Morgunblaðið - 25.03.1986, Page 14

Morgunblaðið - 25.03.1986, Page 14
14 MQBgiWl4PIP.TOBfflWW*»-MATOig6 ' * ■ :iHc ■ & # SKULDIAUS FASTEIGN íbúð að verðmæti 1.8 milljón SLYSAVARNA FÉIAG ISLANDS I BUÐAHAPPD RÆTT I í FYRSIA SINN. í SÖGU HAPPDRÆTIA HERLENDIS 7íbúðir -ein á hvem vinningsmiða íbúðimar sjö em í Garðabænum og við bendum á að fasteign er hvergi á landinu jafn hátt metin og á höfuðborgarsvæðinu. Staðsetning: Langamýri 18—24, Garðabæ Teikning: Teiknistofan Óðinstorgi sf., Helgi Hjálmarsson. arkitekt FÍA Verkfræðingur: Vifill Oddsson Byggingameistari: Gunnar Sv. Jónsson Húsið er í byggingu og íbúðirnar verða afhentar í ágúst 1986. Heildarverðmæti vinninga er 12,6 milljónir króna. VIÐ DRÖGUM 8. APRÍL! VIÐ ÞORFNUMST ÞIN ÍwImIwhÍSIkÍ ■HHHh - ÞU OKKAR WmM ♦ ♦ # cc Tónleikar Kammer- sveitarinnar Ténieikar Atli Heimir Sveinsson Tónleikar Kammersveitar Reykjavíkur voru haldnir í Askirkju síðastliðinn sunnudag. Þessi tón- leikaröð er ein sú menningarlegasta sem á boðstólum er hér í Reykjavík. Fer þar saman vandað efnisval og flutningur, sem einkenniset af alúð og ást á viðfangsefninu. Starfsemi Kammersveitarinnar lætur ekki mikið yfir sér en hún á sér trygga stuðningsmenn, sem hafa fylgst með starfseminni í gegnum árin. Tónleikamir hófust á Lítilli kammermúsík op. 24 eftir Hinde- mith fyrir blásarakvintett. Verkið var samið 1922 en á þeim árum var vegur Hindemiths hvað mestur. Andblær þeirra ára birtist skýrt í verkinu: það er andrómantískt, kaldhæðið og afkáralegt. Allt þetta kom greinilega fram í túlkun kvint- ettsins en hann skipuðu: Martial Nardeau á flautu, Kristján Þ. Step- hensen á óbó, Sigurður I. Snorrason á klarinett, Bjöm Amarson á fagott og Þorkell Jóelsson á hom. Allir þessir blásarar hafa mjög persónu- legan tón á hljóðfæri sitt en sam- stilling raddanna var jafnframt prýðileg. Svo tók við strengjakvartett undir skörulegri fomstu Rutar Ingólfsdóttur, en auk hennar spil- uðu Charles Berthon á fiðlu, Helga Þórarinsdóttir á lágfiðlu og Amþór Jónsson á selló. Leiknir vom kvart- ettar eftir Brahms og Béla Bartók, fmmsmíðar þessara meistara í kvartettgerð. Kvartettspil er mikil kúnst, eitt fullkomnasta svið mann- legra tjáskipta. Spilaramir verða að geta verið einleikarar, meðleik- arar og undirleikarar allt í senn, samstilling hópsins og einstaklings- ins verður að vera fullkomin. Kvart- ettsmíð er líka mikil kúnst: ekkert er unnt að fela í samhljóman hinna fjögurra einlitu strengjaradda. Bæði verkin em meistarasmíðar. Hinn miðaldra Brahms er að ná tökum á haustblænum, sem prýddi síðari verk hans, og hinn ungi Bartók er að finna sér leið sem viðheldur hefð og kemur með nýj- ungar. Allur leikur kvartettsins einkenndist af yfirlætisleysi og virð- ingu fyrir viðfangsefninu. Nýja bíó skiptir um eigendur ÞRÍR athafnamenn í Reykjavík hafa keypt Nýja bíó og skrif- stofubygginguna við Lækjar- götu, samtals um 7.000 fermetra húsnæði. Kaupendurnir eru Leó E. Löve, framkvæmdastjóri ísa- foldarprentsmiðju, Jón Guð- mundsson, Fasteignamarkaðin- um og Birgir Páll Jónsson, Nýja kökuhúsinu. Kaupsamningur var undirritaður sl. miðvikudag, en nýju eigendurnir taka við húsinu 1. maí nk. Nýja bíó var í eigu 12-15 einstaklinga. Rekstur þess hefur ekki gengið sem best undanfarið. Birgir Páll sagði að starfsemi Nýja bíós yrði til að byija með í sama horfí og verði hefði, en þegar fram liðu stundir væri að vænta einhverra breytinga. Hann sagði að vel kæmi til greina að efna þar til leikhússtarfsemi. í húnæðinu er nú margvíslegur rekstur, meðal annars söluskrif- stofa Flugleiða, veitingahúsið Kvos- in og skrifstofur lögmanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.