum af þessu tagi. Gagnrýni á RDIP-áætl- Kanadískir smábátasjómenn í sjálfstæðum rekstri eru taldir atvinnu- lausir f rá 1. nóvember til 15. maí, þá geta þeir ekki róið vegna veðurs. unina birtist í svonefndri Kirby- skýrslu. Skýrslan kom út í desem- ber 1982 og ættu allir er áhuga hafa á kanadískum sjávarútvegi að lesa hana. í skýrslunni er mælt með því, að hætt verði að veita fé til að stofna fiskvinnslur á svæðum, þar sem of mörg frystihús eru þegar. Á skrá hjá sjávarútvegráðu- neytinu voru 519 fískvinnslur á Atlantshafssvæðinu 1977 en þeim hafði fjölgað í 700 í lok árs 1981. Aðstoð var veitt í gegnum RDIP til 260 fyrirtækja sem stækkuðu eða byijuðu fískvinnslu af einhveiju tagi. Ekki er deilt um það í Kanada, að þetta hafí ýtt undir offjárfest- ingu í fiskvinnslu. I Kirby-skýrslunni (bls. 108) er sagt að frá 1969-1982 eigi byggða- aðstoð samkvæmt RDIP heiður af heildarfjárfestingu í vinnslu að upphæð 157 milljónir kanadískra dollara (rúmlega 4,7 milljarðar kr.). Bein fjárhagsaðstoð samkvæmt áætluninni áþessu tímabili nam $46 milljónum (um 1,4 milljörðum kr). Það er umdeilt í Kanada hvort sjáv- arútvegur í heild hafí notið góðs af RDIP-áætluninni. Kanadíska sjávarútvegsráðu- neytið veitti fjárhagslega aðstoð til kaupa á frystibúnaði og ísvélum fyrir Atlantshafssvæðið 1973-1980. Þessar ísvélar eru tollskyldar vegna þess að fastafjármagn afskrifast á 12 árum eftir kaup. í niðurstöðum Bandaríkjamanna eru framleiðend- ur í Kanada taldir njóta vélanna og tollur vegna þeirra er metinn á 0.060%. Veittur var styrkur til ísvéla- kaupa, 25.000 dollarar (750.000 kr.) á hveija umsókn á tímabilinu 1973 til 1979, en hann hækkaði síðan árið 1980 í 50.000 dollara (1,5 millj. kr.) á hveija umsókn. Skortur á ís stóð gæðum lengi fyrir fyrirtæki gátu flutt ferskan físk til Bandaríkjanna. Kanadamönnum fínnst samt smámunalegt að verið sé að hækka tolla á físki þeirra vegna aðstoðar af þessu tagi. Aðstoð til f iskiskipa- smíða Kanadíska sjávarútvegsráðu- neytið byijaði að veita fjárstuðning til fískiskipakaupa árið 1942. Að- stoðað er við kaup, breytingar eða viðgerðir á skipum í Kanada. veitt er aðstoð er nemur allt að 60% af kostnaði. Allt að 750.000 kan. doll- arar (22,5 millj. kr.) fást í styrk til nýsmíða en 400.000 dollara (12 millj. kr.) þak er á viðgerðum eða breytingum. Sjávarútvegsráðuneyt- ið hefur þó síðustu ár lækkað þessar tölur og veitir nú ekki meira en 25% af kaupverði nýrra skipa og 125.000 dollara (3,75 milljónir kr.) til viðgerða. Aðstoðin nam að meðaltali 6 milljónum dollara (180 millj. kr.) á ári síðustu 10 árin. Tom Siddon, sjávarútvegsráð- herra Kanada, sagði 7. febrúar sl. að þessari aðstoð yrði hætt vegna þess að ekki væri lengur þörf á henni. Ráðherrann lét einnig hafa það eftir sér, að fjárstuðningurinn kynni að hafa stuðlað að of stórum flota. Auk þess ætluðu Bandaríkja- menn að hækka tolla vegna þessar- ar