Morgunblaðið - 25.03.1986, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 25.03.1986, Blaðsíða 53
friðunarmenn ókvæða við nefndri ákvörðun íslenzkra stjómvalda og litu á hana sem ófyrirleitna aðgerð til að sniðganga samþykkt alþjóða- hvalveiðiráðsins um tímabundna friðun hvala, sem almenn sann- færing virtist um meðal hinna hlut- aðeigandi fjölmörgu þjóða að nauð- synleg væri vegna undangenginnar ofveiði og útrýmingarhættu stofna. Mun hlutur Islendinga í málinu hafa þótt verri en ella vegna þess að þeir höfðu á undanfömum 50—60 ámm með aðstoð alþjóða- samtaka fengið fiskveiðilögsögu sína, einhverja hina verðmætustu í heimi miðað við flatarmál, færða út frá 3 (þrem) sjómílum í 200 sjómíl- ur, og var það ekki sársaukalaust fyrir þær þjóðir, sem um ijölda ára höfðu stundað fiskveiðar kringum landið. En svo var þegar sorfið að hinum gjöfulu miðum vegna ofveiða að ónógur afli var fyrir eigin skip landsmanna, svo að skömmtun var óhjákvæmileg, einnig fyrir þau, til að byggja upp fiskstofnana á ný. Fiskræktarrannsóknir komi í stað hval- rannsókna Með sívaxandi veiðitækni verður líklega aldrei framar hægt að byggja á rányrkjuformi í fiskveið- um, og ber því að fagna mjög fregn- um um góðan árangur og stórstígar framfarir í fiskræktarbúskap, sem útlit er fyrir að muni í náinni fram- tíð að verulegu leyti koma í stað fyrri skipunar mála á þessu sviði. Er það álit margra, að á íslandi muni í framtíðinni reynast framúr- skarandi góð skilyrði til margs konar fiskræktar, hvort sem að hluta er byggt á hafbeit eða alger- lega á eldi í lokuðum hólfum. Stuðl- ar að þessu, að víða er völ á nægu ómenguðu vatni, bæði köldu og heitu til blöndunar, sem er þýðing- armikið varðandi mátulegt hitastig. Útlit er fyrir að nokkuð skjótlega megi kynbæta flestar tegundir nytjafiska með því að tryggja góðan árangur í klaki úrvalsfiska og uppvöxt seiða þeirra að verulegu leyti til þess tíma þegar mesta tortímingarhætta er hjá liðin, en hversu mikils virði þetta er má hugleiða í sambandi við það, að í hrognum einnar Iaxhrygnu eru sögð að meðaltali kringum 7.000 egg, en í hrognum einnar þorskhrygnu segir í alfræðibók að verið geti kringum 9 milljónir eggja. í fiskræktinni er þörf margvís- legra rannsókna, sem varla munu reynast í óþökk nokkurra þjóða. Þær munu væntanlega einnig brátt skila sér í margföldum hagnaði fyrir þjóðarbúið á ýmsan hátt, og virðist því hyggilegt að einbeita sér á þessu sviði, en slá á frest þeim hvalarann- sóknum, sem boðaðar hafa verið. Ef litið er á möguleika fiskstofna til stækkunar eftir ofveiði, þá eru þeir, m.a. með aðstoð manna, margfaldir miðað við hliðstæða möguleika hvala, sem á hæfnis- skeiði sínu frá nokkurra ára aldri eiga yfirleitt aðeins einn kálf á tveggja ára fresti, en Iífaldur hvala er talinn geta verið álíka langur og lífaldur manna og núverandi stærstu landdýra, fíla. Gæflynd, skynsöm og tilfinninga- næm spendýr Kálfar hvala nærast fyrst um sinn á móðurmjólk, eins og afkvæmi sjálfráðra spendýra á landi, og gætir móðirin afkvæmis síns af mikiii