Morgunblaðið - 25.03.1986, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 25.03.1986, Blaðsíða 58
 fríme.rki ? ' Með morgnnkaffinu mr---Ó Já, en góði vinur, það kemur Þú hefðir eitthvað sagt í flóð- unum miklu árið 1956. HÖGNI HREKKVlSI Verðtrygginguna úr gildi G.D. skrifar: Miðvikudaginn 15. janúar 1986 var í kvöldfréttatíma útvarps talað við þrjá viskunnar menn um samn- ingaumleitanir launþega og vinnu- veitenda. Þessir menn lýstu því yfír að leitað væri nýrra leiða og sá síð- asti í viðtalinu taldi að leitað væri leiðar sem aldrei fyndist. Þar höfum við það. Þetta hefur þó viðgengist undanfarin ár hvort sem um er að kenna reynsluleysi og þekkingar- leysi eða bara viljaleysi. Gæti það verið algert getuleysi? Hvað eru menn að rembast árum saman? Hvemig er hægt að þakka svona vinnubrögð? Nú er það svo að ég þykist nokkum veginn viss um að þessir menn geti lítið gert þó svo að þeir sæju lausnina. Þar er við ramman reip að draga og þeir lítið hærra settir en hásetar á skútunni. Þar kemur til kasta stjómarliðsins, sem em hinir þjóðkjömu fulltrúar okkar. Nú er hrikaleg slagsíða og er búin að vera nokkur ár. Venjulegir skip- stjómarmenn létu slíkt ekki við- gangast stundinni lengur. Það er einmitt þetta kappalið sem árið 1979 lögleiddi glæpinn, með því að koma á verðtryggingu á þann hluta gjaldmiðilsins, sem kallaður er sparifé eða Iánsfé. Þetta athæfí hefur valdið svo hrikalegri tilfærslu íjármagns í þjóðfélaginu, að allt annað sem kallað er fjármálamis- ferli er sem hjóm eitt miðað við þennan óhugnað. Atvinnuvegimir og lágtekjulaun- þegar hafa líka fengið að fínna fyrir þessu, þar sem þessir aðilar hafa orðið að sjá af gífurlegum fjármun- um í hendur hátekjumanna og fjár- plógsmanna í þjóðfélaginu. Hvaðan kemur verðtryggingarfjármagnið ef ekki frá atvinnuvegunum, þar sem verðmætin verða til, ýmist beint eða í gegnum hendur laun- þega,' sem verða að greiða þennan toll af hverri krónu, sem þeir nota í nauðþurftir. Alþingismenn o.fl. ráðamenn í landinu telja að þetta þurfí svona að vera til að fá fjármagn inn í lánastofnanir, en þetta er mesti misskilningur. Þegar fjármagn er gert svona dýrt, verður það aldrei lánað til uppbygginga heldur aðeins til niðurrifs. Þetta virkar sem krabbamein er engan veginn verður læknað nema að tekið verði fyrir orsökina. Það verður engri verð- bólgu afstýrt meðan þetta ástand varir, engar raunhæfar kjarabætur nást fram, uppbygging engin eða í lágmarki nema þá með erlendum lántökum, sem þó gengur ekki lengur. Framundan virðist því meiriháttar hrunadans og blóðtaka eins og verið hefur undanfarin ár. Viðvarandi ástand skrifast á hið háæruverðuga þinglið við Austur- völl, en hversu æruverðugir þeir eru þjóðinni skal ósagt látið. Það er óverjandi að fjáraflaspekúlantar geti sogað svo ótæpilega til sín íjár- magn úr efnahagslífí þjóðarinnar, sem raun ber vitni og að þeir einir standi óábyrgir og áhættulausir gagnvart verðmætaöflun og -sköp- un í landinu. Verðbólgudraugurinn verður aldrei kveðinn niður fyrr en verð- tryggingarlögin verða numin úr gildi, vextir færðir niður, jafnvel í núll, meðan jafnvægi næst. Ef al- þingismenn sjá ekki eða vilja ekki sjá hvað gera þarf, hafa þeir lítið á alþingi að gera. Þar þarf annað til að koma en lokuð eða brengluð dómgreind á málefnum lands og þjóðar. Um útgáfurétt Gleðibankans Góðan daginn! Ég var að lesa Helgarpóstinn fyrir stuttu. Þar kom margt ljótt fram að mér fannst en aðeins eitt langar mig að nefna hér. Eftir því sem mér best skildist var sagt frá því að útgáfuréttur Gleðibankans væri bundinn. Er það ekki brot á þeim reglum sem voru settar fyrir keppnina? Samkvæmt þeim er lagið ógilt sem sigurlag og þá ætti lagið i öðru sæti að hreppa fyrsta sætið. Eða á ekki að virða þessar reglur? Svar óskast. Anna Víkveiji skrifar Orðaskiptin milli stjómarfor- manna Flugleiða og Amar- flugs vegna ummæla hins fyrr- nefnda á aðalfundi félags síns á fímmtudaginn endurspegla þá samkeppni, sem er á milli félag- anna. Harkan í þessum orðræðum