aðstoðar. Af öðru sem Bandaríkjamenn fundu tollskylt má nefna skipa- tryggingu sjávarútvegsráðuneytis- ins (Fishing Vessel Insurance Plan). Tryggingin er rekin af ráðuneytinu, iðgjöld eiga að nægja til að greiða fyrir tjón. Skipatryggingin hefur verið rekin með halla, hann var metinn sem 0,187% tollur. Markaðsdeild sjávarútvegsráðu- frá Kanada. Þetta er því tollskyldur styrkur til kanadískra útflytjenda, tollur 0,001%. Atvinnuleysisbætur til sjómanna Sjómenn sem vinna hjá útvegs- fyrirtækjum fá greiddar atvinnu- leysisbætur á sama hátt og aðrir launþegar í Kanada. Sjómenn í sjálfstæðum rekstri, smábátaeig- endur, fá hinsvegar atvinnuleysis- bætur úr sérstökum sjóði innan atvinnuleysistryggingakerfisins. Sá munur er á, að ríkið ber 90% af kostnaðinum við að tryggja sjálf- stæða smábátasjómenn en opinberir aðilar þurfa aðeins að ljármagna 20% halla, sem er á almenna kerf- inu. Reglur um greiðslu úr almenna kerfínu og sjómannasjóðnum eru ekki heldur þær sömu. Smábátasjómenn í sjálfstæðum rekstri eru taldir atvinnulausir frá 1. nóvembertil 15. maí, bátarþeirra geta ekki farið á sjó á þessu tíma- bili vegna veðurs. Þeir verða að hafa unnið 10 vikur yfir árið áður en þeir eiga rétt á bótum. Ef þeir vinna meira en 15 vikur er þeim leyfílegt að nota 10 tekjuhæstu vikurnar sem grunn við útreikning á upphæð atvinnuleysisbóta sinna. Smábátasjómenn greiða 2,35% af tekjum sínum til atvinnuleysis- tryggingakerfísins líkt og aðrir launþegar í Kanada. Atvinnuleysisbætur nema sem svarar 60% af tekjum sjómannsins ef þær eru ekki yfir 460 dollurum (13.800 kr.) á viku. Hæstu hugsan- legar bætur eru því um 280 dollarar (8.400 kr.) á viku. í almenna kerf- inu er hægt að fá bætur mest í 52 vikur í einu, ef unnið var 14-20 vikur áður en bótagreiðslur hófust. Smábátasjómenn teljast hinsvegar ávallt hefja vinnu 15. maí ár hvert, nema þegar undanþága er veitt t.d. vegna veðurs, sem er sjaldgæft. Mikill og vaxandi halli hefur verið á atvinnuleysistryggingasjóðnum fyrir sjómenn í sjálfstæðum rekstri líkt og sjá má í töflu 1. Þennan halla greiðir hið opinbera. TAFLAI. Halli á atvinnuleysistryggingasjóði sjómanna með sjálfstæðan rekstur. (Fjárhagsár hins opinbera í Kanada er frá 1. maí til 30. apríl.) Taflan sýnir milljónir dollara og milljónir króna. Kan. ísl. dollarar krónur 1984-85 159,0 4.770 1983-84 140,1 4.203 1982-83 113,8 3.414 1981-82 89,9 2.697 1980-81 73,7 2.211 1979-80 71,7 2.151 1978-79 65,6 1.968 1977-78 50,1 1.503 Lflct og sjá má er kostnaður kanadíska ríkisins af atvinnuleysis- bótum til sjálfstæðra sjómanna verulegur eða um 4,7 milljarðar króna árið 1984 (togarasjómenn eða sjómenn á meðalstórum eða stórum bátum eru hér ekki taldir með). í töflu 2 er nánari sundurlið- un á þessum bótum. Fjöldi sjó- manna er nýtur bóta stendur í stað en meðalgreiðslan á hvem sjómann hefur hækkað nokkuð. í Kirby- skýrslunni em atvinnuleysisbætur