umhyggju, og ver gegn árás- um, t.d. af hálfu hákarla. Eru einnig sögur um það, að hvalir hafi stund- um tekið sér svipað vamarhlutverk fyrir menn, sem hafa verið að bjarga sér á sundi úr sjávarháska, og þykir það benda til, að þessi stærstu dýr jarðarinnar beri ákveðna virðingu fyrir manninum oggetu hans. Vitað er, að hvalir hafa fjar- skiptasamband sín á milli með bergmálsbylgjum um óravegu, og þeir hafa háþróað tilfinningalíf, sem stundum virðist leiða til slíkrar angistar, að þeim fínnist lífíð óbæri- legt og vilji því deyja. Eru getgátur manna um að þetta kunni að stafa af ríkri samúð með veiku dýri, lík- lega helzt einhvers konar forustu- dýri í hópi samrýndra félaga. Munu margir íslendingar minnast sjónvarpsmyndar fyrir nokkrum árum um hvalavöðu, sem synti upp í fjöru hjá Rifi á Snæfells- nesi, og sýndu þá íbúar staðarins þann manndóm að ráðast ekki á hin angistarfullu dýr með byssum eða eggjárnum heldur gerðu sitt bezta að beina þeim aftur til hafs og áframhaldandi lífs. — Var ógleymanlegt að sjá unglinga standandi úti í sjó upp í mitti milli hinna risastóru dýra og ýta á höfuð þeirra í viðleitni til að koma þeim á flot á ný. Höfundur er fyrrverandi forstjóri Skipaútgerðar ríkisins. eftirÁrna Helgason Þetta eru staðreyndir. Það efar enginn heilbrigður maður og heil- brigðisstofnanir um allan heim eru sammála um það. Bólu-Hjálmar kvað á sinni tíð og ekki hefir það breyst.: Oliðveikirminniogmál mannvit sleikir burt úr sál, limina heykir lostatál og loksins kveikir eiíft bál. Og enn á ný er komið fram bjór- frumvarp á Alþingi. Eiðsvamir menn um að vinna þjóð sinni gagn koma fram með slíkt, vitandi vits að hvar sem bjóraldan hefir skollið yfir hefír hún ýtt undir sterkari eiturefni, hjálpað til að eyða mann- dómi og fjölga ógæfumönnum þjóð- félagsins. Hefði ekki verið nær fyrir sömu menn að stuðla að því að menn héldu ráði og rænu, ráðast að þeim eiturefnum sem nú sýra allt þjóðlíf, ógna heimilum og gera manninn hjálparvana byrði þjóð- félagsins. Hefir landið ekki nóg af afvötnunarstofnunum? Er þörf á að bæta við? Reynsla annarra þjóða talar til okkar alvörumáli. í nefndu frumvarpi er lagt til að bjórinn verði einungis seldur í verslunum ÁTVR með öðrum eiturefnum og segir það ékki sína sögu. Flutningsmenn vita að þetta er enginn heilsudrykkur heldur þvert á móti. Flutningsmenn og aðrir sem ljá þessu vandræða- máli lið vita að bjórinn gerir engum gagn heldur þvert á móti, er bara viðbót við alla vitleysuna sem fyrir er. Mér þótti sárt að lesa forystu- grein Morgunblaðsins 13. þ.m., ábyrgasta og besta blaðs lands- manna, sem hefir svo mjög hugs- andi fólki á að skipa, blaðsins sem ég hefi um áraraðir verið stoltur af að þjóna og hefur gefíð mér rúm fyrir hugleiðingar mínar um lands- ins gagn og nauðsynjar. Að það vildi auka á vímuefnin gat ég alls ekki skilið því of mikið hefur það blað unnið að uppbyggingu heil- brigðra lífshátta til að ég geti fellt mig við þessi skrif um bjórinn og svo mun fleirum hafa þótt. En DV, aflvaki alkóhólisma og leiðbeinandi í fækkun býla og búskapar, hlaut að fagna bjórfrumvarpinu og kom mér ekkert á óvart. eykur bölið Árni Helgason „Flutningsmenn og aðrir sem ljá þessu vandamáli lið vita að bjórinn gerir engum gagn heldur þvert á móti...