Morgunblaðið - 25.03.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.03.1986, Blaðsíða 40
I B-1 Sleðaferð á Stapavatni ■ K ■'3SIU4' Sex manna far með bólstruðum sætum. Morgunblaðið/PD Á einum góðviðrisdeginum í febrúarlokin var undirritaður á ferð i Lýtingsstaðahreppi og kom þá auga á allsérkennilegt fyrirbrigði á Stapavatni. Hest- ur spenntur fyrir sleða fullan af fólki á steytingsferð á ísnum. — Á vettvang á augabragði og liðið tekið tali! Þarna voru þeir feðgar á Varmalæk, Sveinn Jóhannsson og Björn, ásamt Friðriki garðyrkjubóna í Laug- arhvammi, Sigmundi á Vind- heimum og fleira fólki. Og þetta var ekki neinn venjulegur magasleði, — nei, ekki aldeilis. Sex manna far með bólstruðum sætum, rétt eins og best gefur að líta á kvikmyndum hjá hefð- arfólki í Norðurálfu fyrir 100 árum eða svo. „Við erum að prufukeyra, búnir að fara einu sinni áður og allt gekk vel,“ segir Friðrik, en hann er hönnuður og framleiðandi sleð- ans. Hann er einnig eigandi ak- tygjanna, sem að vísu eru 40 ára gömul, en einnig smíðuð af honum í upphafí. Hesturinn, sem spennt- ur var fyrir sleðann, er í eigu þeirra Varmalækjarfeðga. „Þetta er 6 vetra graðhestur og ekki fulltaminn enn,“ segir Bjöm. „Einstök þægðarskepna og hagar sér eins og hann hafí aldrei gert annað um sína daga en draga sleða.“ Og það staðfestist hér, að þægur var hesturinn og ekki nóg með það, hann fór á brokki og tölti alveg samkvæmt óskum ek- ilsins, sem var Bjöm. Fyrir þá sem ekki vita, þá er Bjössi sæmilega hestfær. Búinn að vera í þessum „bransa" í nokkuð mörg ár. Reið Hrímni sínum til gullverðlauna í góðhestakeppni á síðasta lands- móti hestamanna. — Er þetta aðalkynbótahestur- inn á Varmalæk um þessar mund- ir?“ hrökk út úr undirrituðum. „Nei,“ svaraði Bjöm um hæl og glotti við tönn. Hefur sjálfsagt haldið að nú væri verið að narrast með hann. Eftir að hafa smellt mynd var stigið um borð. Það skal staðfest hér, að gaman var að líða eftir ísnum á sleðanum. (Það rifjast hér upp fyrir undirrituðum, að fyrir svo sem 27 árum var hann við að flytja hey úr engjum að vetrarlagi með hesti og sleða. Það er nú ekki lengra síðan en svo.) Sem fyrr segir er Friðrik Ing- ólfsson garðyrkjubóndi að at- vinnu, en dverghagur smiður ef hann bregður því fyrir sig, hvort sem unnið er með tré eða jám eða jafnvel góðmálma. „Þessi sleði er nú eiginlega mín hugarsmíð," segir Friðrik. „Ég fór til Akureyrar og skoðaði sleða, gamlan, sem er á minjasafninu þar. Mér var sagt að sleða þann hafi Guðmundur heitinn Jónasson fjallabflstjóri átt og notað eitthvað fyrir nokkuð löngu. Sá sleði var nokkm styttri en þessi og í hæsta lagi pláss þar fyrir 4 fullorðna. Þessi hér er eins og sést með þrem bekkjum, vel rúmum fyrir 6 manns. — Annars kom hug- myndin að þessu frá Sveini á Varmalæk," segir Friðrik og bros- ir. — Boltinn var þar með gefinn til Sveins og hann tekur við í frá- sögninni. „Eg er búinn að vera ofurlítið í því í mörg ár að greiða götu ferðamanna,. bæði íslenskra og erlendra, sem hafa viljað ferð- ast svolítið á hestum. Þessi starf- semi hefur ekki staðið yfír nema bláungann úr sumrinu. Ég fór svo að velta vöngum um hvort hægt væri að vekja áhuga ferðamanns- ins á íslenska hestinum að vetrar- lagi. Það má segja að þrennt hafi verið í huga mér þegar ég nefndi sleðasmíði fyrst við Friðrik ná- granna minn. I fyrsta lagi er ekkrt á móti því að varðveita með þessu uppátæki ákveðnar þjóðminjar. Sleðaferðir í Krókinn voru hinn algengasti ferðamáti hér í Skaga- fírði á vetrum áður fyrr. I öðru lagi þóttist ég viss um að við mundum geta haft af þessu ein- hverja ánægju. Og í þriðja lagi skal því ekki neitað að mér datt í hug í alvöru að þetta gæti hugsanlega orðið atvinnutæki, ef svo má að orði komast." Þegar um var spurt hvemig það mætti verða aftók Sveinn með öllu að ræða það frekar nema yfír kaffí- bolla heima á Varmalæk, og þangað var haldið. Sveinn heldur áfram: „Eins og ég sagði, þá er ég búinn að vera í ofurlítilli ferðamannaþjónustu í nokkur ár, en nú sl. vor og sumar var gerð tilraun til að gera þessa þjónustu að alvöru atvinnugrein hér. Þá var stofnað fyrirtækið Hestasport. Aðalmennimir í því eru Bjöm sonur minn og Magnús Sigmundsson á Vindheimum." — Segið