sagðar (bls. 61) nema að meðaltali 16% af heildartekjum allra sjó- manna árið 1981. Á norðaustan- verðu Nýfundnalandi vom atvinnu- leysisbætur 32% af heildartekjum sjómanna það ár, en þar er hlut- fallið hæst í Kanada. Verðlag er lægra í Kanada en hér á landi og ráða má að upphæð þessara bóta er veruleg af því að meðalbætur á hvem sjómann nægðu til þess að hann keypti sér nýja Lödu-bifreið fyrir þær hvert einasta ár. í Kirby-skýrslunni segir (bls. 61) að 83% af þeim sem stunduðu sjó- mennsku 1981 hafí notið atvinnu- leysisbóta það árið. Eins er þess getið (bls. 311) að starfsfólk í físk- vinnslu á Atlantshafssvæðinu hafí fengið 63 milljónir dollara (1,9 milljarða kr.) í bætur úr almenna kerfínu árið 1980. Um vemlegar greiðslur er því að ræða til aðila innan kanadisks sjávarútvegs i forrni atvinnuleysisbóta. í kæm þeirri sem Bandaríkja- mennimir lögðu fram em atvinnu- leysistiyggingar í Kanada taldar vera styrkur, þar sem iðgjöld frá þeim sem starfa í sjávarútvegi nemi aðeins 10% af útborgunum til þess- ara aðila. Bandaríska viðskipta- ráðuneytið hefur ákveðið við loka- úrskurð á tollum á ferska fiskinum að ekki skuli líta á bætumar sem óeðlilegan ríkisstyrk við vömfram- leiðslu. Óvíst er hvort bandarískir hagsmunaaðilar geti breytt þeirri túlkun í málarekstri í framtíðinni, t.d. þegar innflutningur á frystum botnfískafurðum verður kærður. Óvíst er, hve hátt atvinnuleysis- bætumar yrðu metnar til tolla. Lík- lega bættu þær 10 til 18% tolli ofan á vömna. Ljóst er, að slíkt hefði geigvænleg áhrif á sjávarútveg Kanada. Frekari tollamálaferli erulíkleg Kanadamenn anda nú léttar eftir að í Ijós kom að tollamir á fersk- fiskinn urðu ekki eins háir og búist var við. Enn em þó blikur á lofti. Ferskfiskurinn er aðeins ein grein kanadískrar fískframleiðslu. Lfld og hjá okkur íslendingum er frysti botnfiskurinn mikilvægasta sjávar- varan, sem flutt er út. Lögfræðing- um kanadíska sjávarútvegsráðu- neytisins var send tilkynning um það í ágúst á sl. ári, að frekari málssókna væri að vænta. Aðilar frá Alaska vilja fá toll á frystan físk frá Kanada, en skelfískinn- flutningur verður kærður af fyrir- tækjum á austurströnd Bandaríkj- anna. Hinn lági tollur sem úrskurð- aður var í ferskfískmálinu kann að letja þessa aðila til aðgerða. Þó kunna þeir að reyna nýjar aðferðir við málssókn sem skilað gætu meiri árangri. Þannig em uppi hug- myndir um að kæra kanadískan sjávarútveg í heild. Með því móti yrði e.t.v. auðveldra að fá atvinnu- leysisbætumar metnar sem toll- skyldar. Þó vemlegir tollar hafí enn ekki skaðað kanadískan sjávarútveg þá hefur málssóknin ekki verið skað- laus. Dýrt er að vetja mál af þessu tagi. Fiskiráð Kanada (Fisheries Council of Canada) bjóst við að hafa varið 500—600.000 dollumm (15 til 18 milljónum króna) í máls- vömina. Það kostar mun minna að sækja mál af þessu tagi. Sjávarútvegsbyggðir Kanada Þrátt