“ Bjórfrumvarpið eins og það er, þannig að þjóðin eigi að samþykkja í almennri atkvæðagreiðslu lög frá alþingi (mjög gáfulegt), sýnir það best að flutningsmenn hafa ekki mikið traust á leiðsögn þeirra sem skipa alþingi íslendinga og er það umhugsunarvert út af fyrir sig. Erfiðleikar eru framundan í þjóð- félaginu. Erlendar skuldir vaxa og ógna afkomumöguleikum, kröfur um tóma eyðslu og einskisverðar skemmtanir vaxa og menn hring— snúast í kringum sjálfa sig og vita ekki áttir og tapa vissum þáttum í lífi sínu, uppgjöf og sjálfsvígum íjölgar, eyðilögðum heimilum einnig og sár við sár blasa við. Hvemig staðið verður við nýgerða kjara- samninga er erfitt að sjá fyrir og ríkissjóð vantar hundruð milljóna til að standa við sinn hlut. Nýir skattar ekki framkvæmanlegir og utanaðkomandi hækkanir allrar vöru ræðst ekki við. Með þetta í huga og svo ýmsa aðra óáran í þjóð- félaginu hefði ég haldið að alþingis- menn vorir hefðu öðmm hnöppum að hneppa en veita óstöðvandi bjór- öldu yfir land og lýð. Væri því ekki nær fyrir leiðtoga vora að snúa sér að því að útrýma hinum hættulegu vímuefnum sem landlæknisembættið hefir mestar áhyggjur af? Það er brýnt mál og þolir enga bið. Ef við viljum veija landið okkar góða fyrir þessari vá verður að hefjast handa strax og enginn má skerast úr leik. Við höfum ekki efni á að jarða allan þann manndóm sem nú á í vök að veijast fyrir ágangi eiturefna. Við bætum ekki ástandið með bjórfmm- varpi. Það skulum við gera okkur ljóst. Eg trúi því að alþingismönnum beri gæfa til að vinna Islandi allt, senda út á sextugt djúp sundurlynd- isfjandann og lofa bjórfmmvarpinu að fylgja með. Þá mun birta yfir landi vom. Arni Helgason Leiðsögumenn mótmæla hækkun flugvallarskatts Á aðalfundi Félags leiðsögu- manna var hækkun flugvallar- skattsins mótmælt. Alyktun fundarins fer hér á eftir: „Aðalfundur Félags leiðsögu- manna haldinn að Hótel Esju 27. febrúar 1986 mótmælir harðlega hækkun flugvallarskatts. Ferða- þjónustan er ung starfsgrein með viðkvæman vaxtarbrodd og mjög líkleg til að taka við auknum mann- afla, ef hún fær að þróast í friði. Því skýtur skökku við er yfirvöld gera vísvitandi atlögu að henni og taka með því ófyrirsjáanlega áhættu." U BIX VERÐLÆKKUN 22.4 Með nýjum samningum hefur okkur tekist að lækka verðið á U-BIX 120 um U-BIX 120 Ijósritunarvélin ereinstök í sinni röð-fjölhæf, ódýrog tekurlítið pláss. U-BIX 120 er þurrduftsvél, Ijósritar á allan venjulegan pappír og glærur, tekur allt að B4 frumrit, skilar 12 A4 Ijósritum á mínútu og fullnægir öllum þeim kröfum sem gerðar eru til góðrar Ijósritunarvélar. Kynntu þér U-BIX 120 - og gerðu reyfarakaup á meðan tækifærið gefst! % SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. **• Hverfisgötu 33 - Sími 91 -20560 í I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.