Morgunblaðið - 25.03.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.03.1986, Blaðsíða 23
Það sækir enginn um að- stoð nema í sárri nauð - segir Jón Björnsson félagsmálastjóri Akureyrar „Ráðstefnan tókst vel, þar kom margt merkilegt fram,“ sagði Jón Björnsson félagsmálastjóri Akureyrar. „Það sem mér fannst skemmtilegast var, að aldrei þessu vant var fátækt skoðuð, ekki einungis sem tölur og hagstærðir heldur sögðu menn hver á eftir öðrum frá þeirri skoðun sinni að fátækt væri annað og meira. Eg vona að það sé merki um að menn séu famir að hugsa víðar og viturlegar um kjaramál." - Hvað vilt þú segja um fram- að þessir þrír kostir hafa verið færslulöggjöfina sem kjmnt var ? „Framfærslulögin frá 1947 skylda öll sveitarfélög til þess að veita nauðstöddum íbúum fjárstyrk eða lán til lífsframfæris, bregðist þeim aðrar fjáröflunarleiðir. Lögin mæla ekki fyrir um, hve mikil fjár- hagsaðstoð þessi skuli vera, né hveijar þarfir skuli metnar gildar, heldur er þetta hveiju sveitarfélagi í sjálfsvald sett. Sveitarfélög gera þetta hvert með sínu móti. Flest sveitarfélög landsins hafa framfærslulögin að engu og veita enga fjárhagsaðstoð. Það eru nán- ast eingöngu stærri bæir, sem veita fjárhagsaðstoð, og afar al- gengt er, að þeir sem eru slíkrar aðstoðar þurfi, flytji til þeirra staða, þar sem hún er veitt. Megi nota fomfálegt orð í þessu sam- bandi, má segja að sveitarþyngsli stærstu kaupstaða landsins séu þó nokkur af þessum sökum." - Hveijir fá íjárhagsaðstoð? „Beinni fjárhagsaðstoð má skipta í þrennt. í fyrsta lagi greiðir stofnunin vistgjöld fyrir einstakl- inga á stofnunum eða einkaheimil- um. Til þess var varið á árinu 1985 1 milljón 151 þúsund krón- um. í öðru lagi endurgreiðir stofn- unin hluta af kostnaði einstæðra foreldra við daggæslu bama í heimahúsum eða hjá dagmæðrum. Til þessa var varið á árinu 1985 1 milljón 156 þúsund krónum. Og í þriðja lagi er síðan bein §árhagsað- stoð, sem bæjarbúar geta sótt um, verði þeir fyrir fjárhagslegum skakkaföllum. Þetta er það, sem fyrrum var nefnt framfærsla." - Hvemig metið þið fjárþörf? „Á Akureyri er ekki stuðst við kvarðamörk eins og í Kópavogi og Reykjavík. Þetta gefur okkur sveigjanleika til að veita aðstoð í samræmi við þarfír, en eykur að sjálfsögðu um leið hættuna á ójöfn- uði. Við tökum niður nákvæmar upplýsingar um allar tekjur fjöl- skyldunnar, öll rekstrarútgjöld heimilisins, eignir og skuldir ásamt með afborgunarkjörum þeirra. Þungamiðja umsóknarinnar er síð- an fjárhagsáætlun, sem gerð er með umsækjandanum til næstu mánuða, jafnvel til heils árs. Þar em settar upp fyrirsjáanlegar tekjur hvem mánuð og frá þeim dreginn mánaðarlegur rekstrar- kostnaður heimilis og afborganir lána, svo sem þær falla á hvem mánuð. Niðurstaðan er gjaman neikvæð, að minnsta kosti hluta þess tíma sem áætlunin tekur til, það er að segja fyrirsjáanleg út- gjöld em meiri en tekjur, ella þarf umsækjandinn tæplegast á aðstoð að halda. Það má bregðast við á þrennan hátt þegar útgjöld em fyrirsjáan- lega hærri en tekjur, með spamaði, tekjuaukningu eða lántöku. Þessir þrír kostir em vendilega skoðaðir með umsækjandanum. Við bendum á, ef þess er kostur, möguleika til að spara, eða auka tekjur og stund-' um dugar að dreifa útgjöldunum á lengri tíma með lántöku, sem stofnunin veitir, sé ekki um aðra lánamöguleika að ræða. Oft hefur umsækjandinn ekki neina greiðslu- getu né kost á tekjuaukningu. í þeim tilvikum er yfirvegaður sá kostur að stofnunin veiti íjárstyrk. Markmið áætlunarinnar er að eftir fullskoðaðir og nýttir sé niður- stöðutala hvers mánaðar 0 eða já- kvæð. Alla jafnan tekur það tvö viðtöl við umsækjanda að ganga frá umsókn hjá okkur." - Hvemig standast áætlanirn- ar? „Komi til fjárhagsaðstoðar frá stofnuninni byggist hún á samn- ingi, sem stofnunin og umsækjand- inn gera sín í milli um framlag hvors aðilans um sig til að leysa íjárhagsvandann. Leiti umsækj- andinn á ný til stofnunarinnar áður en áætlunartímabilinu lýkur, er þessi samningur dreginn fram og skoðað hvað kom í veg fyrir að hann stæðist. Það er dæmigert fyrir fólk í fjár- hagsvanda og ef til vill almennt, að það gerir sér ekki fulla grein