fyrir að tollahækkanir í Bandaríkjunum hafi ekki náð að skaða sjávarútveg Kanada vemlega hefur málavafstur það sem hér hefur verið lýst þegar haft áhrif. Kanadamenn virðast vera að draga úr aðstoð og þróunarhjálp við Atl- antshafssvæðin vegna ótta við aðgerðir Bandaríkjamanna. Þetta verður að teljast alvarlegt fyrir sjáv- arútvegssvaeði Kanada. Þau hafa glímt við mikla efnahagslega van- þróun undanfama áratugi. At- hafnalíf liggur nær alveg niðri í byggðarlögum yfír vetrartímann (botnfiskvertíð þar er yfír sumarið). Áður var selveiði góð búbót fyrir þetta fólk yfir langan og athafnalít- inn vetur. Með aðgerðum Green- peace og annarra samtaka í Evrópu hefur fólkið ekki lengur að selveið- inni að hverfa. Einstaka ákæmatriði sem nefnd vora hér að framan verða að teljast mjög óheiðarleg og mættu jafnvel kallst óvægin afskipti af innan- landsmálefnum sjálfstæðs ríkis. Dæmi um þetta er stofnun stór- fyrirtækisins FPI. Uppbygging þessa fyrirtækis hefur verið aðallið- urinn í uppbyggingu atvinnulífs á Nýfundnalandi. Bandaríkjamenn telja að „arðsemissjónarmið" hafi ekki ráðið kanadískri Qárhagsað- stoð við þetta fyrirtæki. Ef fyrir- tækið hefði ekki verið sett á fót með opinbemm stuðningi hefði fiystihúsum verið lokað um allt Nýfundnaland með ófyrirsjáanleg- um afleiðingum fyrir byggðarlög sem allt sitt eiga undir sjávarútvegi. Bandarísk yfírvöld em nú að tmfla að þetta fyrirtæki nái að koma undir sig fótunum með því að leggja á tolla. Með byggða- og þróunaráætlun- um hefur Kanadastjóm á síðustu áratugum reynt að bæta alvarlegt efnahagsástand Atlantshafssvæða landsins. Mikið af þeirri aðstoð sem minnst hefur verið á hér er til þess fallin að hafínn verði rekstur fýrir- tækja á svæðum, þar sem atvinnu- leysi ríkir. Eins og Bandaríkja- mennimir komust að er aðstoðin oft vemleg. Hinsvegar er aðstoðin einfaldlega mikil vegna þess hve ástandið er alvarlegt í mörgum kanadfsku sjávarbyggðanna. Hvað sem frekari átökum um tollamál líður, er ljóst, að það fólk sem hefur lífsbjörg sína úr sjó verður harkalegast fyrir hækkandi tollum á sjávarafurðum og afskipt- um Bandaríkjamanna af byggðaað- stoð í Kanada. Sigmar V. Þonnar hefur lokið meistaraprófi í þjóðfélagsfræðum frá Carleton-háskóla íOttawa, hann starfar þjá Félagsrísinda- stofnun Háskóla íslands. Halldór Pétur Pálsson erídokt- orsnámi íhagfræði t Ottawa í Kanada. Atvinnuleysisbætur kanadískra smábátasjómanna Taflan sýnir upphæð bóta í íslenskum krónum sem greiddar voru kanadískum smábátasjómönnum árið 1984 (Kanadadollar reiknaður sem 30 ísl. kr.). Fylki Fjöldi bótaþega Heildar- greidsla kr. Meðalgreiðsla á/ hvernýómann kr. Heimild: Fjáriög Kanada. Nýfundnaland Prins Edward eyja Nova Scotia Nýja Bmnswick 12.460 2.292 7.819 2.983 1.719.423.300 361.866.600 1.086.715.200 442.862.700 138.000 157.890 138.990 148.470 1 i * i i 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.