Morgunblaðið - 25.03.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.03.1986, Blaðsíða 5
^ORGÍlMijœiBvÞÍúbtebkáuR^s^kÁR^i^se f Bílarnir biluðu Félagamir fímm héldu í ferðina um klukkan 14 á sunnudag. Fóru þeir upp á heiðina hjá Miðdal eftir gamla Þingvaliaveginum. Þeir ætl- uðu að leika sér á heiðinni, eins og einn þeirra orðaði tilgang ferðarinn- ar. Þeir voru þama á ferðinni allan daginn. Gekk á með éljum en gott á milli. Annar bíllinn bilaði og héldu þeir áfram á hinum þangað til hann bilaði einnig. Vom þeir þá staddir við Borgarhólaheiði. Þeir yfírgáfu bílinn um klukkan 22 á sunnudagskvöldið. Einn úr hópnum, Dagur Benónýsson, sagði að þá hefði verið gott veður. Þeir hefðu séð ljós, líklega í skíðaskálan- um í Skálafelli, hinum megin við Mosfellsdal. Hann sagði að þeir hefðu talið að ekki væri svo langt að ljósinu og talið sig geta komist þangað með góðu móti. En á leiðinni hefði skollið á hríð og þeir misst sjónar af ljósinu. Sagði Dagur að þeir hefðu síðan látið fyrir berast þar sem þeir vom staddir og reynt að grafa sig niður í snjóinn. Þá var klukkan að verða eitt eftir miðnætt- ið. Þeir hefðu haldið kyrrn fyrir þama þar til björgunarsveitarmenn fundu þá rétt fyrir klukkan 9 um morguninn. Vom þeir þá búnir að vera á ferðalagi í 19 klukkutíma, þar af á gangi og grafnir í fönn í 11 tíma. Erfið nótt Dagur sagði að nóttin hefði verið erfíð. Kalt var í veðri og gekk á með hríðarbyljum. Sagði hann að þeir hefðu ekki verið nógu vel klæddir og því orðið blautir og kaldir. Hann sagði að eftir á að hyggja væri hægt að segja sem svo að skynsamlegra hefði verið að halda kyrrn fyrir í bflnum. Þeir Jón Ingi ívarsson skoðar kort af Mosfellssveit ásamt einum leitarmanni. Morgunblaðið/Bjami hefðu hins vegar séð ljósið og ekki búist við að hríðin skyllu svona snögglega á. Félagar Dags em Jón Ingi ívarsson, Þorgeir Einarsson, Ellert Eggertsson og Eyþór Egg- ertsson. Illa klæddir, ískaldir ogþjakaðir Láms Einarsson, félagi í Björg- unarsveitinni Kyndli í Mosfellssveit, fann fímmmenningana skammt vestan við Leirvogsvatn í Mosfells- dal er hann leitaði þar á snjósleða ásamt fleiri leitarmönnum. Láms sagði að þeir hefðu verið þama fjór- ir, tveir standandi og tveir liggjandi í skaflinum. Hann sagði að þeir hefðu verið ískaldir og þjakaðir, enda illa klæddir. Hann sagði að þeir hefðu orðið að grafa tvo þeirra upp úr snjónum með skóflum. Sá fímmti var best á sig kominn og var á leið til byggða þegar hann fannst. Láms sagði að fimmmenningam- ir hefðu ekki verið með nein áhöld til að gera snjóhús og hefðu greini- lega látið snjóa yfír sig. Hann sagði að aðeins einn þeirra hefði verið sæmilega klæddur en kuldinn farið illa með hina. Þeir hefðu þó verið furðufljótir að jafna sig þegar búið var að flytja þá í bfl björgunarsveit- arinnar sem beið við þjóðveginn í Mosfellsdal. Láms sagði að veðrið hefði verið sæmilegt þegar hann fann þá en skömmu seinna hefði skollið á glómlaus blindhríð. Leitin stóð í 3 tíma Leitin hófst eftir klukkan 3 í fyrrinótt en þá óskaði lögreglan f Hafnarfírði eftir aðstoð björgunar- sveita vegna þess að mennimir Lárus Einarson úr Mosfellssveit sem fann piltana. komu ekki heim á tilsettum tíma. Sendur var snjóbfll til að leita uppi jeppana og fundust þeir mannlausir um morguninn, eins og áður segir, annar við Borgarhóla klukkan 7 og hinn hálftíma síðar norðar og aust- ar. Slóð sást frá öðram bflnum. Vom þá kallaðir út leitarmenn á vélsleðum og snjóbflum. Einnig var þyrla Landhelgisgæslunnar fengin til leitar og sporhundur. Mennimir fundust rétt fyrir klukkan 9, sex tímum eftir að lögreglan bað um aðstoð. í leitarstjóm vom: Jón Baldurs- son og Jón Grétar Sigurðsson frá Landsamtökum hjálparsveita skáta, Engilhart Bjömsson frá Slysa- vamafélagi Islands og Amgrímur Hermannsson frá Flugbjörgunar- sveitinni í Reykjavík. Æfl STÖ0ÍÆ UBgEQlIíEIS Þýskaland hefur upp á mikið að bjóða fyrir ferðamenn. Sérstða og fagra náttúru, hrífandi og líflegar borgir, ein- staka gestrisni og oft á tíðum ótrúlega hagstætt verðlag. KYNNTUÞÉR ÁFANGASTAÐl ÚTSÝNAR í ÞÝSKALANDI Mosel Hotelpark Nýtískulegur gististaður með glæsilegum íbúðum og af- bragðs aðstöðu til íþrótta og útivistar fyrir alla fjölskylduna. Fríklúbbsverð frá kr. 21.900 í 2 vikur Austur-Bæjaraland Bæjaraskógur (Bayerischer Wald) með sinni óspilltu nátt- úrufegurð og tæra fjallalofti er heillandi áfangastaður þeirra er unna útivist og frjálsræðl. Dreiburgensee og Thurmansbang Hér býður Útsýn sérlega ódýra gistingu á dæmigerðum bóndabýlum eða gistiheimilum, sem hentar þeim er vilja búa við einfalda aðstöðu á ódýrasta máta. Hvert sem hugurinn leitar á meginland Evrópu er ótrúlega stutt, hvert á land sem er, frá Salz- burg eða Lúxemborg. Við bjóðum þér þdýrustu bílana og trygglum hagstæðustu flugfargjöld fyrir þá sem eru aomra í fríið. Feróaskrifstofan ÚTSÝN Austurstrætl 17, síml 2661.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.