fyrir, hvemig flárhagsstaða þess né framtíð er. Það er erfítt að horfast í augu við vandann og auðveldara að loka augunum fyrir honum og láta reka. Við teljum, að þessi rækilega fjárhagsáætlun, sem gerð er með umsækjandanum, sé mikilvæg í sjálfu sér og honum gagnleg. Auk þess sem hún gefur starfsmönnum glögga mynd af því, hver íjárþörfin er og skapar samvinnugrundvöll milli umsækj- andans og starfsmanns framvegis. Starfsmannafundur úrskurðar um umsóknir upp að ákveðnu hámarki, fari umsóknin yfírþað mark, §allar félagsmálaráð um hana, en bæjar- ráð um hinar hæstu." - Hvenær var þessi vinnuaðferð tekin upp? „Þessi aðferð við mat á umsókn- um hefur verið iðkuð á Akureyri í um tvö ár. Eins og aðrar aðferðir hefur hún kosti og galla, en okkur þykir hún hafa kosti umfram kvarðaaðferðina. Ef ég lýsi um- fangi fjárhagsaðstoðarinnar þá voru afgreiddar 352 umsóknir 1985, þar af 314 samþykktar að einhveiju leyti. Geta ber þess að fínnist við áætlunargerðina aðrar leiðir til að leysa vandann kemur Morgunblaðið/Skapti Jón Björnsson félagsmálasljóri Akureyrar. umsóknin yfírleitt ekki til af- greiðslu. Alls fengu 164 einstakl- inga eða fjölskyldur fjárhagsaðstoð með þessum hætti, eða hver að meðaltali rúmlega tvisvar." - Er þetta alltaf sama fólkið sem leitar aðstoðar? „Nítján umsækjendur fengu fjárhagsaðstoð fjórum sinnum eða oftar á árinu, Qórtán þrívegis, fjörutíu tvívegis en áttatíu og fjórir einu sinni. Árið 1985 var veitt fjár- hagsaðstoð í styrkformi að upphæð 1 milljón 576 þúsund krónur en í lánsformi 1 milljón 793 þúsund krónur. Endurgreidd lán á árinu, bæði frá 1984 og 1985, námu 1 milljón 170 þúsund krónum eða 65% af lánsupphæðinni. Lán eru vaxtalaus og endurgreiðist á þeim tíma og með þeim hætti, sem fjár- hagsáætlun umsækjandans segir til um.“ - Á hvaða launabili eru laun þeirra sem sækja um aðstoð? „Stór hópur umsækjenda er ekki á launum heldur á bótum frá tryggingastofnuninni eða með sjúkradagpeninga sem þeir ein- hverra hluta vegna þurfa að bíða eftir. Launafólkið er flest í lægstu launaflokkunum en það skiptir auðvitað megin máli hvað á að fæða marga munna. Þetta snýst um rekstrarkostnaðinn við að lifa. Þær fjölskyldur, sem Sigurður Snævarr var að tala um með 52 þúsund krónur á mánuði, eru ríkar samborið við flestar sem til okkar leita. Það er reynsla okkar að sjaldn- ast sæki fólk um fjárhagsaðstoð, nema það sé í sárri nauð, og þó undarlega hljómi, sækir það sjald- an um meira fé en það má minnst komast af með. Fjárhagsaðstoð stofnunarinnar er hinsvegar oftast mjög naum og dugir ekki til að leysa úr nema brýnasta vandanum ogvartþað." - Hvað telur þú brýnast að gert verði? „Ég er þeirrar skoðunar að framfærslan eins og núgildandi framfærslulög gera ráð fyrir henni sé afar úrelt enda lögin gömul. Allt fyrirkomulag sveigjanlegrar fjárhagsaðstoðar af því tagi, sem framfærsla sveitarfélaganna er, þarf að taka til gagngerðrar endur- skoðunar og því fyrr, því betra.“ Alfa Romeo 33 4 x 4. Sannkallaður draumabíll. efur þaö ekki alltaf veriö þinn draumur aö eignast hinn fullkomna bíl? Alfa Romeo 33 4 x 4 er allt í senn: Sportbíll. sem veitir ökugleði og öryggi vegna aksturseigin- leika og krafts. Fjölskyldubíll. meö nægt rými fyrir alla meölimi fjölskyld- unnar og farangur. Torfærubíll. sem kemst leiðar sinnar í snjó og illfærð. Hinn frægi ítalski hönnuður. Pininfarina. hefur nú gert þennan draum að veruleika, í Alfa Romeo 33 4x4. Þennan draumabíl getur þú nú eignast, því viö höfum náö ótrúlega hagstæðum samning- um og bjóöum þér Alfa Romeo 33 4x4 á aöeins kr. 495.000.- sem er hlutfallslega langtum hagstæðara verð en annars staö- ar í Evrópu. Innifalið í veröi: Rafdrifnar rúöur og læsingar. litað gler, fjar- stilltir útispeglar. upphituö fram- sæti. þokuljós aö framan og aftan. metallic lakk. þurrkur og sprautur á framljósum og aftur- rúðu, digital klukka. öryggisbelti í fram- og aftursætum, veltistýri o.m.fl. 6 ára ryövarnarábyrgö. msagnir bílasérfræöinga dagblaöanna um Alfa Romeo 33 hafa allar veriö á einn veg:» Hreinræktaöur gæö- ingur.<< U JÖFUR HF NYBYLAVEGI 2 KÓPAVOGI SÍMI 42600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.