gefur til kynna, að hart sé barist um viðskiptavinina. Á þessu máli eins og öllum öðrum em fleiri en ein hlið. Hér skal ekki rætt um fjármál eða stjóm á þeim. Hinu er ástæða til að velta fyrir sér, hvort það sé heppilegt, að eitt flug- félag sitji að öllum áætlana-flutn- ingum til og frá landinu. Með orðinu „heppilegt" er vísað til hagsmuna þeirra, sem komast ekki hjá því að eiga viðskipti við þetta félag, vilji þeir nota þessa þægilegu og hröðu ferða- og flutningsleið. Víkverji telur, að stærðarmun- urinn milli Flugleiða og Arnar- flugs valdi því nú þegar, að Flug- leiðamenn sýni viðskiptamönnum sínum hvorki nægilegt tillit né þjón- ustu. Þegar fyrirtækinu býður svo við að horfa tekur það eigin hags- muni fram yfír hag viðskiptavinar- ins í fullri vissu um, að hann á ekki annarra kosta völ. Tökum lítið dæmi af fragt. Fyrir- tæki var orðið uppiskroppa með hráefni. Það gat ekki stöðvað fram- leiðslu sína og hélt henni áfram þrátt fyrir skortinn og gat þolað hann í nokkra sólarhringa. Tafar- lausar ráðstafanir vom gerðar til að ná í efnið, sem tekur lítið rými. Haft var samband við framleiðenda þess í Danmörku á mánudegi. Hann tók að sér að koma litlum pakka með efninu til Flugleiða, þannig að vél félagsins frá Kaupmannahöfn gæti tekið hann með sér á þriðju- degi. Gekk þetta eftir eins og ráð var fyrir gert. Pakkinn fór um borð í vélina, hún hóf sig á loft og hinn íslenski framleiðandi taldi sig jafn- vel geta hafið eðlilega vinnslu á þriðjudagskvöld. Flugvélin millilenti í Glasgow samkvæmt áætlun. Þar bar svo við, að fleiri komu um borð í vélina en afgreiðslumenn í Kaupmannahöfn virðast hafa vitað. Af einhveijum ástæðum vom nokkur hundmð kfló af fragt skilin eftir í Glasgow, þar með var litli pakkinn með hinu bráð- nauðsynlega hráefni, sem áður er getið. Nú vom góð ráð dýr fyrir framleiðandann, því Flugleiðir sendu ekki aftur vél til Glasgow fyrr en á fímmtudag. Varð hann eins og aðrir, sem áttu farminn, sem skilinn var eftir þar, að sætta sig við að bíða fram á fímmtudags- kvöld. Víkveiji leyfir sér að fullyrða, að það atvik, sem hér er lýst, sé ekkert einsdæmi. Því miður verður að segja þá sögu eins og hún er, að viðskiptavinir Flugleiða og raunar einnig Arnarflugs eiga talsvert undir geðþótta þeirra, sem annast daglega rekstrarstjóm fyrir- tækjanna. Þeir virðast ekki hika við að breyta auglýstri áætlun, svo ekki sé minnst á þá ósvífni að svipta viðskiptavini á síðustu stundu sæt- um, sem þeir hafa tryggt sér með löngum fyrirvara eða kasta út úr flugvélum vamingi, sem kominn er um borð, oft eftir miklar þrautir og samhæft átak margra manna. Víkveija grunar, að hagsmunir íslenskra viðskiptavina Flugleiða séu oftar en ekki látnir víkja fyrir hagsmunum erlendra viðskiptavina, ef árekstrar verða. Stafar þetta af hinni hörðu samkeppni, sem félagið er í á flugleiðinni yfír hafið, það er frá Norður-Ameríku til Evrópu. Væri samkeppnin jafn hörð um þjónustu við íslenska farþega, heyrðu menn ekki jafn margar kvartanir um samskipti við flug- félögin og því miður er raunin. Nú hafa Flugleiðir tvískipt far- þegarými í Atlantshafsflugi eins og í Evrópuflugi; Saga-class er fyrir þá, sem greiða fullt fargjald. Vík- veiji minnist þess ekki að hafa séð neins staðar greint frá því, hvaða reglur gilda um nýtingu sæta í hinu dýrara rými, ef yfírbókað er í al- menning. Er mönnum vísað frá eða fá þeir að nýta auð sæti á Saga- class? Sé sú regla í gildi, vonar Víkveiji, að farþegum sé tekið af jafn þægilegri velvild og honum eitt sinn á flugvellinum í Briissel. Ferðinni var heitið til Montreal í Kanada. Þegar afgreiðslustúlkan tók á móti mér og farangri mínum til skráningar í vélina sagði hún: Því miður er það farrými, þar sem þér eigið bókað sæti, yfirbókað. Mætti ég bjóða yður að ferðast á fyrsta farrými? Eg verð stúlkunni og Sabena, belgíska flugfélaginu, ævinlega þakklátur fyrir þessa ógleymanlegu og glæsilegu ferð yfir Atlantshaf í tijónu á Boeing- breiðþotu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.