Morgunblaðið - 25.03.1986, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 25.03.1986, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1986 41? Skákþing íslands: Keppt í áskorenda- og opnum flokki um páskana Skák Margeir Pétursson SKÁKÞING Islands hófst á laugardaginn var í Skákheimil- inu við Grensásveg. Um pásk- ana verður keppt i áskorenda- flokki og opnum flokki, en stjórn Skáksambands Islands nýtti sér heimild í lögum sam- bandsins til að fresta keppni í landsliðsflokki þangað til í haust. Slikt hefur einu sinni áður verið gert, það var 1984, en mótið þá varð öflugasta ís- landsþing sem nokkru sinni hefur verið háð. Það er því ekki teflt um íslandsmeistara- titilinn að þessu sinni, en samt sem áður eru margir öflugir skákmenn með í mótinu. í áskorendaflokki tefla þeir sem hafa 1800 skákstig og yfír, auk nokkurra skákmanna af lands- byggðinni sem eru sérstaklega boðnir. Þar tefla margir ungir og efnilegir skákmenn, svo sem þeir Þröstur Ámason, Reykjavíkur- meistari, og Hannes Hlífar Stef- ánsson, sem stóð sig mjög vel á alþjóðlega mótinu í febrúar. í áskorendaflokki eru þátttakendur 36 talsins, en 75 í opna flokknum. Tefldar verða níu umferðir eftir Monrad-kerfl í báðum. Að loknum tveimur fyrstu umferðunum höfðu eftirtaldir skákmenn fullt hús vinninga: Áskorendaflokkur: Bragi Bjömsson, Uros Ivanovic og Þrá- inn Vigfússon, allir TR, Bjöm Fr. Bjömsson, SH og Gunnar Freyr Rúnarsson TS. Opinn flokkur: Sigurður Inga- son, TS, Sigurður Olsen og Óttar Már Bergmann, TG og þeir Stefán Bjamason, Hrannar Baldursson, Ösp Viggósdóttir, Snorri Karls- son, Helgi Hjartarson, Friðrik Egilsson, Ámi R. Loftsson, Egg- ert ísólfsson og Bjami Magnús- son, öll úr TR. Eftirfarandi skák var tefld í fyrstu umferð í áskorendaflokki: Hvítt: Páll Leó Jónsson. Svart: Þorvaldur Logason. Drottningarindversk vörn. 1. d4 - Rf6, 2. Rf3 - e6, 3. c4 c5, 4. e3 — b6, 5. Rc3 — Bb7, 6. Be2 - Be7, 7. 0-0 0-0, 8. b3 - d6, 9. Dc2 - Rbd7, 10. Hdl — cxd4, 11. Rxd4 — a6, 12. Bf3 - Dc7, 13. Bb2 - Hac8, 14. Hacl - Hfd8, 15. De2 - Re5,16. Bxb7 — Dxb7 Hvítur hefur teflt byrjunina rólega, en nú sér hann möguleika til að ná fmmkvæðinu. Svartur bregst ekki rétt við, svo úr verður stórsókn. 17. f4 - Rg6?1,18. f5! - exf5? Það er ætíð slæmt að gefa d5-reitinn í slíkum stöðum. Betra var 18. — Rf8. 19. Rxf5 - Bf8, 20. Rd5 - Rd7,21. Dg4! Hótar að vinna skiptamun með 22. Rfe7+. 21.- Rge5, 22. Dg3 - Kh8, 23. Rde7! - Hc5, 24. Rxd6 - Da7, 25. Bxe5 — Rxe5. 26. Dxe5! - Bxe7, 27. Rxf7+ - Kg8, 28. Hxd8+ - Kxf7, 29. Hfl+ - Bf6, 30. De8 mát. Skákþing- Norð- lendinga fór fram á Siglufirði dagana 13.—16. marz. Keppendur vom 26 talsins, flestir frá Akureyri. Gylfi Þórhallsson, Akureyri, sigr- aði mjög ömgglega á mótinu. Hann hlaut sex vinninga af sjö mögulegum, heilum vinningi fyrir ofan næstu menn, þá Jón G. Viðarsson, Akureyri og Öm Þór- arinsson, Fljótum. í 4.-7. sæti urðu Akureyringamir Amar Þor- steinsson, Þór Valtýsson, Sigutjón Sigurbjömsson og Jón Ami Jóns- son með 4 V2 v. í 8,—11. sæti urðu Páll A. Jónsson, Siglufírði, og Akureyringamir Bogi Pálsson, Sveinn Pálsson og Tómas Her- mannsson, sem allir hlutu 4 vinn- inga. Meistaramót Taflfé- lags Seltjarnarness fór fram í febrúar og marz. Sigurvegari á mótinu varð Páll Þórhallsson, TR, sem hlaut 8 vinninga af 9 mögulegum í efsta flokki. Röð næstu manna varð: 2. Haraldur Haraldsson, TR 6 v. 3. Tómas Bjömsson, TR 5 v. 4.-7. Ögmundur Kristinsson, TS, Þrá- inn Vigfússon, TR, Gunnar Gunn- arsson, TS og Jón Ámi Halldórs- son, TS 4>/2 v. Utanfélagsmenn geta ekki unnið titilinn, svo þeir Ögmundur, Gunnar og Jón Ami verða að heyja aukakeppni um sæmdarheitið: „Skákmeistari Taflfélags Seltjamamess 1986“. Reykvíkingar náðu því að hefna fyrir Haustmót Taflfélags Reykja- víkur fyrir áramótin, en þar sigr- aði Guðmundur Halldórsson, fé- lagi í TS. í B-flokki sigraði Gísli Hjalta- son, TS. Hann hlaut 7V2 v. af 9 mögulegum. Steinar Haraldsson, TS, varð annar n\eð 7 v. og Anton Einarsson, TS þriðji með 6V2 v. Skákþing Garðabæjar 1986 Þar sigraði Bjöm Jónsson ör- ugglega, en hann er sonur Jóns Rögnvaldssonar, formanns Tafl- félagsins f Garðabæ. Bjöm hlaut 10 v. af 11 mögulegum. Sá eini sem náði að veita Bimi keppni var Jón Þór Bergþórsson, sem hlaut 9 v. 3.-4. Jósep Vilhjálms- son og Jón Bragi Bergmann 6V2 v. 5.-6. Sigurður Olsen og Jó- hann H. Ragnarsson 6 v. Wó\ VJjUUI Ný sending af herraf rökkum tekin upp í dag Margar nýjargerðir Verðfrá 4.575 kr. BSSsB ILMANDI GÓÐGÆTI ALLA DAGA Brauð (stór, smá, f(n og gróf), kökur og tertur. 50% afslátturaf öllum smábrauðum (rúnstykki, hleyfar, heilhveitihorn, langlokurog kringlur), virka daga kl. 8 - 10 og um helgar kl. 9 - 12. 50% afsláttur af öllum brauðum kl. 17-18 Veislutertur, glæsilega skreyttar. Fyrir barnaafmælið bjóðum við upp á svolltið sérstakt sem kætir litla munna. OPIÐ MÁNUD. - FÖSTUD. KL. 8-18 OG LAUGARD. - SUNNUD. KL. 9-16 BAKARÍK) KRINGLAN OALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI SÍMI 53744 Opið um páskana: Skirdag kl. 9 -16. Laugardag kl. 9 -16 2. páskadag kl. 9 -13.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.