Morgunblaðið - 25.03.1986, Side 41

Morgunblaðið - 25.03.1986, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1986 41? Skákþing íslands: Keppt í áskorenda- og opnum flokki um páskana Skák Margeir Pétursson SKÁKÞING Islands hófst á laugardaginn var í Skákheimil- inu við Grensásveg. Um pásk- ana verður keppt i áskorenda- flokki og opnum flokki, en stjórn Skáksambands Islands nýtti sér heimild í lögum sam- bandsins til að fresta keppni í landsliðsflokki þangað til í haust. Slikt hefur einu sinni áður verið gert, það var 1984, en mótið þá varð öflugasta ís- landsþing sem nokkru sinni hefur verið háð. Það er því ekki teflt um íslandsmeistara- titilinn að þessu sinni, en samt sem áður eru margir öflugir skákmenn með í mótinu. í áskorendaflokki tefla þeir sem hafa 1800 skákstig og yfír, auk nokkurra skákmanna af lands- byggðinni sem eru sérstaklega boðnir. Þar tefla margir ungir og efnilegir skákmenn, svo sem þeir Þröstur Ámason, Reykjavíkur- meistari, og Hannes Hlífar Stef- ánsson, sem stóð sig mjög vel á alþjóðlega mótinu í febrúar. í áskorendaflokki eru þátttakendur 36 talsins, en 75 í opna flokknum. Tefldar verða níu umferðir eftir Monrad-kerfl í báðum. Að loknum tveimur fyrstu umferðunum höfðu eftirtaldir skákmenn fullt hús vinninga: Áskorendaflokkur: Bragi Bjömsson, Uros Ivanovic og Þrá- inn Vigfússon, allir TR, Bjöm Fr. Bjömsson, SH og Gunnar Freyr Rúnarsson TS. Opinn flokkur: Sigurður Inga- son, TS, Sigurður Olsen og Óttar Már Bergmann, TG og þeir Stefán Bjamason, Hrannar Baldursson, Ösp Viggósdóttir, Snorri Karls- son, Helgi Hjartarson, Friðrik Egilsson, Ámi R. Loftsson, Egg- ert ísólfsson og Bjami Magnús- son, öll úr TR. Eftirfarandi skák var tefld í fyrstu umferð í áskorendaflokki: Hvítt: Páll Leó Jónsson. Svart: Þorvaldur Logason. Drottningarindversk vörn. 1. d4 - Rf6, 2. Rf3 - e6, 3. c4 c5, 4. e3 — b6, 5. Rc3 — Bb7, 6. Be2 - Be7, 7. 0-0 0-0, 8. b3 - d6, 9. Dc2 - Rbd7, 10. Hdl — cxd4, 11. Rxd4 — a6, 12. Bf3 - Dc7, 13. Bb2 - Hac8, 14. Hacl - Hfd8, 15. De2 - Re5,16. Bxb7 — Dxb7 Hvítur hefur teflt byrjunina rólega, en nú sér hann möguleika til að ná fmmkvæðinu. Svartur bregst ekki rétt við, svo úr verður stórsókn. 17. f4 - Rg6?1,18. f5! - exf5? Það er ætíð slæmt að gefa d5-reitinn í slíkum stöðum. Betra var 18. — Rf8. 19. Rxf5 - Bf8, 20. Rd5 - Rd7,21. Dg4! Hótar að vinna skiptamun með 22. Rfe7+. 21.- Rge5, 22. Dg3 - Kh8, 23. Rde7! - Hc5, 24. Rxd6 - Da7, 25. Bxe5 — Rxe5. 26. Dxe5! - Bxe7, 27. Rxf7+ - Kg8, 28. Hxd8+ - Kxf7, 29. Hfl+ - Bf6, 30. De8 mát. Skákþing- Norð- lendinga fór fram á Siglufirði dagana 13.—16. marz. Keppendur vom 26 talsins, flestir frá Akureyri. Gylfi Þórhallsson, Akureyri, sigr- aði mjög ömgglega á mótinu. Hann hlaut sex vinninga af sjö mögulegum, heilum vinningi fyrir ofan næstu menn, þá Jón G. Viðarsson, Akureyri og Öm Þór- arinsson, Fljótum. í 4.-7. sæti urðu Akureyringamir Amar Þor- steinsson, Þór Valtýsson, Sigutjón Sigurbjömsson og Jón Ami Jóns- son með 4 V2 v. í 8,—11. sæti urðu Páll A. Jónsson, Siglufírði, og Akureyringamir Bogi Pálsson, Sveinn Pálsson og Tómas Her- mannsson, sem allir hlutu 4 vinn- inga. Meistaramót Taflfé- lags Seltjarnarness fór fram í febrúar og marz. Sigurvegari á mótinu varð Páll Þórhallsson, TR, sem hlaut 8 vinninga af 9 mögulegum í efsta flokki. Röð næstu manna varð: 2. Haraldur Haraldsson, TR 6 v. 3. Tómas Bjömsson, TR 5 v. 4.-7. Ögmundur Kristinsson, TS, Þrá- inn Vigfússon, TR, Gunnar Gunn- arsson, TS og Jón Ámi Halldórs- son, TS 4>/2 v. Utanfélagsmenn geta ekki unnið titilinn, svo þeir Ögmundur, Gunnar og Jón Ami verða að heyja aukakeppni um sæmdarheitið: „Skákmeistari Taflfélags Seltjamamess 1986“. Reykvíkingar náðu því að hefna fyrir Haustmót Taflfélags Reykja- víkur fyrir áramótin, en þar sigr- aði Guðmundur Halldórsson, fé- lagi í TS. í B-flokki sigraði Gísli Hjalta- son, TS. Hann hlaut 7V2 v. af 9 mögulegum. Steinar Haraldsson, TS, varð annar n\eð 7 v. og Anton Einarsson, TS þriðji með 6V2 v. Skákþing Garðabæjar 1986 Þar sigraði Bjöm Jónsson ör- ugglega, en hann er sonur Jóns Rögnvaldssonar, formanns Tafl- félagsins f Garðabæ. Bjöm hlaut 10 v. af 11 mögulegum. Sá eini sem náði að veita Bimi keppni var Jón Þór Bergþórsson, sem hlaut 9 v. 3.-4. Jósep Vilhjálms- son og Jón Bragi Bergmann 6V2 v. 5.-6. Sigurður Olsen og Jó- hann H. Ragnarsson 6 v. Wó\ VJjUUI Ný sending af herraf rökkum tekin upp í dag Margar nýjargerðir Verðfrá 4.575 kr. BSSsB ILMANDI GÓÐGÆTI ALLA DAGA Brauð (stór, smá, f(n og gróf), kökur og tertur. 50% afslátturaf öllum smábrauðum (rúnstykki, hleyfar, heilhveitihorn, langlokurog kringlur), virka daga kl. 8 - 10 og um helgar kl. 9 - 12. 50% afsláttur af öllum brauðum kl. 17-18 Veislutertur, glæsilega skreyttar. Fyrir barnaafmælið bjóðum við upp á svolltið sérstakt sem kætir litla munna. OPIÐ MÁNUD. - FÖSTUD. KL. 8-18 OG LAUGARD. - SUNNUD. KL. 9-16 BAKARÍK) KRINGLAN OALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI SÍMI 53744 Opið um páskana: Skirdag kl. 9 -16. Laugardag kl. 9 -16 2. páskadag kl. 9 -13.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.