Morgunblaðið - 25.03.1986, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.03.1986, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1986 9 Aðalfundur félagsins verður haldinn í félagsheimilinu að Víðivöll- um í kvöld þriðjudaginn 25. marz og hefst kl. 20.00. Dagskrá: Venjuleg adalfundarstörf. Lagabreyting. Stjnrnin. SEUUM NÆSTU DAGA m,klum afslÆTTI Takmarkað magn af vörum ★ Veggplötur, 3 gerðir ★ Brjóstpanel, 100 cm hæð með listum ★ Gluggakistuefni með harðplasti ★ Límtréplötur ★ Baðherbergisplötur með harðplasti marmaraeftirlíking ★ Harðplast, margir litir og viðartegundir Komið og gerið góð kaup PÁLL ÞORGEIRSSON &C0, Ármúla 27 - símar 686100 og 34000. /ós r'tQ rQ N A/ UQ Qr os/, v'ð/, 'ió UQ .'kiá Wctst Sr/f rr °fb °rVl o r Qil ók vél. Qr Qr snt °Pn un rób 0rvé/ Verð O 0)0 o Suöurlandsbraut 10- Simi 84900 Vikapiltar Palme íMMÉms? Flokkur hatursins Handtaka Áke Gunnarsson, sem ranglega var grunaður um aðild að morðinu á Olof Palme og síðan látinn laus vegna skorts á sönnunum, hefur beint sjónum manna að Evrópska verkamannaflokknum (EAP), sem Gunnarsson var félagi í. Al- þýðublaðið greindi frá hinum sérkennilega hugmyndaheim flokksfélaga á laugardaginn og í Staksteinum í dag er vitnað til þeirrarfrásagnar. Haft er eftir fyrrver- andi eiginkonu Gunnars- son, að Palme hafi í hans augum verið „djöfull", sem ætlaði að gera Sví- þjóð að kommúnistaríki og afhenda það Rússum. Þetta hljómar eins og hreinræktaður EAP- áróður. í Alþýðublaðinu segir síðan: „Eitt helsta málgagn flokksins, EIR (Executive Intelligence Review) skrifaði um brottvisun fimm áróðursmanna EAP frá Arlanda-flug- velli í nágrenni Stokk- hólms: „EAP-mennimir voru að mótmæla KGB-aðferðum Stokk- hólmslögregiunnar, sem stjómað er af sósial- demókrötum og reynir að hindra að fólk geti notið lögbundins tjáning- arfrelsis...“ Og sami boðskapur heldur áfram: „Eftir uppfjóstranir EIR hefur Palme enn hert einvaldstökin með því að láta vikapilta sina stöðva auglýsingar frá EIR á Arlanda-flugvelli með öllum ráðum. Að- gerðunum stjómar Hans Holmer lögreglustjóri í Stokkhómi og Sven Smedjegaarden, báðir miklir pólistiskir aðdá- endur Palme.“ Ennfremur er sagt að málið: „... rökstyðji enn frekar aðvaranir EIR og EAP um að Palme og skósveinar hans vinni markvisst að því að gera Svfþjóð að lögregluríki eftir sovéskri fyrir- mynd.“ Það feUur nú í hlut Hans Holmer að stjóma leitinni að morðingja Palme." > Utsendarar Alþýðublaðið heldur áfram: „Það em engin tak- mörk fyrir því hvers kon.Tr staðhæfingar EAP lætur frá sér fara. Bandariska sjónvarps- stöðin NBC er t.d. ásökuð um að ganga erinda Moskvu og jafnvel utan- ríkisráðuneyti Banda- ríkjanna er sagt vera skálkaskjól fyrir sovésku leyniþjónustuna KGB, í baráttunni gegn EAP. Þannig er tónninn hjá EAP og hefur verið árum saman; ekki aðeins í Svíþjóð heldur um alla Evrópu. Hatrið flæðir yfir alla barma í fréttatil- kynningum frá EAP, EIR og öðrum stuðnings- samtökum þeirra. Eitt þeirra heitir „Club of Live“ og hefur útibú hjá Claes Wahl, Nathost- wagen 3, Johanneshov í Svíþjóð. Þaðan koma til- kynningar þar sem lesa má staðhæfingar á borð við þá að Philip Breta- prins sé „óvinur mann- kynsins" vegna þess að hann sé formaður „fjöldamorðingjasamtak- anna“ sem kenna sig við náttúruvemd.“ Danska deildin Og enn segir Alþýðublað- ið: „Frá útibúi EAP í Danmörku. sem hefur bækistöð í Classensgade 24 i Kaupmannahöfn og frá öðrum stuðningssam- tökum, Shillier-stofnun- inni, Sejrogade 5, Kaup- mannahöfn berast hlið- stæðar haturstilkynning- ar. Vestur-þýsku Græn- friðungamir eru t.d. kallaðir „fjöldamorð- ingjaflokkurinn". „Fjöldamorðinginn er yfir höfuð eitt af eftir- lætisorðatiltækjum EAP-manna. Það orð var notað um Palme, það er notað um Willy Brandt og það lætur nærri með Ritt Bjerregaard. Að minnsta kosti hafa sam- tökin útbúið merkimiða sem á stendur „Ayatollah Ritt, nej tak“. Palme var andvígur stjömustriðsáætlunum Reagans og einnig það var lagt honum til lasts. t einni fréttatílkynningu var sagt að Olof Palme, Henry Kissinger og KGB hefðu samvinnu ásamt fleirum, m.a. þýska hryðjuverkahópmun Rauðu herdeildunum sem njóta fulltingis Gaddafis Libýuleiðtoga, um að knésetja EAP- samtökin og stuðnings- menn þeirra og þá eink- um og sér í lagi stofn- anda þeirra; Bandaríkja- manninn Lyndon La- Rouche og konu hans Helgu.“ Jámagi Loks segir í Alþýðu- blaðinu: „Félagar í hreyfing- unni em undir jámhörð- um aga. Engum leyfist að véfengja fyrirmæli foringjans. Þvi hefur jafnvel verið haldið fram að félögum leyfist ekki að umgangast aðra en félagsmenn. Það gildir einnig um fjölskyldu og vini. Það kann að vera að þessi jámagi og ströngu reglur hafí verið orsök þess að sænska lögreglan hétt i fyrstu að maðurinn sem handtekinn var væri í sértrúarsöfnuði, en ekki flokksmaður i pólitiskum flokki." S:12180 rj 11 lTOLt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.