nánar frá þessu fyrir- tæki, hvað er það eiginlega? Sigmundur verður hér fyrir svömm (faðir Magnúsar) og segir að fyrirtæki þetta sé eiginlega bæði hestaleiga og einskonar ferðaskrifstofa. Skipulagðar væm hestaferðir bæði stuttar, allt frá einum klukkutíma; og upp í lengri ferðir yfir hálendi Islands. Aðstoð- armenn og fararstjórar jafnan með í för og reynt að haga málum þannig að sem flestir geti fundið eitthvað við sitt hæfí. Reynt hefur verið að reka áróður fyrir því að hér er tækifæri fyrir alla fjölskyld- una að ferðast saman og njóta útivistar. Sveinn tekur við: „Til að hafa þessa atvinnugrein að aðalatvinnu þarf ferðamannatíminn að lengj- ast frá því sem verið hefur. Þetta er öllum ljóst sem nálægt ferða- þjónustu hafa komið. Það er mikið talað um það að brátt muni er- lendir ferðamenn fara að streyma hingað til lands að vetri til saman- ber það sem kom fram í þættinum hjá Ómari um daginn. Vissulega þarf að auglýsa rétt og það kostar bæði fé og fyrirhöfn en ég hef þá trú að það skili sér fljótlega. Spumingin hjá okkur er sú hvort það sé ekki líklegt að fólk vilji allt að einu komast í kynni við íslenska hestinn að vetrarlagi eins og að sumri til. Það kemur margt til greina, t.d. helgarpakkar, sem lítillega hefur verið prófað og lík- að vel.“ Að þessum orðum töluðum kemur upp í hugann að líklega eigum við eftir að heyra í auglýs- ingatextum framtíðarinnar „hest- ur og flug — flughestur" og það hljómar bara vel. Aðspurðir segja þeir feðgar á Vamalæk að á síðasta sumri hafí verið alveg þokkaleg eftirspurn hjá Hestasporti miðað við það sem búist var við svona í byrjun og eins hitt að þeir sögðust hafa veirð nokkuð seinir að auglýsa í fyrra. Eftirspumin er mikil núna fyrir næsta sumar bæði frá innlendum og erlendum aðilum og þegar uppselt í nokkrar ferðir sumars- ins. Eins og fram hefur komið er áhugi fyrir að lengja þennan ferðamannatíma og í því sam- bandi hefur verið auglýst sérstök réttarferð næsta haust sem er hugsuð þannig: 3—4 dagar. Farið á móti gangnamönnum og fengið að fylgjast með rekstri til réttar og enda svo með réttardegi. Ekki er vafí á því að þetta mundi falla mörgum vel í geð. Sveinn vill taka það sérstaklega fram að þessi þjónusta sem hér er til umræðu er ekkert síður fyrir íslenska ferðamenn en erlenda. „Margur íslendingurinn hefur bæði gagn og gaman af því að kynnast landi sínu betur á öllum árstímum," sagði Sveinn. Ekki er vafí á því að ferðaþjón- usta ýmiskonar á í náinni framtíð eftir að veita atvinnu í vaxandi mæli hér á landi. í dreifbýlinu getur þessi atvinnugrein orðið mikill styrkur við byggðina nú á tímum samdráttar í hefðbundnum landbúnaði. Möguleikamir eru fyrir hendi, en það þarf hug- myndaauðgi, dugnað og mikla vinnu til að nýta þá. Hér hafa verið teknir tali menn sem eru fullir áhuga, eldmóði og bjartsýni á áframhald blómlegs lífs vítt og breitt í sveitum lands- ins. Betur væri ef feiri slíkar raddir heyrðust nú mitt i öllum þessum bölmóði, sem vissulega hefur verið nokkuð áberandi hjá okkur dreifbýlingum að undan- förnu. P.D. Akranes: Setja upp grindur til að verjast sandfoki Akranesi AÐ UNDANFÖRNU hefur verið unnið að því að setja upp grindur til varnar sandfoki sem herjað hefur á íbúa gatna í næsta ná- grenni við Langasand á Akra- nesi. Er hér um að ræða tilraun til að hefta fokið á viðkvæmustu svæðunum. Enn hefur ekki reynt á grindurn- ar að sögn Daníels Arnasonar bæjartæknifræðings á Akranesi en menn bíða spenntir eftir að sjá hvemig til tekst. Daníel sagði að búið væri að útfæra hugmynd að gijótvamargarði sem settur yrði upp niður á sandinum ef til kæmi en það væri geysimikið mannvirki og engin ákvörðun hefur verið tekin um slíkar framkvæmdir. Á meðan verðum við að sjá hvemig til tekst með grindumar og jafnvel bæta fleirum við, t.d. við íþróttasvæðið en töluverður sandur hefur fokið á það svæði. Á sl. ári varð hreinlega að ryksuga sandinn af grasvellinum til að flýta fyrir gróðri hans. J.G. Grindurnar sem settar hafa verið upp til að reyna að minnka sand- fokið í bænum. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Þannig var víða umhorfs í grennd við Langasand i nóvembermánuði á síðasta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.